Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 32

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 32
32 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 Ályktanir: Adenóveirur virðast hafa verið vanmetnar sem orsök sjúkdóma í miðtauga- kerfi. Þær fundust ívið oftar en enteróveirur, sem taldar eru valda allt að 80% af veiruheila- himnubólgum. Sjúkdómsmynd tengd adenó- veirum í mænuvökva var mjög breytileg, allt frá skammvinnum höfuðverk upp í heilabólgu áþekkri þeirri sem herpesveirur valda. Hvort sem adenóveirur úr öndunar- eða meltingarfær- um eiga í hlut, virðast einkenni frá þessum kerfum ekki þurfa að vera til staðar. Notagildi PCR hefur sýnt sig í heilbrigðis- kerfinu. Jákvæð PCR próf fyrir herpesveirum eru gild rök fyrir sérvirkri lyfjameðferð. Nei- kvæð herpespróf og jákvæð próf fyrir öðrum veirum eru rök fyrir því að hætta meðferð gegn herpesveirum, miða meðferð við að efla varnir sjúklingsins sjálfs eins og kostur er og huga að smitvörnum vegna annarra sjúklinga. E-20. Lifrarbólguveiru G sýkingar á ís- landi Arthur Löve", Barbara Stanzeit'1, Sveinn Guð- mundsson2’, Anders WideW' Frá "rannsóknastofu Landspítalans í veiru- frœði, 2>Blóðbankanum, "veirudeild Malmö Al- manna sjukhus, Malmö, Svíþjóð Inngangur: Lifrarbólguveira G er nýskil- greind veira af Flaviviridae ætt. Hún er skyld lifrarbólguveiru C og þær ásamt svonefndum GB veirum A og B teljast til nýrrar ættkvíslar sem nefnd er Hepaci veirur. Lifrarbólguveira G og afbrigði hennar GBV-C voru einangraðar frá sjúklingum með gulu. Samt sem áður er þáttur þeirra í gulutilfeilum af óþekktum upp- runa ekki þekktur enn. Flestir þeirra sem bera veiruna eru með öllu einkennalausir og margir virðast losna við veiruna á allmörgum árum og mynda mótefni gegn henni. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna algengi lifrarbólgu- veiru G á íslandi einkum meðal blóðgjafa og sprautufíkla. Efniviður og aðferðir: Þrjúhundruð og sjötíu blóðsýnum frá Blóðbankanum var safnað af handahófi sem og 109 sýnum frá sprautufíklum sem greindust með lifrarbólguveiru C. Þessi sýni voru notuð til athugunar á lifrarbólguveiru G. Til þess að sýna fram á kjarnsýrur lifrar- bólguveiru G var notuð kjarnsýrumögnunarað- ferð (PCR) þar sem prímerar voru valdir sem beindust gegn vel varðveittum svæðum á 5’ enda veirukjarnsýrunnar. Mótefni gegn veir- unni voru mæld með ELISA aðferð þar sem erfðatæknilega framleitt prótín úr veirunni var notað. Niðurstöður: Niðurstöður urðu þær að 3,8% blóðgjafa reyndust hafa lifrarbólgu G-veiruna í sermi og 13,2% mótefni. Samtals höfðu því 17% blóðgjafa smitast af veirunni en flestir losað sig við hana. Meðal sprautufíkla var al- gengi virkra og fyrri sýkinga mun hærra, en 33,9% sprautufíklanna báru merki veirunnar samkvæmt niðurstöðum kjarnsýrumögnunar (PCR), og 48,6% höfðu mótefni gegn henni, þannig að samtals 82,5% sprautufíklanna höfðu smitast af veirunni. Ályktanir: Enn er óljóst hve mikinn þátt, ef nokkurn, lifrarbólguveira G á í lifrarskemmd- um svo sem skorpulifur og lifrarkrabba. Einnig eru smitleiðir óskilgreindar enn. Þó er ljóst að blóðblöndun, til dæmis meðal sprautufíkla er mikilvæg smitleið lifrarbólguveiru G. E-21. Lifrarbólga C meðal sprautufíkla á Islandi Þórarinn Tyrfmgsson", Arthur Löve21, Bjarni Þjóðleifsson", Sigurður Olafsson41 Frá "Sjúkrahúsinu Vogi, 21rannsóknastofu HI í veirufrœði, lyflœkningadeildum "Landspítal- ans, 41Sjúkrahúss Reykjavíkur og 4>Sjúkrahúss Akraness Inngangur: Lifrarbólga C (LC) er ein al- gengasta orsök langvinnrar lifrarbólgu og skorpulifrar á Vesturlöndum. Sjúkdómurinn er algengur meðal sprautufíkla og tilheyra flestir greindra þessum áhættuhópi hér á landi. Til- gangur rannsóknarinnar var að athuga algengi lifrarbólgu C meðal sprautufíkla á íslandi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin tók til allra sprautufíkla á Vogi 1991-1997. Sjúklingar voru flokkaðir eftir neyslumynstri. Á öllum voru gerð lifrarbólgu C-veiru mótefnapróf (ELISA) en ef þau voru jákvæð voru gerð stað- festingarpróf (RIBA). Ef mótefni voru staðfest var gert kjarnamögnunarpróf (PCR) til athug- unar á veirudreyra (viremia). Niðurstöður: Af 753 sprautufíklum voru 299 (40%) með mótefni, þar af 77 af 196 (39%) konum og 222 af 557 (40%) körlum. Mótefni voru algengari meðal reglulegra neytenda sem höfðu verið í neyslu lengur en eitt ár (198 af 304 (65%) vs. 12 af 51 (24%) p<0,0001)). Til- hneiging var til hærri tíðni mótefna meðal nýrra neytenda sem sprautuðu sig oft (12 af 51; 24%) en þeirra sem sprautuðu sig sjaldan (12 af 102; 12%) en munurinn var ekki marktækur (p=0,l).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.