Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 22

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 22
22 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 ir. Meðaltöl áhættuþátta hjarta- og æðasjúk- dóma voru síðan borin saman í hópunum í hverjum áfanga. Niðurstöður: Konur: Vitrænt skertar konur höfðu í fyrri áföngum marktækan hærri slag- bilsþrýsting, (147 vs. 141 mm Hg), hærri hlé- bilsþrýsting (90 vs. 87 mm Hg), meiri notkun blóðþrýstingslækkandi lyfja (14 vs. 7%), hærra heildarkólesteról (268 vs. 260 mg/dl), hærri eins og hálfrar klukkustundar blóðsykur í syk- urþolsprófi (116 vs. 103 mg/dl), stærri þyngd- arstuðul (25,9 vs. 25,1) og voru oftar reykinga- menn (35 vs. 26%). Eftir að þær voru orðnar vitrænt skertar í sjötta áfanga höfðu þær lægri slagbilsþrýsting (148 vs. 152 mm Hg), lægri hlébilsþrýsting (77 vs. 79 mm Hg) og lægra heildarkólesteról (262 vs. 270 mg/dl). Karlar: Vitrænt skertir karlar höfðu í fyrri áföngum einungis marktækt hærri slagbilsþrýsting (146 vs. 141 mm Hg). Tilhneigingin var hins vegar sú sama og meðal kvenna. Eftir að þeir voru orðnir vitrænt skertir í sjötta áfanga höfðu þeir lægri slagbilsþrýsting (146 vs. 153 mm Hg), lægri hlébilsþrýsting (79 vs. 83 mm Hg), minni notkun á blóðþrýstingslækkandi lyfjum (20 vs. 29%) og lægra heildarkólesteról (220 vs. 231 mg/dl). Bæði vitrænt skertir karlar og konur voru í öllum áföngum eldri en hinir. Aldurs- leiðréttinga er því þörf. Umræða: Þessar niðurstöður benda til að helstu áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma svo sem blóðþrýstingur, blóðfitur, blóðsykur, offita og reykingar séu einnig áhættuþættir fyr- ir vitræna skerðingu í heild sinni. Þar sem Alz- heimers sjúkdómur er algengasta orsök heila- bilunar hérlendis, bendir þetta til að annað hvort séu æðavitglöp vanmetin eða að áhættu- þættir hjarta- og æðasjúkdóma eigi einnig þátt í meingerð Alzheimers sjúkdóms. Þessi áhætta er viðsnúin þegar vitræn skerðing hefur orðið, en það endurspeglar trúlega afleiðingar vit- rænnar skerðingar á efnaskipti, næringu og reykingavenjur. E-3. Simvastatín lækkar nýgengi heila- blóðfalla. Reynsla úr 4S Guðmundur Þorgeirsson, Gunnar Sigurðsson, Jón Þór Sverrisson fyrir hönd 4S-rannsóknar- hópsins Frá göngudeild Landspítalans fyrir blóðþrýst- ing og blóðfitumœlingar, lyflækningadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri Inngangur: Faraldsfræðilegar rannsóknir, Hjartaverndarrannsóknin þeirra á meðal, hafa ekki sýnt skýrt samband milli kólesteróls og heilablóðfalla. Engar meðferðarprófanir með kólesteróllækkandi lyfjum hafa verið gerðar þar sem heilablóðföll hafa verið aðalmæli- kvarði á árangur eða áhrif meðferðar og engar slíkar rannsóknir hafa beinst að sjúklingum sem eru í sérstakri hættu að fá heilablóðfall (sjúklingar með háþrýsting, dyn yfir hálsslag- æð, fyrri sögu uin heilablóðfall eða TIA). Efniviður og aðferðir: í skandinavísku sim- vastatín rannsókninni (4S) var á framskyggnan hátt lagt mat á tíðni heilablóðfalla meðal þátt- takenda sem allir höfðu kransæðasjúkdóm, kólesteról á bilinu 5,5-8,0 mmól/L og fengu annað hvort simvastatín (27 mg daglega að meðaltali) eða sýndarlyf. Niðurstöður: Meginniðurstaða þessarar at- hugunar var að í lok rannsóknartímans (fimm og hálft ár að meðaltali) var nýgengi heilablóð- falla og TIA-kasta í meðferðarhópnum 28% lægra en í hópnum sem fékk sýndarlyf (p=0,033). Aðalávinningurinn var í fækkun blóðþurrðarheilablóðfalla, sem ekki voru talin stafa af segareki (52% fækkun) og í 34% fækk- un TI A-kasta. Heilablæðingar voru aðeins tvær og báðar í hópnum sem fékk sýndarlyf en óflokkuð heilablóðföll voru 28 og skiptust nán- ast jafnt á milli hópanna. Alyktanir: Meðal sjúklinga með staðfestan kransæðasjúkdóm stuðlar kólesteróllækkandi meðferð með simvastatíni að marktækri lækk- un í nýgengi heilablóðfalla, einkum blóðþurrð- arheilablóðfalla sem ekki verða rakin til sega- reks. E-4. Eftirlit og meðferð kransæðasjúk- linga Emil L. Sigurðsson'■2I, Jón Steinar Jónsson31, Guðmundur Þorgeirsson41 Frá "Heilsugœslustöðinni Sólvangi Hafnar- firði, 21heimilislœknisfræði HI, 3,Heilsugœsl- unni í Garðabæ, 4,lyflœkningadeild Landspítal- ans Inngangur: Forvarnir og eftirlit sjúklinga með langvinna sjúkdóma, eins og kransæða- sjúkdóm, er eitt meginviðfangsefni lækna. Lyfjameðferð þessara sjúklinga hefur tekið þó nokkrum breytingum síðastliðna áratugi þar eð niðurstöður stórra klínískra rannsókna hafa sýnt fram á mikilvægi þess að nota magnýl og lækka kólesterólgildi. Rannsóknir hafa enn- fremur undirstrikað þýðingu þess að gefa sjúk-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.