Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Síða 85

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Síða 85
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 85 9,6±2,9 mmól/L. HbAlc var tiltækt fyrir og eftir insúlínmeðferð hjá einungis 26 sjúklingum. Það var 8,9±1,5 (viðmiðunargildi: 4,9-5,9), og lækk- aði í 8,0±1,5% (P<0,05) í byrjun en var hins vegar 8,9±2,7 við síðustu komu. Þyngd hélst óbreytt, var 74,0±16,6 fyrir insú- línmeðferð og við síðustu komu 74,9±16,8 kg. Ekki komu fram blóðsykurföll sem kröfðust utan- aðkomandi hjálpar. Niðurstaða: Insúlínmeðferð sem viðbót við töflumeðferð lækkaði þannig blóðsykur um 33% bæði til skamms og langs tíma hjá insúlínóháðum sykursjúkum. Aðeins var hægt að meta langtím- astjórnun með HbAlc hjá tæplega helmingi sjúk- linga. Langtímastjórnun þeirra batnaði í byrjun en síðar sótti í sama farið. Þyngd var óbreytt og blóðsykurföll voru ekki vandamál. V-49. Meðgöngur sykursjúkra kvenna hafa gengið vel á íslandi Reynir T. Geirsson*, Þórir Helgason**, Ástráður B. Hreiðarsson**, Hróðmar Helgason*** Frá *kvennadeild, **göngudeild sykursjúkra, ***Barnaspítala Hringsins Landspítalanum Inngangur: Svonefnd St. Vincent yfirlýsing Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar miðar að því að meðganga sé ámóta örugg fyrir móður og barn hjá sykursjúkri konu og heilbrigðum konum. Arang- ur meðferðar sykursjúkra kvenna sem gengu með 116 vikur og voru með sykursýki eða skert sykur- þol í meðgöngu var metið fyrir allt landið á síð- ustu 15 árum. Aðferðir: Upplýsingar um konur með sykur- sýki eða skert sykurþol á meðgöngu fyrir árin 1981-1995 fengust úr fæðingaskráningunni, skrá göngudeildar sykursjúkra og sjúkra- eða mæðra- skrám. Svo til allar komu í eftirlit á Landspítal- ann, en fáeinar á Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri. Atriði varðandi meðgöngu, fæðingu og feril barnanna og White flokkun sykursýkinnar voru skráð. Niðurstöður: Fædd börn á tímabilinu voru 64.968. Konur með insúlínháða eða insúlínóháða sykursýki og skert sykurþol voru 108 og áttu 144 börn í 143 fæðingum. Tvö börn dóu í móðurkviði vegna fósturfylgjuþurrðar og vaxtarseinkunar, annað 1981 en hitt 1983. Eitt barn dó níu daga gamalt árið 1981 vegna vanþroska á vinstri slegli hjartans. Sé það talið var burðarmálsdauði 21 barn á 1000. Ekkert barn hefur látist frá 1983 eða í 12 ár. Móðir dó 1987 við 34 vikna meðgöngulengd vegna alvarlegrar sýkingar og hjartastopps eftir að hún hafði lamast í löngu dái af völdum lágs blóðsykurs. Barnið bjargaðist og hefur dafnað vel. Sjö börn voru með hjartagalla (4,9%) og þrjú með hjartasjúkdóm. Önnur börn en það sem dó 1981 lifðu og heilaðist vel eftir aðgerðir eða sér- hæfða meðferð. í einu tilviki reyndist heilaleysi við venjubundna 19 vikna ómskoðun. Fóstureyð- ing var framkvæmd. Engir aðrir alvarlegir fylgi- kvillar urðu hjá mæðrum eða börnum. Af konun- um féll 61 í White flokk A (43%). Af þeim sem voru insúlínháðar voru 29 í flokki B (35%), 20 í C (24%), 18 í D (22%), ein í E, níu í F (11%) og fimm í flokki R (6%). Eðlileg fæðing varð hjá 64%. Af konum í flokki A fæddu tvær af hverjum þremur eðlilega, hinar með keisaraskurði. Gangsetning fæðingar var viðhöfð hjá meirihluta kvennanna. Fjölgun varð á eðlilegum fæðingum með árunum, en einnig styttust og fækkaði inn- lögnum jafnframt því að eftirlit með blóðsykur- stjórnun og heilbrigði fósturs jókst. Alyktun: Arangur meðferðar sykursjúkra kvenna í meðgöngu er góður á Islandi og mark- mið St. Vincent yfirlýsingarinnar virðast hafa náðst eins vel og vænta má. V-50. Samanburður á kýlaveikibóluefn- um Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir, Sigríður Guð- mundsdóttir Frá Tilraunastöð HÍ í meinafrœði að Keldum Kýlaveikibróðir af völdum Aeromonas salmon- icida undirtegundar achromogenes (Asa) er sá bakteríusjúkdómur sem mestum skaða hefur valdið í íslensku fiskeldi..Sjúkdómurinn hefur verið greindur í villtum laxfiskum og þorski hér við land. Klassísk kýlaveiki af völdum A. salmon- icida undirtegundar salmonicida (Ass) einangr- aðist í fyrsta sinn á Islandi sumarið 1995 úr laxi úr Elliðaánum. Rannsóknir'hafajiýnt að sýkiþættir stofna Asa og Ass eru nokkuð mismunandi. Fyrstu árangursríku kýlaveikibóluefnin (Ass) komu á markað árið 1991. Bóluefni gegn kýla- veikibróður eru ekki enn til á almennum markaði en íslenskir fiskeldismenn hafa bólusett laxfiska með sérlöguðu (autogenous) sprautubóluefni, IBOO, frá 1992. Kannað var hvort IBOO verði lax einnig gegn kýlaveiki og jafnframt hvort Biojec.1500 verði lax gegn kýlaveikibróður. BioMed, Inc. USA fram- leiddi bæði bóluefnin sem innihalda sama ónæm- isglæðinn. Fjórir hópar laxaseiða (500 seiði í hópi) voru bólusettir með eftirfarandi: saltdúalausn, IBOO. Biojec.1500 eða blöndu beggja bóluefna. Eftir bólusetningu var seiðunum jafnað í átta eld- isker og þau alinn þar áfram. Sýkingatilraunir voru gerðar 12 vikum frá bólusetningu og fylgst með dauða í fjórar vikur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.