Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 26

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 26
26 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 miða (35,4%; n=24) og í fjölskyldumeðlimum með eðlilega B-frumuvirkni (39,1%; n=7). Niðurstöður á könnun á boðflutningsferlum og áhrifum IL-6 eru í vinnslu. Fyrri rannsóknir höfðu sýnt að sýni með ofvirkar B-frumur framleiddu minna af IL-6 en viðmiðunarsýni. Alyktanir: Ofvirkni B-eitilfrumna í fjöl- skyldunni má rekja til aukins langlífis B- frumnanna sem aftur tengist viðvarandi tján- ingu á Bcl-2 eftir örvun. Verið er að kanna hvað veldur því að Bcl-2 tjáning minnkar ekki eðli- lega eftir örvun. Beinist athyglin annars vegar að CD32 viðtakanum, en aukin tjáning hans gæti bent til að hann starfaði ekki rétt, og hins vegar að IL-6, sem mælst hefur minna af en eðlilegt er. E-11. Þáttur T-frumna og sýnifrumna í meingerð rauðra úlfa Friðrika Harðardóttir'1, Gerður Gröndal2', Kristín H. Traustadóttir", Kristján Steinsson2', Helga Kristjánsdóttir2', Kristján Erlendsson" Frá "Rannsóknastofu HI í ónœmisfræði, 2,rann- sóknastofu í gigtsjúkdómum Landspítalanum Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að athuga T-frumuræsingu og starfsemi sýni- frumna, það er hlutverk hjálparboðssameinda á sýnifrumum, hjá sjúklingum með rauða úlfa (systemic lupus erythematosus, SLE). Efniviður og aðferðir: Eitilfrumur voru ein- angraðar úr blóði sjúklinga með rauða úlfa (n=12) og heilbrigðra einstaklinga í viðmiðun- arhópi (n=10) og þær litaðar með flúrskins- merktum mótefnum gegn CD3, CD19, CD14, B7-1 (CD80), B7-2 (CD86) og CD40L (CD154) og sýnin síðan mæld á flæðifrumusjá. Tjáning þessara yfirborðssameinda á einstökum frumu- hópum var metin og borin saman milli rann- sóknarhópanna. Þetta var gert bæði á nýein- angruðum frumum og eftir örvun með IFNg. Auk þess voru T-frumur ræstar með PHA, eða and-CD28 mótefni ásamt PHA, og ræsing met- in með frumufjölgun. Niðurstöður: Helstu niðurstöður á yfir- borðssameindum sýna aukna tjáningu á CD40L á T-frumum sjúklinga með rauða úlfa en minni örvun á B7 sameindum á sýnifrumum eftir örv- un miðað við heilbrigða. Frumur frá sjúkling- um með rauða úlfa sýndu marktækt minni frumufjölgun eftir ræsingu með PHA en heil- brigðir einstaklingar úr viðmiðunarhópi, en það mátti minnka þann mun ef einnig voru gef- in boð um CD28. Ályktanir: Það að auka mátti ræsingu T- l'rumna. sjúklinga með rauða úlfa með því að gefa þeim hjálparboð um CD28 bendir til galla í boðleiðum um B7 og in vitro athugun á örvun þeirra sameinda rennir einnig stoðum undir það. Aukin tjáning á CD40L getur bent til að það sé aukið merki (signal) til B frumna um CD40 sem hafi áhrif á sjálfsmótefnaframleiðslu. I gangi eru rannsóknir til að athuga nánar þessi ferli, og þá hvernig þau leiða til T-frumuræs- ingar og framleiðslu sjálfsmótefna. E-12. T-frumulínur úr einstaklingi með sóra þekkja keratínpeptíð, sem hafa am- ínósýrur sameiginlegar með M-prótínum streptókokka Hekla Sigmundsdóttir", Michael F. Good", Helgi Valdimarsson", Ingileif Jónsdóttir" Frá "Rannsóknastofu Hl í ónœmisfrœði Land- spítalanum, 2>Molecular Immunology Unit, Queensland Institute of Medical Research, Brisbane, Astralíu Inngangur: Sóri (psoriasis) er langvinnur bólgusjúkdómur í húð og einkennist af óeðli- legri fjölgun á yfirhúðarhúðfrumum líkamans (keratínfrumum) sem verður vegna íferðar T- eitilfrumna ónæmiskerfisins. Sóraútbrot geta byrjað eða versnað í kjölfar sýkinga af völdum streptókokka en einn aðalsýkingarþáttur þeirra er M-prótín, sem er á yfirborði þeirra. Mark- mið rannsóknarinnar var að rannsaka hvort sömu T-frumur úr sórasjúklingum greini epitóp keratína (stoðefni þekjufrumna) og epitóp á peptíðum M-prótína. Fyrri rannsóknir okkar hafa sýnt að T-frumur sórasjúklinga svara M- peptíðum, sem hafa amínósýruraðir sameigin- legar með keratínum, mun betur en T-frumur heilbrigðra einstaklinga. Efniviður og aðferðir: Frumulínur og klónur voru einangraðar úr einstaklingi með sóra. Frumulínur sem svöruðu M-prótíni svöruðu allt- af einu eða fleiri keratínpeptíðum, oftast kera- tínpeptíðinu M146-K17 sem inniheldur lengstu sameiginlegu amínósýruröðina (ALEEAN). Þetta keratínpeptíð kemur úr keratíni 17, en það er yfirtjáð í sóra. Margar frumulínur svör- uðu einnig M145-K10, sem inniheldur einnig sameiginlega röð (LRRxLD). Niðurstöður: Þegar fmmumar voru flokkaðar kom í ljós að allar CD8+ og allar nema ein CD4+ frumulína sem svöruðu M-prótíni, svör- uðu einnig M146-K17. CD8+ frumur svöruðu mun sterkar en CD4+ frumur (p<0,05).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.