Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Page 33
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37
33
Á árunum 1996 og 1997 var kjarnamögnunar-
próf gert hjá 95% þeirra sem höfðu lifrarbólgu
C mótefni og var það jákvætt hjá 168 af 179
(77% alls; 79% karla, 70% kvenna).
Algengi mótefna eftir aldursflokki 1997.
Aldur Fjöldi Jákvætt mótefni (%) jákvætt mótefni (p<0,0001)
<20 32 0 0
20-29 117 43 37
30-39 100 59 59
40+ 38 22 58
Alls 287 124 43
Ályktanir: 1. Lifrarbólga C er algeng meðal
sprautufíkla á Vogi en tíðnin er lægri en víða
annars staðar á Vesturlöndum. 2. Sjúkdómur-
inn er jafn algengur meðal kven- og karlfíkla.
3. Flestir eru nteð veirudreyra. 4. Tíðnin hækk-
ar með aldri og hættan á smiti eykst með lengd
sprautunotkunar.
E-22. Ofnæmiseinkenni hjá íslenskum
börnum
Herbert Eiríksson", Björn Ardal", Asbjörn Sig-
fússon2>, Björn Rúnar Lúðvíksson21, Héðinn Sig-
urðsson21, Helgi Valdimarsson21, Ásgeir Har-
aldsson"
Frá "Barnaspítala Hringsins, 2)rannsóknastofu
HI [ ónæmisfrœði
Inngangur: Algengi ofnæmis virðist fara
vaxandi á Vesturlöndum. Undirrót ofnæmis er
enn aðeins þekkt að hluta. Til að afla upplýs-
inga um ofnæmi hjá íslenskum börnum höfum
við fylgt eftir hópi þeirra sem fædd eru 1987.
Efniviður og aðferðir: Upphaflega voru 179
börn skoðuð við 18-23 mánaða aldur, af þeim
var 161 endurmetið við fjögurra ára aldur og
við átta ára aldur voru 134 barnanna metin.
Með sögu, skoðun og húðprófum voru greindir
ofnæmissjúkdómarnir astmi, exem, ofnæmis-
kvef og fæðuofnæmi.
Niðurstöður: Fjöldi 20 mánaða barna með
ofnæmi var 75/179 (41,9%), fjögurra ára voru
72/161 (44,7%) með ofnæmi og átta ára45/134
(33,6%). Hjá 20 mánaða börnum voru astmi og
exem ríkjandi. Algengi exems fór minnkandi
með aldri og við átta ára aldur hafði dregið úr
algengi astma. Ekkert barn greindist með of-
næmiskvef fyrir tveggja ára aldur, en átta ára
höfðu 10% barna einkenni þess. Af börnum
með ofnæmi höfðu 20-25% fleiri en eitt of-
næmiseinkenni. Um tveir þriðju hlutar þeirra
barna sem höfðu astma og/eða exem fyrir
tveggja ára aldur voru einkennalaus við átta ára
aldur. Alvarleg ofnæmiseinkenni voru mjög
sjaldgæf í öllum aldurshópum. Liðlega þriðj-
ungur átta ára barna með ofnæmi var með já-
kvæð húðpróf. Algengastur ofnæmisvaka var
köttur. Um 60% barna með ofnæmi koniu úr
fjölskyldum með sögu um ofnæmi.
Ályktanir: Ofnæmi er algengt í íslenskum
börnum eins og víða á Vesturlöndum. Einkenni
ofnæmis virðast breytileg eftir aldri. Athygli
vekur að meirihluti barna með astma og/eða
exem á fyrstu tveimur aldursárum verður ein-
kennalaus á barnsaldri. Hins vegar hafa of-
næmiseinkenni um helmings átta ára barna
komið til eftir tveggja ára aldur
E-23. Greining hjartasjúkdóma fyrir
fæðingu
Gunnlaugur Sigfússon", Hróðmar Helgason",
Hanna Asvaldsdóttir41, Reynir Tómas Geirs-
son2>, Jóhann Heiðar Jóhannsson3>
Frá "Barnaspítala Hringsins, 2,kvennadeild
Landspítalans, 3)rannsóknastofu Hl í meina-
frœði, 4>lyflækningadeild Landspítalans
Inngangur: Unnt er að greina hjartasjúk-
dóma fyrir fæðingu með ómskoðun á fóstur-
hjarta og hafa slíkar rannsóknir verið fram-
kvæmdar á íslandi síðan 1989. Tilgangur þess-
arar rannsóknar var að athuga greiningu hjarta-
sjúkdóma í fóstrum hérlendis, fjölda greindra
tilfella, tegundir hjartagalla og afdrif fóstranna.
Efniviður og aðferðir: Ábendingar og nið-
urstöður ómskoðana á fósturhjörtum hérlendis
undanfarin 10 ár voru skoðaðar. Greiningar voru
staðfestar með ómskoðun eftir fæðingu eða
krufningu.
Niðurstöður: Alls greindust 34 fóstur með
hjartasjúkdóm á þessu 10 ára tímabili. Eitt árið
greindist eitt tilfelli en flest greindust sjö fóstur
á ári. Fjöldi tilfella hefur farið vaxandi á und-
anförnum árum en umtalsverð aukning hefur
einnig orðið á fjölda ómskoðana á rannsóknar-
tímabilinu. Aldur fóstranna. það er meðgöngu-
lengd við greiningu, var 14-37 vikur (m=22,2
vikur). Aldur mæðra við ómskoðun var 16-40
ár (m=29,6 ár). Helstu ábendingar fyrir óm-
skoðun á fósturhjarta var afbrigðileg fjögurra
hólfa sýn eða grunur um hjartasjúkdóm við 19.
viku sónarskoðun (skimskoðun). Aðrar ábend-
ingar voru: hjartagalli í fjölskyldu, aukin hætta
á meðfæddum hjartagöllum vegna sjúkdóms
móður eða lyfjanotkunar og hjartsláttaróregla