Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Page 84

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Page 84
84 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 V-46. Klínískt mat á hýdrókortisón- munnskoli (Dexocort®) PeterHolbrook*, Þórdís Kristmundsdóttir**, Þor- steinn Loftsson** Frá *tannlœknadeild HÍ, **lyfjafrœði lyfsala HÍ Oft hefur reynst erfitt að nota stera til að með- höndla slímhúðarsjúkdóma í munni, sérstaklega ef um er að ræða stór svæði. Þróað hefur verið hýdrókortisónmunnskol (Dexocort®, Lyfjaversl- un Íslands hf.), sem menn telja að sé hentugt fyrir sjúklinga. Lausnin inniheldur hýdrókortisón (0,3% w/v) í 4,5% (w/v) 2 hýdroxýprópýl-P-cyk- lódextrín lausn. Hýdroxýprópýlmetylcellulós (0,5% (w/v) var notað til að auka seigju lausnar- innar og auka virkni hýdrókortisón-cyklódextrín efnasambandsins. Eitt hundrað og tveir sjúklingar með munnang- ur, lichen planus (flatskæning) og önnur einkenni í slímhúð notuðu munnskolið í rannsókn, sem kanna átti hve áhrifaríkt lyfið reyndist klínískt. Flestir sjúklinganna lýstu umtalsverðum bata eftir tveggja vikna munnskolsmeðferð. Tuttugu og sex sjúklingar af 33 (78%) með munnangur sögðust vera „miklu betri“, 26 af 54 (48,1%) sjúk- linga með flatskæning og fimm af 16 (31,3%) sjúk- lingum með önnur sjúkdómseinkenni á slímhúð. Enginn sjúklinganna kvartaði undan aukaáhrif- um af meðferðinni. Munnskolslausnir eru fýsilegur kostur við stað- bundna sterameðferð á sárum á munnslímhúð. V-47. Lyfjagjöf til heila framhjá blóð- heila hemli Sveinbjörn Gizurarson, Tryggvi Þorvaldsson Frá lyfjafrœði lyfsala HÍ Almennt er mjög erfitt að koma lyfjum inn í heila vegna blóð-heila hemils sem samanstendur af þétttengdum æðaþelsfrumum, þöktum glia frumum. Lyf sem komast frá blóði yfir í heila hafa því ferðast í gegnum bæði frumulögin en mörg lyf hafa ekki þá eiginleika sem til þarf. Lyf sem eiga að komast yfir í heila- og mænuvökva þurfa jafn- framt að komast yfir svokallaðan blóð-mænu- vökva þröskuld sem samanstendur af ependyma frumum í plexus choroideus, þær frumur virka á svipaðan hátt og þekjufrumur í nýrnagöngum. Lyktarsvæðið hefur að ýmsu leyti valdið vand- ræðum vegna þess að örverur geta komist frá því yfir til heila. Ymsar örverur er sýkja taugakerfið eða valda heilahimnubólgu berast með úða á lykt- arsvæðinu og komast þaðan með lyktarþráðunum til heila. Einnig er vitað að sníklar geta nýtt sér þessa leið yfir í heila og valdið lífshættulegum sjúkdómum eins og ferskvatnssníkillinn Naegleria fowlerí sem veldur dauða um 72 klukkustundum eftir að einkenni smitunar koma fram. Rannsóknir okkar hafa stutt þá tilgátu að hægt sé að koma lyfjum framhjá blóð-heila hemli, það er frá lyktarsvæði og yfir til heila. Frásog til heil- ans frá lyktarþekju á sér stað mjög hratt og þéttn- in í heila verður mun fyrr en hefði lyfið þurft að fara yfir blóð-heila hemilinn. Verið er að kanna notagildi þessarar lyfjaleiðar fyrir krabbameins- lyf, svo og önnur lyf sem þurfa að verka í heila en komast ekki þangað vegna blóð-heila hemilsins. Ef þessi lyfjaleið reynist raunhæf er um að ræða nýjar dyr að heilanum sem ekki hafa verið nýttar áður. Verkefnið hefur því bæði hagnýtt og fræði- legt gildi. V-48. Insúlínviðbót við töflumeðferð hjá insúlínóháðum sykursjúkum Svana Steinsdóttir*, Þórir Helgason**, Ástráður B. Hreiðarsson*,** Frá *lyfjafrœði lyfsala HÍ, **göngudeild sykur- sjúkra Landspítalanum Þrátt fyrir meðferð með töflum og áherslu á rétt mataræði hjá insúlínóháðum sykursjúkum næst ekki alltaf viðunandi blóðsykurstjórnun, einkum þegar fram líða stundir. A síðustu árum hefur verið sýnt fram á að minnka megi nýmyndun glúkósu frá lifur þessara sjúklinga með því að bæta litlum skammti af langvirku insúlíni við töflumeðferðina. Fram til 1995 höfðu 67 insúlínóháðir sykursjúk- ir hafið insúlínmeðferð sem viðbót við töflumeð- ferð á göngudeild sykursjúkra. Hjá 57 þeirra (27 konum og 30 körlum), að meðalaldri 63,5±14,3 ár, var mögulegt að meta árangur meðferðarinn- ar. Allir höfðu verið á meðferð með súlfónýlúrea lyfjum, en um 80% á metformíni. Fjörutíu og þrír sjúklingar voru á samhliða meðferð með súlfónýl- úrea og metformíni. Insúlínmeðferð var hafin að meðaltali 10 árum eftir greiningu sjúkdómsins og oftast með insulat- ardi gefnu um klukkan 22. Meðal byrjunar- skammtur var 11,8 einingar (8-16 einingar) en meðal núverandi skammtur var 13,4 einingar (6- 36 einingar). Sjúklingar höfðu að meðaltali verið á insúlínmeðferð í tvö og hálft ár (innan við eitt til sjö ár). Alls höfðu 17,5% viðvarandi eggjahvítumigu, 37% háþrýsting, 30% merki um úttaugaskaða og 39% augnbotnabreytingar. Meðaltalsblóðsykur (random) við byrjun insú- línmeðferðar var 14,2±33 og lækkaði í 9,7±3,7 mmól/L (P<0,01) við fyrstu endurkomu og hélst óbreyttur við síðustu komu á deildina það er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.