Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 25

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 25 meðhöndlun með fjórum exó-sykrukljúfum; sí- alíðasa, galaktosíðasa, fukósíðasa og mannó- síðasa. Um 15 fjölsykrur greindust, allar af complex gerð. Um 80% höfðu biantennary byggingu, 50% innihéldu sialic sýru og 20% innihéldu kjarna fucose. Þetta er mun flóknari sykrubygging en hefur greinst, til dæmis hjá manna IgM og sýnir að fiskar hafa vel þróað sykruframleiðsluferli og vel sykrað mótefni. Verið er að gera nánari greiningu á staðsetn- ingu fjölsykra á þungu keðjunni og hlutverki í lífvirkni sameindarinnar. E-9. Beinist árás T-eitilfrumna í sóra aðallega gegn amínósýruröð í keratíni 17? Asta Sóllilja Guðmundsdóttirn, Hekla Sig- mundsdóttir'1, Bárður Sigurgeirsson21, Michael F. Good3>, Ingileif Jónsdóttir", Helgi Valdi- marsson21 Frá "Rannsóknastofu HI í ónœmisfrœði Land- spítalanum, 2>Húðlœknastöðinni Smáratorgi, "Molecular Immunology Unit, Queensland Insti- tute ofMedical Research, Brisbane, Astralíu Inngangur: Sóri er T-frumumiðlaður bólgu- sjúkdómur í húð sem tengist gjarnan sýkingum af völdum 6-hemólýtískra streptókokka. I fyrri rannsókn sýndum við fram á að sjúklingar með virkan sóra hafa aukna tíðni Thl-líkra frumna sem svara peptíðum úr M-prótínum streptó- kokka með IFN-y myndun. Þessi peptíð eru 20 amínósýrur (a.s.) að lengd og hafa raðir úr 5-6 a.s. sem eru sameiginlegar keratínum í húð. Svörunin hvarf þegar sjúklingum batnaði. Til- gangur þessarar rannsóknar var að finna gegn hvaða húðsameind ónæmissvar í sóra beinist með því að mæla T-frumuviðbrögð sjúklinga með virkan sóra gegn 20 a.s. keratínpeptíðum sem innihalda fyrrgreindar 5-6 a.s. raðir en eru að öðru leyti ólík M-peptíðunum. Efniviður og aðferðir: T-frumur voru ein- angraðar úr blóði 17 sjúklinga og 17 heilbrigðra einstaklinga og örvaðar með M- og keratín peptíðum og fjöldi IFN-y framleiðandi frumna var ákvarðaður með ELISPOT. Niðurstöður: Almennt svöruðu sjúklingarnir peptíðunum oftar en viðmiðunarhópurinn. Þessi viðbrögð voru afgerandi sterkust gegn peptíði úr keratíni 17, sem hefur ALEEAN röð sameiginlega með M-prótínum. Jafnframt voru T-frumuviðbrögð gegn þessu peptíði mun sterkari en gegn M-peptíði með sömu röð. Svörun hvarf gegn öllum peptíðum eftir UVB geislun og böðun í Bláa lóninu en meðferðin hafði engin áhrif á svörun við SK/SD, ensím- um úr streptókokkum. Alyktanir: í heilbrigðri húð er keratín 17 fyrst og fremst til staðar í hársekkjum og sóra- útbrot koma oftast fyrst fram í hársverði, en IFN-y hvatar keratínfrumur til að framleiða keratín 17 og er það yfirtjáð í sóraútbrotum. Þessar staðreyndir og niðurstöður okkar sam- rýmast því að árás T-eitilfrumna í húð sórasjúk- linga beinist aðallega gegn keratíni 17 sem inniheldur ALEEAN röðina. E-10. Bcl-2 og stjórn á Ianglífí B-eitiI- frumna Helga M. Ogmundsdóttir", Steinunn Sveins- dóttir", Inga Skaftadóttir", Asbjörn Sigfússon2', Guðný Kristjánsdóttir", Þórunn Rafnar" Frá "Krabbameinsfélagi Islands, 2)Rannsókna- stofu HI í ónœmisfrœði Inngangur: Stjórn á langlífi skiptir megin- máli í ónæmiskerfinu. Deyi eitilfrumur ekki á eðlilegan hátt eftir ræsingu býður það heim hættu á sjálfsofnæmi og illkynja æxlisvexti. Eftir ræsingu B-eitilfrumna fá þær boð frá cýtókínum, þar á meðal IL-6 sem örvar þrosk- un þeirra, og yfirborðsviðtökum, þar á meðal CD32 sem temprar svörunina. Bcl-2 sameindin stýrir því hvort frumur fara í stýrðan frumu- dauða. Við höfum rannsakað fjölskyldu með ofvirkar B-eitilfrumur og tilhneigingu til góð- kynja og illkynja offjölgunar á B-eitilfrumum. I ljós hefur komið að B-eitilfrumur þessa fólks lifa lengur en eðlilegt er í rækt eftir ræsingu. Efniviður og aðferðir: Eitilfrumur úr blóði frá fjölskyldumeðlimum sem hafa ofvirkar B- frumur, og skyldum og óskyldum heilbrigðum viðmiðum. Örvaðar í rækt með PWM mító- geni. Einnig EB veiru smitaðar frumulínur úr sömu hópum. Tjáning á yfirborðssameindum og Bcl-2 var metin í frumuflæðisjá. Boðflutn- ingsferlar voru kannaðir með western blotting og fosfórun metin. Niðurstöður: Enginn munur var á Bcl-2 tjáningu ofvirkra B-frumna samanborið við viðmið í óörvuðum sýnum. Eftir sex daga í örvaðri rækt innihéldu sýni tveggja einstak- linga með ofvirkar B-frumur marktækt fleiri Bcl-2 jákvæðar B-frumur en viðmiðunarsýni, eða 9,9% og 16,6% samanborið við 5,4% (SD 2,2) í sýnum fimm viðmiða. Enginn munur var á Bcl-2 tjáningu T-frumna. I hópnum með of- virkar B-frumur (n=7) var hlutfall frumna með CD32 marktækt hærra (50,9%) en meðal við-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.