Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Side 68
68
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34
arabeinveiki. Má þar nefna/oí, src, CSF-1 og mi
stökkbreytingar í músum.
Tveimur aðferðum er beitt við leit að meingeni
þessa sjúkdóms í íslenskri fjölskyldu. Annars veg-
ar er kannað hvort einhver þeirra þátta sem valda
osteopetrosis einkennum í dýrum geti einnig
verið gölluð í sjúklingunum. Búið er að athuga
hvort galli geti verið í eftirfarandi genum: MITF,
IL3, IL6, INFy, PU.l og CSFl og reyndist svo
ekki vera.
Hins vegar er leitað að litningasvæði í sjúkling-
um sem sameiginleg eru vegna erfða. Þessi aðferð
byggir á tengslamisvægi milli sjúkdómsgensins og
tiltekinnar samsætu erfðamarks (3). I þessari ís-
lensku fjölskyldu er gert ráð fyrir sex til sjö kyn-
slóðum í sameiginlegan forföður, því má búast við
10-20 cM svæði í kringum sjúkdómagenið sem
sameiginleg eru vegna erfða. Einungis börnin
með marmarabeinveikina geta verið arfhrein um
sjúkdómsgenið, foreldrar eru arfblendir, um aðra
er erfitt að fullyrða. Þegar er búið að leita að
sameiginlegu svæði á litningum 1,9,10,11,12 og 13
með markerum á 5-15 cM millibili.
HEIMILDIR
1. Jensson Ó, Árnason A, Skaftadóttir I, Linnet
H, Jónmundsson GK, Snorradóttir M.
Læknablaðið 1983; 69: 35^41.
2. Mendelian Inheritance in Man. John Hopkins
University, Baltimore, MD. MIM : 259700.
3. Ott J. Analysis of human genetic linkage. 2nd
ed. Baltimore: John Hopkins University
Press, 1991.
V-10. Stökkbreytingagreining á p53 æxl-
isbæligeninu í brjóstakrabbameinsæxl-
um frá 1981-1983; athugun á horfum
sjúklinga
Sólveig Grétarsdóttir*, Laufey Tryggvadóttir**,
Jón Gunnlaugur Jónasson***, Helgi Sigurðs-
son****, Kristrún Ólafsdóttir***, Dagmar Lúð-
víksdóttir***,BjarniA. Agnarsson***, Helga Ög-
mundsdóttir*, Jórunn Erla Eyfjörð*
Frá *Rannsóknarstofu KÍ ísameinda ogfrumulíf-
frœði, **Krabbameinsskrá KÍ, ***Rannsókna-
stofu HÍ í meinafrœði, ****krabbameinslœkn-
ingadeild Landspítalans
Algengustu breytingar sem greinast í brjósta-
krabbameinsæxlum er afbrigðilegt p53 og hefur
það verið tengt slæmum horfum sjúklinga. Fyrri
rannsókn okkar byggð á athugunum á ferskum
æxlisvef, frá árunum 1987-1990, sýndi að brjósta-
krabbameinslifun var marktækt lægri hjá sjúk-
lingum með gallað p53 miðað við sjúklinga með
eðlilegt p53. Markmið þessarar rannsóknar var
að stækka úrtakið og fara lengra aftur í tímann.
Til þess fengum við sýni úr tæplega 200 brjósta-
krabbameinsæxlum sem greindust á árunum
1981-1983 og varðveitt eru í paraffínkubbum í
Dungalssafni. Annarsvegar var framkvæmd p53
stökkbreytingagreining, á exon 5-8, með svo-
nefndri CDGE aðferð (Constant Denaturant Gel
Electrophoresis) en hinsvegar var greind af-
brigðileg uppsöfnun p53 í frumukjama með DO-7
mótefnalitun. P53 stökkbreytingagreining hefur
ekki verið gerð áður á svo stóru úrtaki af festum
vef. Niðurstöður okkar sýndu að æxli sem greind-
ust með afbrigðilegt p53 reyndust vera illvígari
með tilliti til sérhæfingar og frumufjölgunar. At-
hugun á horfum sjúklinga í þessu úrtaki sýndi að
stökkbreytt p53 gen og/eða jákvæð mótefnalitun
hafði ekki marktæk áhrif á heildarlifun, brjósta-
krabbameinslifun eða sjúkdómsfríalifun. Hins-
vegar kom fram marktækur munur á lifun með
tilliti til p53 hjá einstaklingum þar sem sjúkdóm-
urinn tók sig upp aftur (post-recurrence survival).
Niðurstöður okkar benda til þess að æxli með
afbrigðilegt p53 svari meðferð verr en æxli með
eðlilegt p53.
V-ll. Kortlagning meingens og raflífeðl-
isfræði arfgengrar sjónu- og æðuvisnun-
ar
Ragnheiður Fossdal*, Friðbert Jónasson**, Loft-
ur Magnússon***, Pór Eysteinsson****, Ólafur
Jensson*
Frá *sameindalíffrœðideild Landspítalans,
**augndeild Landspítalans, ***Augnlœknastofa,
v/Mýrarveg, Akureyri, ****Lífeðlisfrœðistofnun
Hí
Inngangur: Arfgeng sjónu- og æðuvisnun
(MIM08985) er sjaldgæfur augnsjúkdómur með
ríkjandi ókynbundinn erfðahátt (1). Sjúkdómur-
inn einkennist af svæðisbundinni rýrnun á sjónu
út frá sjóntaugarenda ásamt fækkun á æðum í æðu
sem ágerist með aldrinum. Með tengslagreiningu
hefur tekist að staðsetja meingen sjúkdómsins á
litning llpl5 í annarri af tveimur fjölskyldum á
íslandi með sjúkdóminn (2). Markmið rannsókn-
anna er að kortleggja meingen sjúkdómsins ásamt
því að varpa ljósi á starfrænar breytingar í auga.
Aðferðir: Tengslagreining við fleiri DNA
erfðamörk á llpl5 og tengslamisvægi, það er tíðni
samsæta sem erfast með svipgerð sjúkdómsins
borin saman við tíðnina í viðmiðunarhópi, voru
notuð til nánari staðsetningar á meingeninu. Raf-
lífeðlisfræði (mynstur-ERG, sjónhrifrit) var beitt
til að meta ástand miðgrófar og sjóntaugar.