Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Qupperneq 26
26
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37
miða (35,4%; n=24) og í fjölskyldumeðlimum
með eðlilega B-frumuvirkni (39,1%; n=7).
Niðurstöður á könnun á boðflutningsferlum og
áhrifum IL-6 eru í vinnslu. Fyrri rannsóknir
höfðu sýnt að sýni með ofvirkar B-frumur
framleiddu minna af IL-6 en viðmiðunarsýni.
Alyktanir: Ofvirkni B-eitilfrumna í fjöl-
skyldunni má rekja til aukins langlífis B-
frumnanna sem aftur tengist viðvarandi tján-
ingu á Bcl-2 eftir örvun. Verið er að kanna hvað
veldur því að Bcl-2 tjáning minnkar ekki eðli-
lega eftir örvun. Beinist athyglin annars vegar
að CD32 viðtakanum, en aukin tjáning hans
gæti bent til að hann starfaði ekki rétt, og hins
vegar að IL-6, sem mælst hefur minna af en
eðlilegt er.
E-11. Þáttur T-frumna og sýnifrumna í
meingerð rauðra úlfa
Friðrika Harðardóttir'1, Gerður Gröndal2',
Kristín H. Traustadóttir", Kristján Steinsson2',
Helga Kristjánsdóttir2', Kristján Erlendsson"
Frá "Rannsóknastofu HI í ónœmisfræði, 2,rann-
sóknastofu í gigtsjúkdómum Landspítalanum
Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var
að athuga T-frumuræsingu og starfsemi sýni-
frumna, það er hlutverk hjálparboðssameinda á
sýnifrumum, hjá sjúklingum með rauða úlfa
(systemic lupus erythematosus, SLE).
Efniviður og aðferðir: Eitilfrumur voru ein-
angraðar úr blóði sjúklinga með rauða úlfa
(n=12) og heilbrigðra einstaklinga í viðmiðun-
arhópi (n=10) og þær litaðar með flúrskins-
merktum mótefnum gegn CD3, CD19, CD14,
B7-1 (CD80), B7-2 (CD86) og CD40L (CD154)
og sýnin síðan mæld á flæðifrumusjá. Tjáning
þessara yfirborðssameinda á einstökum frumu-
hópum var metin og borin saman milli rann-
sóknarhópanna. Þetta var gert bæði á nýein-
angruðum frumum og eftir örvun með IFNg.
Auk þess voru T-frumur ræstar með PHA, eða
and-CD28 mótefni ásamt PHA, og ræsing met-
in með frumufjölgun.
Niðurstöður: Helstu niðurstöður á yfir-
borðssameindum sýna aukna tjáningu á CD40L
á T-frumum sjúklinga með rauða úlfa en minni
örvun á B7 sameindum á sýnifrumum eftir örv-
un miðað við heilbrigða. Frumur frá sjúkling-
um með rauða úlfa sýndu marktækt minni
frumufjölgun eftir ræsingu með PHA en heil-
brigðir einstaklingar úr viðmiðunarhópi, en
það mátti minnka þann mun ef einnig voru gef-
in boð um CD28.
Ályktanir: Það að auka mátti ræsingu T-
l'rumna. sjúklinga með rauða úlfa með því að
gefa þeim hjálparboð um CD28 bendir til galla
í boðleiðum um B7 og in vitro athugun á örvun
þeirra sameinda rennir einnig stoðum undir
það. Aukin tjáning á CD40L getur bent til að
það sé aukið merki (signal) til B frumna um
CD40 sem hafi áhrif á sjálfsmótefnaframleiðslu.
I gangi eru rannsóknir til að athuga nánar þessi
ferli, og þá hvernig þau leiða til T-frumuræs-
ingar og framleiðslu sjálfsmótefna.
E-12. T-frumulínur úr einstaklingi með
sóra þekkja keratínpeptíð, sem hafa am-
ínósýrur sameiginlegar með M-prótínum
streptókokka
Hekla Sigmundsdóttir", Michael F. Good",
Helgi Valdimarsson", Ingileif Jónsdóttir"
Frá "Rannsóknastofu Hl í ónœmisfrœði Land-
spítalanum, 2>Molecular Immunology Unit,
Queensland Institute of Medical Research,
Brisbane, Astralíu
Inngangur: Sóri (psoriasis) er langvinnur
bólgusjúkdómur í húð og einkennist af óeðli-
legri fjölgun á yfirhúðarhúðfrumum líkamans
(keratínfrumum) sem verður vegna íferðar T-
eitilfrumna ónæmiskerfisins. Sóraútbrot geta
byrjað eða versnað í kjölfar sýkinga af völdum
streptókokka en einn aðalsýkingarþáttur þeirra
er M-prótín, sem er á yfirborði þeirra. Mark-
mið rannsóknarinnar var að rannsaka hvort
sömu T-frumur úr sórasjúklingum greini epitóp
keratína (stoðefni þekjufrumna) og epitóp á
peptíðum M-prótína. Fyrri rannsóknir okkar
hafa sýnt að T-frumur sórasjúklinga svara M-
peptíðum, sem hafa amínósýruraðir sameigin-
legar með keratínum, mun betur en T-frumur
heilbrigðra einstaklinga.
Efniviður og aðferðir: Frumulínur og klónur
voru einangraðar úr einstaklingi með sóra.
Frumulínur sem svöruðu M-prótíni svöruðu allt-
af einu eða fleiri keratínpeptíðum, oftast kera-
tínpeptíðinu M146-K17 sem inniheldur lengstu
sameiginlegu amínósýruröðina (ALEEAN).
Þetta keratínpeptíð kemur úr keratíni 17, en
það er yfirtjáð í sóra. Margar frumulínur svör-
uðu einnig M145-K10, sem inniheldur einnig
sameiginlega röð (LRRxLD).
Niðurstöður: Þegar fmmumar voru flokkaðar
kom í ljós að allar CD8+ og allar nema ein
CD4+ frumulína sem svöruðu M-prótíni, svör-
uðu einnig M146-K17. CD8+ frumur svöruðu
mun sterkar en CD4+ frumur (p<0,05).