Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Síða 76

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Síða 76
76 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 tíni er algeng í munnslímhúð án illkynja breyt- inga. Þess vegna er nauðsynlegt að gera stökk- breytingagreiningu til þess að geta túlkað niður- stöðurnar frekar og verður það gert í næsta áfanga þessarar rannsóknar. Tjáning á p53 í eðlilegri munnslímhúð er mjög athyglisverð í ljósi líklegs hlutverks p53. V-28. Samanburður á litningagreiningu, sameindaerfðafræðilegri athugun og flæðifrumugreiningu á brjóstakrabba- meini. Tengsl við p53 breytingar? Rut Valgardsdóttir*, Margrét Steinarsdóttir**, Kesara Anamthawat-Jónsson**, Ingibjörg Pét- ursdóttir*, Jón Gunnlaugur Jónasson***, Helgi Sigurðsson****, Helga Ögmundsdóttir*, Jórunn E. Eyfjörð* Frá *Rannsóknarstofu KÍí sameinda og frumulíf- frœði, ** Rannsóknastofu HÍ í meinafrœði, litn- ingarannsóknadeild, ***Rannsóknastofu HI í meinafrœði, ****krabbameinslœkningadeild Landspítalans Erfðafræðilegur óstöðugleiki hefur verið tengdur breytingum í p53 geni. Rannsóknir hafa sýnt að p53 prótínið er mikilvægt í viðbragði frumunnar við skemmdum á erfðaefninu. Pað stjórnar því að fruman stöðvar frumuhringinn, gerir við erfðaefnið og/eða deyr stýrðum frumu- dauða (apoptosis). Við mat á þessum óstöðug- leika hefur verið beitt mismunandi nálgunum; litningagreiningu (G-böndun), flæðigreiningu (flow cytometry analysis), flúrlitun litninga (fluorescent in situ hybridisation, FISH) og ýms- um sameindaerfðafræðilegum aðferðum. En skyldu aðferðirnar sem notaðar eru til að rann- saka erfðabreytingar vera sambærilegar eða bæta þær hverja aðra upp og hver eru tengslin við p53 stökkbreytingar? Til að svara þessu höfum við skoðað erfða- fræðilegar breytingar í 86 brjósta-krabbameins- æxlum með litningagreiningu, FISH á litningum 1, 3, 16 og 17, flæðigreiningu og sameindafræði- legri athugun á samsætu-óstöðugleika (allelic im- balance) á litningum 7q, 16q, 17p og 17q. Við höfum einnig gert stökkbreytingagreiningu á p53 geninu í sömu æxlum og óstöðugleikinn var skoð- aður í og athugað hvort tengsl væru þar á milli. Samanburður á aðferðunum hefur leitt í ljós að í flestum tilfellum gefa þær sambærilegar niður- stöður en jafnframt bæta þær hver aðra upp. Mis- ræmi á milli aðferðanna má að hluta til skýra með eðli þeirra, það er kostir einnar aðferðar liggja í því sem er galli annarrar. Þá skiptir misleitni æxl- anna einnig máli, því frumurnar í æxlunum eru ekki allar erfðafræðilega eins, og aðferðirnar ná misjafnlega að lýsa því. Að öllu samanlögðu greinist erfðafræðilegur óstöðugleiki í 85% æxlissýnanna með einni eða fleiri aðferðum. Niðurstöðurnar benda einnig til þess að p53 breytingar auki á þennan óstöðug- leika í brjóstakrabbameinsfrumum og tengist sér- staklega meiriháttar breytingum þar sem við finn- um marktæk tengsl á milli p53 breytinga og flók- inna litningabreytinga og magnana (hsr). V-29. Viðbrögð bandvefsfrumna í rækt við súrefnisleysi Ágústa Þóra Jónsdóttir, Örvar Þór Jónsson, Helga M. Ögmundsdóttir Frá Rannsóknarstofu KÍ í sameinda- og frumulíf- frœði í fjölfruma lífveru er jafnvægi á milli lífs og dauða frumna mjög mikilvægt í viðhaldi og þrosk- un lífverunnar. Ef þetta jafnvægi raskast getur það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, svo sem krabbamein. Viðbrögð heilbrigðra frumna við óhagstæðum aðstæðum, svo sem súrefnis- skorti, felast í því að fruman reynir að koma í veg fyrir skemmdir á erfðaefni sínu, annað hvort með því að stöðvast í hvíldarfasa frumuhrings (Gl), eða eyða sjálfri sér (apoptosis). Æxlisbæligenið p53, sem oft er stökkbreytt í illkynja frumum, gegnir lykilhlutverki í þessum viðbrögðum. í krabbameinsæxlum verður oft súrefnisskortur og komið hefur í ljós að melanoma frumur sem rækt- aðar voru í súrefnisleysi urðu fjórlitna. Við höfum kannað í rækt áhrif súrefnisleysis á eðlilegar bandvefsfrumur úr mönnum. Gerð var líftalning með trýpan bláu, stýrður frumudauði mældur með TUNEL aðferð, litningagreining var gerð á hefðbundinn hátt, tjáning á p53 var metin með mótenfalitun og framleiðsla á æðavaxtar- þættinum VEGF var mæld með ELISA aðferð. Frumur voru hafðar í súrefnisleysi í allt að sjö vikur og áhrifin athuguð á eins til tveggja vikna fresti. Fyrstu vikurnar í súrefnisleysi fækkaði frumunum nokkuð en svo er eins og frumurnar aðlagist og frumufjöldi standi í stað eða jafnvel aukist eftir fjórar til sex vikur. Ekki er áberandi munur á stýrðum frumudauða í súrefnisleysi í samanburði við rækt í andrúmslofti. Fyrstu niðurstöður litningagreiningar benda til að frumurnar hafi tilhneigingu til að verða fjór- litna í súrefnisleysi. Seytrun á VEGF hófst þegar á fyrstu klukkutímum í súrefnisleysi. Eftir er að vinna úr athugun á p53 tjáningu. Bandvefsfrumur virðast því svara súrefnisleysi fyrst og fremst með snemmkominni framleiðslu á æðahvetjandi þætti og stöðvun á frumuhring.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.