Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Qupperneq 68

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Qupperneq 68
68 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 arabeinveiki. Má þar nefna/oí, src, CSF-1 og mi stökkbreytingar í músum. Tveimur aðferðum er beitt við leit að meingeni þessa sjúkdóms í íslenskri fjölskyldu. Annars veg- ar er kannað hvort einhver þeirra þátta sem valda osteopetrosis einkennum í dýrum geti einnig verið gölluð í sjúklingunum. Búið er að athuga hvort galli geti verið í eftirfarandi genum: MITF, IL3, IL6, INFy, PU.l og CSFl og reyndist svo ekki vera. Hins vegar er leitað að litningasvæði í sjúkling- um sem sameiginleg eru vegna erfða. Þessi aðferð byggir á tengslamisvægi milli sjúkdómsgensins og tiltekinnar samsætu erfðamarks (3). I þessari ís- lensku fjölskyldu er gert ráð fyrir sex til sjö kyn- slóðum í sameiginlegan forföður, því má búast við 10-20 cM svæði í kringum sjúkdómagenið sem sameiginleg eru vegna erfða. Einungis börnin með marmarabeinveikina geta verið arfhrein um sjúkdómsgenið, foreldrar eru arfblendir, um aðra er erfitt að fullyrða. Þegar er búið að leita að sameiginlegu svæði á litningum 1,9,10,11,12 og 13 með markerum á 5-15 cM millibili. HEIMILDIR 1. Jensson Ó, Árnason A, Skaftadóttir I, Linnet H, Jónmundsson GK, Snorradóttir M. Læknablaðið 1983; 69: 35^41. 2. Mendelian Inheritance in Man. John Hopkins University, Baltimore, MD. MIM : 259700. 3. Ott J. Analysis of human genetic linkage. 2nd ed. Baltimore: John Hopkins University Press, 1991. V-10. Stökkbreytingagreining á p53 æxl- isbæligeninu í brjóstakrabbameinsæxl- um frá 1981-1983; athugun á horfum sjúklinga Sólveig Grétarsdóttir*, Laufey Tryggvadóttir**, Jón Gunnlaugur Jónasson***, Helgi Sigurðs- son****, Kristrún Ólafsdóttir***, Dagmar Lúð- víksdóttir***,BjarniA. Agnarsson***, Helga Ög- mundsdóttir*, Jórunn Erla Eyfjörð* Frá *Rannsóknarstofu KÍ ísameinda ogfrumulíf- frœði, **Krabbameinsskrá KÍ, ***Rannsókna- stofu HÍ í meinafrœði, ****krabbameinslœkn- ingadeild Landspítalans Algengustu breytingar sem greinast í brjósta- krabbameinsæxlum er afbrigðilegt p53 og hefur það verið tengt slæmum horfum sjúklinga. Fyrri rannsókn okkar byggð á athugunum á ferskum æxlisvef, frá árunum 1987-1990, sýndi að brjósta- krabbameinslifun var marktækt lægri hjá sjúk- lingum með gallað p53 miðað við sjúklinga með eðlilegt p53. Markmið þessarar rannsóknar var að stækka úrtakið og fara lengra aftur í tímann. Til þess fengum við sýni úr tæplega 200 brjósta- krabbameinsæxlum sem greindust á árunum 1981-1983 og varðveitt eru í paraffínkubbum í Dungalssafni. Annarsvegar var framkvæmd p53 stökkbreytingagreining, á exon 5-8, með svo- nefndri CDGE aðferð (Constant Denaturant Gel Electrophoresis) en hinsvegar var greind af- brigðileg uppsöfnun p53 í frumukjama með DO-7 mótefnalitun. P53 stökkbreytingagreining hefur ekki verið gerð áður á svo stóru úrtaki af festum vef. Niðurstöður okkar sýndu að æxli sem greind- ust með afbrigðilegt p53 reyndust vera illvígari með tilliti til sérhæfingar og frumufjölgunar. At- hugun á horfum sjúklinga í þessu úrtaki sýndi að stökkbreytt p53 gen og/eða jákvæð mótefnalitun hafði ekki marktæk áhrif á heildarlifun, brjósta- krabbameinslifun eða sjúkdómsfríalifun. Hins- vegar kom fram marktækur munur á lifun með tilliti til p53 hjá einstaklingum þar sem sjúkdóm- urinn tók sig upp aftur (post-recurrence survival). Niðurstöður okkar benda til þess að æxli með afbrigðilegt p53 svari meðferð verr en æxli með eðlilegt p53. V-ll. Kortlagning meingens og raflífeðl- isfræði arfgengrar sjónu- og æðuvisnun- ar Ragnheiður Fossdal*, Friðbert Jónasson**, Loft- ur Magnússon***, Pór Eysteinsson****, Ólafur Jensson* Frá *sameindalíffrœðideild Landspítalans, **augndeild Landspítalans, ***Augnlœknastofa, v/Mýrarveg, Akureyri, ****Lífeðlisfrœðistofnun Hí Inngangur: Arfgeng sjónu- og æðuvisnun (MIM08985) er sjaldgæfur augnsjúkdómur með ríkjandi ókynbundinn erfðahátt (1). Sjúkdómur- inn einkennist af svæðisbundinni rýrnun á sjónu út frá sjóntaugarenda ásamt fækkun á æðum í æðu sem ágerist með aldrinum. Með tengslagreiningu hefur tekist að staðsetja meingen sjúkdómsins á litning llpl5 í annarri af tveimur fjölskyldum á íslandi með sjúkdóminn (2). Markmið rannsókn- anna er að kortleggja meingen sjúkdómsins ásamt því að varpa ljósi á starfrænar breytingar í auga. Aðferðir: Tengslagreining við fleiri DNA erfðamörk á llpl5 og tengslamisvægi, það er tíðni samsæta sem erfast með svipgerð sjúkdómsins borin saman við tíðnina í viðmiðunarhópi, voru notuð til nánari staðsetningar á meingeninu. Raf- lífeðlisfræði (mynstur-ERG, sjónhrifrit) var beitt til að meta ástand miðgrófar og sjóntaugar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.