Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Síða 92

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Síða 92
92 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 V-65. Ytri sníkjudýr sauðfjár á íslandi Sigurður H. Richter*, Matthías Eydal*, Sigurður Sigurðarson** Frá *Tilraunastöð HÍ í meinafrœði að Keldum, **rannsóknum dýrasjúkdóma að Keldum Fjórar tegundir sérhæfðra ytri sníkjudýra sauð- fjár hafa fundist á Islandi. Pær eru fellilús (Bo- vicola (Damalinia) ovis), færilús (Melophagus ov- inus), fjárkláðamaur (Psoroptes ovis) og fóta- kláðamaur (Chorioptes ovis). Fjárkláðamaurinn veldur mestu tjóni. Fyrstu jtekktar heimildir sem benda til óværu á sauðfé á Islandi eru lýsingar á skæðum sjúkdóms- faraldri sem kom upp í sauðfé árið 1762 og breidd- ist út víða um land. Talið hefur verið að hann hafi verið af völdum fjárkláðamaura sem hafi komið með innfluttu sauðfé. Faraldurinn stóð í um 20 ár. Efasemdir hafa þó komið fram um hvort hann hafi verið af mauravöldum og ekki er heldur úti- lokað að maurarnir hafi verið fyrir í landinu. Af lýsingum virðist að þá þegar hafi verið í landinu fellilús og færilús. Arið 1856 kom upp „seinni fjárkláðinn“ sem var greinilega af völdum fjárkláðamaura, hugsan- lega fluttum inn með erlendu sauðfé. Sá faraldur stóð einnig í um 20 ár og hafa maurarnir æ síðan verið í landinu. Árið 1897 var fótakláðamaurinn fyrst greindur frá fjárkláðamaurnum hér á landi. í fyrri faraldrinum var einkum beitt takmörkun fjárflutninga og niðurskurði gegn sjúkdómnum en í seinni faraldrinum var farið að beita böðun í mauradrepandi efnum í stað niðurskurðar sem smám saman var hætt. Frá 1914 og þar til á síðari árum hefur árleg böðun verið lögbundin og síð- astliðna hálfa öld hefur íslandi verið skipt í varn- arhólf vegna smitsjúkdóma og fjárflutningur milli þeirra verið mjög takmarkaður. Tjóni hefur þannig verið haldið í skefjum. Samantekt síðustu 20 ára á sýnum, sem send hafa verið að Keldum til rannsókna á ytri sníkju- dýrum, bendir til þess að enn séu fjárkláðamaurar í að minnsta kosti fjórum varnarhólfum norðvest- anlands, fótakláðamaurar finnist víða, fellilýs finnist á afmörkuðu svæði á Austurlandi en færi- lúsum hafi verið útrýmt. V-66. Salmonella hópsýking á Ríkisspít- ulunum 1996 Karl G. Kristinsson*,**, Hjördís Harðardóttir*, Valgerður Hildibrandsdóttir***, Kristján Högna- son****, Sigríður Antonsdóttir**, Inga Teitsdótt- Frá *sýklafrœðideild, **sýkingavarnanefnd og ***eldhúsi Landspítalans, ****Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur Salmonella er ein algengasta orsök iðrasýkinga og getur valdið stórum hópsýkingum. Slíkar sýk- ingar hafa komið fyrir á sjúkrahúsum erlendis, en hefur ekki verið lýst á íslenskum sjúkrastofnun- um. í febrúar 1996 sýktust að minnsta kosti 124 einstaklingar af völdum S. enteritidis (phage type 4) þar af langflestir á Ríkisspítulunum. Fyrsta sýkingin var greind 27.02.96. Fljótlega varð ljóst að um stóra hópsýkingu var að ræða. Aðgerðir byggðust á því að finna alla mögulega sýkta einstaklinga og komast að því hvers þeir höfðu neytt dagana áður en einkenni komu fyrst fram. Spurningalisti var jafnframt sendur til þeirra er greindust. Grunur beindist fljótt að rjómabollum sem voru á boðstólnum 19.02 og 20.02. Það var staðfest 08.03 með ræktun á Sal- monella úr því bakaríi sem framleiddi bollurnar (úr hrærivél). Af þeim 124 sem greindust voru 32 sjúklingar, 40 starfsmenn, 27 börn á leikskólum starfsmanna og 25 utan Ríkisspítalanna. Meðalaldur var 37 ár (sjúklingar 57 ár) og meðgöngutími var að meðal- tali sex dagar (1-13). Sýkingin var meðvirkandi þáttur í andláti þriggja sjúklinga. Svör við spurn- ingalistum bárust frá 111 (90%) og af þeim hafði 35 (31%) verið gefið sýklalyf. Veikindin vöruðu að jafnaði í 12 daga (0-82) og vinnuforföll í 12 daga (0-54+). Af þeim sem ekki lágu inni á sjúkrahúsi, voru 13 (14%) lagðir inn. Samstillt átak rannsóknaraðila og góð skráning um matarneyslu sjúklinganna auðveldaði rann- sókn hópsýkingarinnar. Meðgöngutímisýkingar- innar var óvenjulega langur. Sýkingin olli um- talsverðum veikindum og álagi á starfsfólk eld- húss og sýklafræðideildar. Enn er óvíst hvernig bakterían barst inn í bakaríið. V-67. Dreifíng Enterobacteriaceae um sjúkrahús rakin til mengaðrar mjúk- sápu Sigríður Antonsdóttir, Inga Teitsdóttir, Karl G. Kristinsson Frá sýkingavarnanefnd Landspítalans Handþvottur er mikilvægasta aðferðin til að hindra útbreiðslu spítalasýkinga. Sápustykki geta mengast af bakteríum og því er venjulega notuð mjúksápa á sjúkrastofnunum. Árið 1993 var í sparnaðarskyni ákveðið að kaupa mjúksápu í 20 lítra brúsum og dæla úr þeim í minni brúsa fyrir einstakar deildir Ríkisspítalanna. Ræktun Serratia liquefaciens (með sama næm- is- og hvarfamynstur) frá þremur sjúklingum á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.