Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 71

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Blaðsíða 71
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 71 Lófakreppa, fibromatosis eða Dupuytrens sjúkdómur, einkennist af fibromalíkum hnúðum í bandvefsslíðri í lófum og iljum og getur leitt til bandvefsþykknunar og síðan kreppu. Orsök sjúk- dómsins er óþekkt þótt oft sé um ættlæga tilhneig- ingu að ræða (MIM126900). Hann finnst aðallega hjá íbúm Norður-Evrópu og sú kenning hefur verið sett fram að lófakreppa sé algengastur erfðasjúkdóma sem leggst á bandvef. Okyn- bundnar ríkjandi erfðir með breytilegri sýnd þyk- ir skýra erfðamunstur í þessum sjúkdómi. Hér er lýst stórri fjölskyldu með lófa- og ilja- kreppu í að minnsta kosti þrjá ættliði. Litningar voru skoðaðir úr bandvefshnútum úr iljum fjöl- skyldumeðlima eftir hefðbundna frumuræktun. DNA var fjölfaldað með keðjumögnun, merkt með geislavirku P32 og rafdregið. Erfðamynstur í þessari fjölskyldu líkist ríkjandi erfðum með hárri sýnd. Konur og karlar virðast jafn útsett fyrir sjúkdómnum og einstaklingar sem vinna létt skrifstofustörf fá sjúkóminn ekki síður en erfiðisvinnumenn. Litningarannsókn á band- vefshnúðunum sýnir tíglun með eðlilegri og óeðli- legum frumulínum. Brottfall á kynlitningum og þrístæða 8 eru áberandi. DNA rannsókn sýndi merki um óstöðugleika í erfðaefninu sem kom fram sem fjölgun samsæta við fjölföldun. Rannsókn þessi styður þá kenningu að erfða- þættir geti skipt verulegu máli í lófa- og ilja- kreppu. Óstöðugleiki í erfðaefninu virðist skipta þar verulegu máli. Rannsóknir á bandvefshnútum frá einstakling- um sem ekki hafa jafn áberandi fjölskyldusögu stendur yfir og mun varpa ljósi á hvort þessi breytileiki er eingöngu bundinn við þessa fjöl- skyldu eða finnst almennt í sjúkdómnum. V-17. Meðgönguháþrýstingur, fylgni við erfðamörk á litningi 7q Reynir Arngrímsson, Hayward C, Nadaud J, Walker J, Liston W, Brock D, Reynir Tómas Geirsson, Connor M, Soubrier F Frá kvennadeild Landspítalans, Glasgow Há- skóla, Háskólanum í Edinburgh, Inserm U. 358, París, St. James Háskólasjúkrahúsinu Leeds Fjölskyldutilhneiging í meðgönguháþrýstingi er þekkt, en erfðamynstur sjúkdómsins er flókið og bendir til samspils erfða og umhverfis. Við leit að áhættugenum í slíkum sjúkdómum er gjarnan notast við erfðalíkan sem líkist samspili erfðaþátt- anna sem auka líkur á veikindum. Auk þess má meta hve oft skyldir einstaklingar hafa sömu erfðamörk. Til dæmis eru 50% líkur á að systkini beri sömu erfðamörk frá öðru foreldrinu. I hópi veikra systkinapara eða annarra skyldra einstak- linga má því leita að fráviki frá væntanlegu gildi og þegar slíkt gerist er líklegt að á viðkomandi litningasvæði sé áhættugen. Pessari aðferð hefur verið beitt í meðgöngueitrun og skoðuð litninga- svæði sem líkleg áhættugen liggja á eins og til dæmis genið fyrir eNOS, en hömlun á þessum hvata í dýratilraunum leiðir til sjúkdóms sem lík- ist meðgöngueitrun. DNA sýni voru einangruð úr 50 fjölskyldum frá Islandi og Skotlandi og arfbreytileiki á meðal erfðamarka á litningi 7q athugaður með keðju- fjölföldun og rafdrætti. Við mat á fráviki frá vænt- anlegum erfðum á samsætum í fjölskyldunum voru notuð ýmis erfðalíkön og systkinaparaút- reikningar. Stuðst var við tölvuforritin FAST- LINK, SIBPAIR og TDT við útreikningana. Erfðamörk á 4 cM bili á litningi 7q sem liggja umhverfis og innan eNOS gensins sýndu mark- tækt frávik á erfðum á samsætum á meðal veikra systra (p<0,001-0,05). Lod stuðull var hæstur á D7S505 sem liggur 2cM frá geninu og sveiflaðist frá 2,54-4,03 við mismunandi erfðalíkön. TDT sýndi sterkasta fylgni við samsætur í geninu sjálfu. Meira frávik sást hjá skoskum systrum. Niðurstöðurnar benda til að áhættugen vegna meðgöngueitrunar liggi á litningi 7q35, en ekki hafa verið sönnuð orsakatengsl. Vinna þarf að kortlagningu samsæta innan eNOS sem nota má við mat á fylgni milli arf- og svipgerðar og áhættu á sjúkdómnum. V-18. Áhættur við legvatnsástungu auk- ast með styttri meðgöngulengd Reynir T. Geirsson*, Rannveig Pálsdóttir*, Þóra F. Fischer*, María Hreinsdóttir*, Jóhann H. Jó- hannsson** Frá *kvennadeild Landspítalans, **Rannsókna- stofu HÍ í meinafrœði Inngangur: Nýlegar rannsóknir benda til þess að meiri hætta sé á fósturláti eftir legvatnsástungu en áður var talið. Ástungur voru venjulega gerðar við 16-17 vikna meðgöngu en með batnandi tækni, meðal annars ómstýringu á ástungunni, hefur tilhneiging verið í þá átt að gera ástungur fyrr. Áhrif breytinga á ástungutíma og ómstýr- ingu voru könnuð. Aðferðir: Áhættur við og eftir legvatnsástungu voru athugaðar á tveimur tveggja ára tímabilum, þar sem á fyrra tímabilinu átti að gera flestar ástungur við 16-17 vikna meðgöngu án beinnar ómstýringar (einn læknir og annar til afleysinga) en á því síðara við 14-15 vikna meðgöngu með ómstýringu (tveir læknar skiptu verkum). Að öðru leyti var aðferðum ekki breytt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.