Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Page 83

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Page 83
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 83 natríumkarboxýmetýlcellulósa (NaCMC) og hýdroxýmetýlprópýl-cellulósa (HPMC). Míkró- húðað var með úðaþurrkunartækni sem byggist á því að míkróníseruðu lyfi er dreift í lausn af húð- unarefninu og blöndunni síðan úðað inn í þurrk- geymi þar sem hún mætir heitum loftstraumi. Stærðardreifing míkróhúðuðu agnanna var lítil en meðalkornastærðin var á bilinu 3-8 pm. Lögun míkróhylkjanna svo og stærðardreifing þeirra var háð húðunarefninu sem notað var. Vermisgrein- ing sýndi að ekki hafði orðið breyting á kristal- gerð steranna við míkróhúðunina. Leysnihraði allra steranna jókst eftir míkróhúðun með vatns- leysanlegri fjölliðu. Hversu mikil aukning var í leysnihraða fór eftir magni og tegund húðunar- efnis. Stöðugleikarannsóknir sýndu að leysnieig- inleikar lyfjanna voru óbreyttir eftir eins árs geymslu. Niðurstöðurnar sýna að hægt er að auka leysni- hraða torleysanlegra lyfja með míkróhúðun með vatnssæknum fjölliðum. V-44. Cýanhýdrin glýkósíðar einangr- aðir úr Passiflora plöntutegundum Elín S. Ólafsdóttir, Elísabet Þorgeirsdóttir, Ingi- björg Gylfadóttir Frá lyfjafrœði lyfsala, lœknadeild HÍ Inngangur: Cýanhýdrin glýkósíðar með cýk- lópenten aglýkon hafa takmarkaða útbreiðslu og hafa aðeins fundist í fimm náskyldum plöntuætt- um. Plönturnar framleiða iðulega blöndu af rúm- hverfum þessara efnasambanda og bendir það til ákveðinnar ósérhæfni ensíma í lífsamtengingu þeirra. Cýklópenten cýanhýdrin glýkósíðar eru því áhugaverð efnasambönd fyrir margra hluta sakir. Hugsanlegt er að nota megi hreinar rúm- hverfur þeirra sem upphafsefni við framleiðslu ýmissa efna sem hafa cýklópenten hring, til dæmis prostaglandína og pentenómýcín sýklalyfja. I öðru lagi eru þau áhugaverð með tilliti til rann- sókna á sérhæfni ensíma í lífsamtengingu þeirra og í þriðja lagi eru þau mikilvæg greiningartæki við flokkun plantna vegna takmarkaðrar út- breiðsla sinnar. Þekking á útbreiðslu og bygging- argerðum er forsenda ítarlegri rannsókna á þessu sviði. Tilgangur rannsóknanna er að einangra, hreinsa og bera kennsli á cýanhýdrin glýkósíða úr plöntum af ættinni Passifloraceae. Unnið var með þrjár plöntutegundir; Passiflora vespertilio, Passiflora indecora og Passiflora apetala. Aðferðir: Plönturnar voru úrhlutaðar með 80% metanóli og extraktið hreinsað meira með vökvaskiljun á kísilgelsúlu (MPLC). Meiri upp- hreinsun á glýkósíðunum fór fram með HPLC- vökvagreiningu og Rl-skynjun. Hrein efni voru síðan skoðuð með NMR-greiningu ('H- og 13C- NMR) og sannkennsli þeirra staðfest með NMR- greiningu á acetat-afleiðum þeirra. Niðurstöður: Plönturnar P. vespertilio, P. ind- ecora og P. apetala reyndust allar innihalda sömu þekktu tvísykruna, sem aðeins hefur fundist í tveimur tegundum plantna áður. Þessi tvísykra nefnist passibiflorin og hefur cýklópenten ag- lýkon með tveimur sykrum tengdum á súrefni í stöðu 1 og 4. Glúkósa er tengd við stöðu 1 og sjaldgæf 6-deoxý-gúlópýranósíð sykurleif við stöðu 4. Passibiflorin hefur nú fundist í fimm plöntuteg- undum, og virðist því vera nokkuð útbreitt í Pass- ifloraceae ættinni. V-45. Lípoxýgenasa-hemill úr fléttunni Thamnolia subuliformis Kristín Ingólfsdóttir*, Margrét Birgisdóttir*, Wiedermann B**,Wagner H** Frá *lyfjafrœði lyfsala HÍ, **Institut fur Phar- mazeutische Biologie, LMU, Miinchen Tvíhringja fenólsambönd, svokölluð depsíð og depsídón, eru algeng annars stigs efni (secondary metabolites) í fléttum. Með hliðsjón af efnabygg- ingu eru slík efni áhugaverð til prófunar gegn verkun á efnaskipti arakídonsýru, meðal annars gegn verkun ensímanna cyklóoxygenasa, sem hvatar ummyndun arakídonsýru í prostaglandín (PGE2, PGF2a, og fleiri) og gegn verkun lípoxý- genasa, sem hvatar myndun leukótríen sambanda (LTA4, LTB4, LTC4, LTD4, og fleiri) úr arakí- donsýru. Baeomycesín sýra, sem efnafræðilega telst til (3-depsíða, var einangruð úr ormagrösum, Thamnolia subuliformis. Eins og aðrar fléttur myndast ormagrös við sambýli svepps og þörungs. Staðfesting á hrein- leika baeomycesín sýru og efnabyggingu var feng- in með notkun TLC, IR, ‘H og 13C NMR tækni sem og massagreiningu. In vitro áhrif baeomyces- ín sýru á verkun cyklóoxygenasa, sem einangrað- ur var úr sáðblöðru hrúta, voru prófuð sem og áhrif á verkun 5-lípoxýgenasa, sem einangraður var úr fersku svínablóði. Niðurstöður sýndu að baeomycesín sýra hafði öfluga, sérhæfða hemlandi verkun á 5-lípoxýgen- asa án þess að hafa áhrif á cyklóoxygenasa. í ljósi orsakaþátts leukótríen sambanda í öndunarfæra- og bólgusjúkdómum meðal annars er í framhaldi áhugavert að kanna áhrif baeomycesín sýru á leu- kótríenmyndun í einangruðum líffærum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.