Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37
23
lingum sem fengið hafa hjartadrep beta heml-
ara. Tilgangur þessarar rannsóknar var að
kanna hvernig eftirlit og lyfjameðferð er háttað
og ennfremur að kanna reykingar meðal sjúk-
linga sem hafa þekktan kransæðasjúkdóm.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknarþýðið
var allir sjúklingar sem greinst hafa með krans-
æðasjúkdóm og búsettir voru í Hafnarfirði,
Garðabæ og Bessastaðahreppi. Sjúkdóms-
greining og aðrar heilsufarsupplýsingar voru
fengnar úr sjúkraskýrslum Heilsugæslustöðv-
arinnar á Sólvangi annars vegar og Heilsugæsl-
unnar í Garðabæ hins vegar. Sjúklingarnir
fengu spumingalista um meðferð, eftirlit og
þekkingu þeirra á helstu áhættuþáttum krans-
æðasjúkdóms. I spurningalistanum var meðal
annars spurt um reykingavenjur viðkomandi.
Sjúklingar voru skráðir í eftirfarandi greining-
arflokka: I. Hjartadrep. II. Farið í kransæðaað-
gerð. III. Farið í kransæðaútvíkkun. IV. Með
hjartaöng.
Niðurstöður: Alls reyndust 533 einstaklingar
hafa kransæðasjúkdóm, þar af tóku 402 (75%)
þátt í rannsókninni. Af þeim sem þátt tóku voru
59(15%) sem enn reyktu. Um 29% þátttakenda
kváðust aldrei hafa reykt, 56% höfðu reykt en
voru hættir reykingum, 3% reyktu sjaldnar en
daglega og 12% reyktu daglega. Alls reyndust
113 (28%) einstaklingar á kólesteróllækkandi
lyfjameðferð, 25% einstaklinga með hjarta-
drep, 47% þeirra sem farið höfðu í kransæða-
aðgerð, 41% þeirra sem höfðu farið í krans-
æðaútvíkkun og 13% þeirra er höfðu hjartaöng
voru á slíkri lyfjameðferð. Af þeim sem voru á
meðferð voru 80% með kólesterólgildi yfir 5
mmól/L. Af þeim sem svöruðu voru 282 (70%)
meðhöndlaðir með magnýl og 208 (52%) sjúk-
lingar voru meðhöndlaðir með beta hemlara.
Meðal þeirra sem hafa fengið hjartadrep voru
53% á þannig meðferð. Af þeiin sem tóku þátt í
rannsókninni sögðust 15% vera í eftirliti hjá
heimilislækni eingöngu, 31% hjá öðrum sér-
fræðingum, 23% kváðust vera í eftirliti bæði
hjá heimilislækni og hjartalækni og 11% sögð-
ust ekki vera í neinu eftirliti og 20% svöruðu
ekki spurningunni.
Alyktanir: Reykingar meðal sjúklinga með
kransæðasjúkdóm eru mun fátíðari en almennt
gerist í þjóðfélaginu en á meðan 15% sjúklinga
með staðfestan kransæðasjúkdóm reykja er
nauðsynlegt að herða enn baráttuna. Þrátt fyrir
að mikilvægi þess að lækka kólesteról hjá ein-
staklingum með þekktan kransæðasjúkdóm sé
vel þekkt virðist sem enn vanti talsvert á að
þessi vitneskja sé nýtt sjúklingum til hagsbóta.
Jafnfram er ljóst að endurskoða þarf meðferð
þess stóra hóps kransæðsjúklinga sem hafa
fengið hjartadrep eða hjartaöng og eru ekki
meðhöndlaðir með magnýl.
E-5. Bættar horfur sjúklinga með bráða
kransæðastíflu á 10 ára tímabili. Saman-
burður á milli Sjúkrahúss Reykjavíkur
og Landspítalans
Jón Magnús Kristjánsson, Karl Andersen
Inngangur: Á síðasta áratug hafa orðið
verulegar breytingar á meðferð sjúklinga með
brátt hjartadrep. Heildaráhrif þessara breytinga
á dánarlíkur eru lítið þekkt og hafa ekki verið
rannsökuð á liðnum áratug.
Efniviður og aðferðir: Safnað var upplýs-
ingum um alla sjúklinga sem fengið höfðu sjúk-
dómsgreininguna brátt hjartadrep í Reykjavík
árin 1986 og 1996. Sjúklingunum var fylgt eftir
í eitt ár eftir innlögn. Skráðir voru áhættuþættir
kransæðasjúkdóma, lyfjameðferð, andlát og
endurinnlagnir vegna hjartasjúkdóma.
Niðurstöður: Upplýsingar um helstu áhættu-
þætti kransæðasjúkdóma vantaði í 7-48% til-
fella. Eins árs dánarhlutfall lækkaði úr 26,3% í
19,7% milli ára (p<0,05). Dánartíðni kvenna
var marktækt hærri (26%) en karla (17%;
p<0,05) árið 1996. Dánartíðni aldraðra (>70 ár)
var marktækt aukin bæði árin (p=0,001). Sjúk-
lingar sem fengu magnýl voru í minni hættu á
andláti á fyrsta ári eftir útskrift 1996 (OR 0,10;
p=0,001) en þeir sem ekki fengu lyfið. Þeir sem
fengu segaleysandi meðferð árið 1996 voru í
minni hættu miðað við þá sem ekki fengu sega-
leysandi meðferð (OR 0,24; p=0,001). Þeir sem
útskrifuðust með betahamlara höfðu marktækt
betri horfur bæði 1986 (OR 0,28; p=0,001) og
1996 (OR 0,35; p=0,001) en þeir sem útskrif-
uðust án betahamlara. Sjúklingar sem útskrif-
uðust með þvagræsilyf voru í verulega aukinni
áhættu bæði 1986 (OR 3,04; p=0,001) og 1996
(OR 3,34; p=0,001). Notkun kransæðavíkkana
var meiri hjá sjúklingum á Landspítalanum
(30,7%) en á Sjúkrahúsi Reykjavíkur (12,1%;
p<0,001) árið 1996 en enginn munur reyndist á
dánarlíkum sjúklinga eftir sjúkrastofnunum.
Ályktanir: Skráningu áhættuþátta var veru-
lega ábótavant. Breytt lyfjameðferð kransæða-
sjúklinga virðist hafa skilað sér í minnkaðri
dánartíðni milli áranna sem rannsóknin nær til.