Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Page 31

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Page 31
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 31 nokkur hluti sýna af öðrum undirflokkum eink- um flokki E. Rúmlega 20% serma var óflokk- anlegur með þessari aðferð. Alyktanir: Sýna þessar niðurstöður að framan af HIV-1 faraldrinum var um að ræða mjög einsleitar sýkingar af undirflokki B en um 1993 og eftir það fara að berast hingað til lands aðrir undirflokkar, einkum flokkur E. Er það væntanlega meðal annars vegna aukinna ferðalaga landsmanna til fjarlægra landa og óvarfærins lífsmunsturs. E-18. Áhrif fjöllyfjameðferðar bakrita- 9g próteasahemla á HIV-1 sýkingu á Islandi. Tveggja og hálfs árs reynsla Gunnar Gunnarsson, Barbara Stanzeit, Már Kristjánsson, Hugrún Ríkarðsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Sigurður B. Þorsteinsson, Har- aldur Briem Frá rannsóknastofu í veirufrœði og lyflœkn- ingadeildum Landspítalans, lyflœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Inngangur: Fjöllyfjameðferð með bakrita- og próteasahemlum hefur verið beitt gegn al- næmisveirunni á Islandi síðan í febrúar 1996. Markmið okkar var að kanna meðferðina og áhrif hennar á veiru- og ónæmisfræðilega þætti á 32 mánaða tímabili. Efniviður og aðferðir: Könnuð voru áhrif lyfjanteðferðar á veirumagn HIV-1 í plasma hjá öllum einstaklingum sem meðhöndlaðir voru með fjöllyfjameðferð á tímabilinu febrúar 1996 til október 1998. Tími sem veirumagnsmælingar stóðu yfir fyrir hvem sjúkling var athugaður og meðaltal hópsins fundið. Upphafs- og lokamæl- ingar veimmagns á tímanum voru skráðar fyrir hvern sjúkling. Dreifíng veirumagnsmælinga sem gerðar voru áður en fjöllyfjameðferð hófst og síðustu mælingar fyrir hvem sjúkling var könnuð. Veirumagn í plasma var mælt á rann- sóknastofu Landspítalans í veimfræði með Amplicor HIV-1 Monitor™ prófi (Roche Diagn- ostic System). Fjöldi CD4+ frumna var talinn í flæðifrumusjá á rannsóknastofu í ónæmisfræði. Niðurstöður: Alls var 51 sjúklingur með- höndlaður með fjöllyfjameðferð. Tími frá upp- hafs veirumagnsmælingu til hinnar síðustu var frá einum mánuði og upp í 32 mánuði; meðal- talið var 21 mánuður. Fyrir fjöllyfjameðferð höfðu sex (11,8%) færri en 400 veirueintök/mL plasma, 10 (19,6%) 400-10.000 eintök/mL, 20 (39,2%) 10.000-100.000 eintök/mL og 15 (29,4%) fleiri en 100.000 eintök/mL. í lok skráningar á tímabili höfðu 34 (66,7%) færri en 400 veirueintök/mL plasma, 10 (19,6%) 400- 10.000 eintök/mL, fimm (9,8%) 10.000- 100.000 eintök/mL og tveir (3,9%) fleiri en 100.000 veirueintök/mL. Breytingar á fjölda CD4+ frumna á tímanum verða kynntar. Al- gengasta fjöllyfjameðferðin fól í sér gjöf tveggja bakritahemla og eins próteasahemils. Ályktanir: Fjöllyfjameðferð gegn HIV-1 hefur leitt til verulegrar lækkunar veirumagns í plasma hjá stórum hluta HIV sýktra. Tveir þriðju af meðhöndluðum sjúklingum hafa færri en 400 veirueintök/mL plasma en tæp 14% mælast þó með fleiri en 10.000 veirueintök/ mL. E-19. PCR-greiningar á veirusjúkdóm- um í miðtaugakerfi Einar G. Torfason, Sigrún Guðnadóttir, Birna Einarsdóttir Frá rannsóknastofu Landspítalans í veirufrœði í Armúla Inngangur: Polymerase Chain Reaction (PCR) var fyrst lýst í vísindagrein 1985, fékk Nóbelsverðlaun 1993 og er nú vaxtarbroddur rannsókna í erfðafræði, veirufræði, réttarlækn- isfræði og fleiri greinum vísinda. Heilbrigðis- stofnun Sameinuðu þjóðanna mælir með PCR sem kjöraðferð við greiningar á herpes-heila- bólgunt, en PCR er einnig eina nægilega næma aðferðin fyrir margar aðrar veirur. Efniviður og aðferðir: I þessu verkefni eru nær öll mænuvökvasýni sem okkur hafa borist frá ársbyrjun 1996, að meðaltali 13-14 sýni í mánuði. Sýnin hafa verið prófuð fyrir adenó-, enteró- og herpes simplex veirum, en PCR-próf fyrir öðrum veirum hafa yfirleitt aðeins verið gerð samkvæmt beiðni sendanda. Ætlunin er að kynna sérstaklega á ráðstefnunni helstu PCR próf sem við notum, og því óþarfi að lýsa þeim hér. Niðurstöður: Á 33 mánaða tímabili fundust adenóveirur í 14,7% sýnanna, enteróveirur í 11% og áblástursveirur (HSV) í ríflega 3% sýnanna. Hlaupabóluveira (VZV) fannst í einu sýni. Gögnum frá október til desember 1998 verður bætt við, til að heil þrjú ár náist. í 3,4% tilfella fannst meira en eitt smitefni í sama sýn- inu. Þar af fundust adenó- og enteróveirur sam- an í ríflega 2% tilfella og adenó- og herpesveir- ur (HSV eða VZV) í um það bil 1%. Enteró- og herpesveirur fundust ekki í sömu sýnum. Far- aldursmynstur var í samræmi við væntingar um hverja veiru.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.