Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Page 90

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Page 90
90 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á lífsfer- il og smitleiðir þessa sníkjudýrs í hafinu við ísland og rannsaka nánar sýkingar í þorskfiskum. Leitað var að fullorðinsstigi ögðunnar í melt- ingarvegi 34 skötusela sem veiddir voru á út- breiðslusvæði skötusels suður af landinu árið 1995. Leitað var að hjúplirfum í heilabúi og í taugum í uggum í 90 ýsum sem veiddar voru á nokkrum svæðum suður og vestur af landinu sum- arið 1996. Fullorðinsstig P. gracilescens fannst í 33 af 34 skötuselum (97% sýkingartíðni). Fjöldi agða í hverjum fiski var á bilinu 1-14.400 og meðalfjöldi 1.475 ögður. Heildarsýkingartíðni hjúplirfa í ýsu var há, eða 83%, en var mismunandi eftir svæð- um. Meðalfjöldi lirfa var sem hér segir: í heila 35 (dreifing 0-200), í bakugga 75 (0-600), í raufar- ugga fimm (0-40) og í sporðugga 210 (0-1.440) í hverjum sýktum fiski. Sýkingar voru einnig oft áberandi á styrtlusvæðinu. Miklar sýkingar hjúp- lirfa i uggum og í styrtlu ýsu vekja athygli en erlendis hefur aðeins í undantekningartilvikum verið greint frá sýkingum í uggum þorskfiska. Fundur ögðunnar P. gracilescens í fiskum hér við land eykur þekkt útbreiðslusvæði tegundar- innar. Há sýkingartíðni í fiskum, bæði í lokahýsli (skötusel) og í þorskfiskum (ýsu) sýnir að smitun- in verður í hafinu við landið. Áframhaldandi rannsóknir munu meðal annars beinast að því að finna fyrsta millihýsil ögðunnar hér við land. V-61. Sníkjuormar (ögður) í meltingar- vegi nokkurra máfategunda á íslandi Matthías Eydal*, Brynja Gunnlaugsdóttir*, Drop- laug Ólafsdóttir** Frá *Tilraunastöð HÍ í meinafrœði að Keldum, **Hafrannsóknastofnun Máfar (Laridae) eru hýslar margra ormateg- unda, þar á meðal lokahýslar agða (Digenea) sem hafa ýmsa hryggleysingja og fiska í sjó og vötnum sem millihýsla. Lítið er vitað um orma í máfum hér á landi. Markmið þessa verkefnis er að kanna hvaða ormategundir finnast í meltingarvegi máfa hér á landi. Á árunum 1993-1994 var safnað innyflum úr bjartmáfum (Larus glaucoides), hvítmáfum (L. hyperboreus), silfurmáfum (L. argentatus), sflamáfum (L. fuscus) og svartbökum (L. mar- inus), samtals úr 56 fuglum. Ormar í meltingar- vegi fuglanna eru taldir og greindir til tegunda. Hér verður greint frá niðurstöðum er varða ögðusýkingar í máfunum, en úrvinnslu á öðrum flokkum orma er ekki lokið. Ein eða fleiri ögðu- tegundir fundust í 42 (75%) máfanna. Crypt- ocotyle lingua fannst í öllum máfategundunum, í 71% svartbaka, 67% silfurmáfa, 47% sílamáfa, 35% livítmáfa og í 33% bjartmáfa. Fjöldi C. ling- ua agða í hverjum fugli var á bilinu 1-163. Micro- phallus sp. fannst í öllum máfategundunum, í 100% silfurmáfa, 76% hvítmáfa, 64% svartbaka, 33% bjartmáfa og í 11% sflamáfa og var fjöldi agða á bilinu 1-2370. Himasthla elongata fannst einungis í silfurmáfum (100% tíðni) og hvítmáfum (79%) og var fjöldi orma á bilinu 1-170. Að auki fundust í sflamáfum þrjár ögðutegundir sem ekki var unnt að tegundagreina nákvæmlega, þar á meðal blóðagða (Schistosomatidae) af ættkvísl- inni Ornithobilharzia. Ögðutegundirnar höfðu ekki verið skráðar fyrr í fuglum hér við land. Lífsferlar þeirra inni- halda allir millihýsla (hryggleysingja og fiska) úr fjöru eða grunnsævi. Munur á tíðni ögðusýkinga milli máfategunda er sennilega vegna mismun- andi fæðuvals fuglanna. Vitneskja um tilvist ögðutegunda í fuglum hér við land getur stutt greiningu lirfa í hryggleysingjum og fiskum þar sem greiningareinkenni eru óljósari. V-62. Katta- og hundasníkjudýrasmit í sandkössum barna í Reykjavík og Kópa- vogi Karl Skírnisson, Heiðdís Smáradóttir Frá Tilraunastöð HÍ í meinafrœði að Keldum Nýlegar rannsóknir á sníkjudýrum íslenskra katta og hunda hafa leitt í ljós að í þeim eru fjórar eða fimm tegundir sníkjudýra sem jafnframt geta lifað í mönnum. Þær eru bogfrymillinn Toxo- plasma gondii en kynæxlun hans fer fram í kött- um, Cryptosporidium parvum sem getur sýkt bæði hunda og ketti, kattaspóluormurinn Tox- ocara cati sem lifir í köttum og hundaspóluormur- inn T. canis sem lifir í hundum. Ekki er útilokað að svipudýrið Giardia sp., sem nýlega fannst í köttum hér á landi, geti einnig fjölgað sér í mönn- um. Kettir hafa þá náttúru að grafa úr sér skítinn. Þegar frost er í jörðu sækja þeir einkum í að grafa skítinn í sandkassa sem ætlaðir eru börnum að leik. Haustið 1995 var leitað að ummerkjum um katta- og hundasníkjudýr í 32 sandkössum í Reykjavík og Kópavogi. Sandsýni (30 ml) voru tekin úr hverjum fermetra hvers sandkassa, alls 411 sýni. Jafnframt var leitað að skít á yfirborði sandkassanna og með því að sigta 5 lítra af sandi úr hverjum fermetra. Egg kattaspóluorms fundust í þremur sand- kössum (9%), egg spóluormsins Toxascaris leon- ina (sem ekki getur lifað í mönnum) fundust í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.