Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Page 36
36
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37
Efniviður og aðferðir: Könnunin er aftur-
skyggn, athugaðar voru sjúkraskýrslur allra
barna með fæðingarþyngd <1500 g sem lögð-
ust inn á vökudeild Barnaspítala Hringsins á
fimm ára tímabili, 1993-1997.
Niðurstöður:
Þyngd Lifandi fædd (n) Dóu CLD
<1500g 133 16 34
1000- 1499 g 84 3 10
<1000g 49 13 24
Ályktanir: Niðurstöður sýna að tíðni lang-
vinnra lungnasjúkdóma í miklum fyrirburum á
Islandi er há. Þetta á sérstaklega við um
minnstu börnin (<1000 g) þar sem 67% þeirra
sem lifa fá greininguna langvinnur lungnasjúk-
dómur (CLD).
E-28. Áhrif barkstera á lungnaþroska
barna hjá mæðrum með meðgöngueitrun
Sigríður Sveinsdóttir11, Þórður Þórkelsson21,
Hörður Bergsteinsson21, Hildur Harðardóttir31,
Atli Dagbjartsson'-21, Asgeir Haraldsson'-2)
Frá "lœknadeild Hl, 2>Barnaspítala Hringsins,
"kvennadeild Landspítálans
Inngangur: Glærhimnusjúkdómur er helsta
dánarorsök fyrirbura og orsakast af vanþroska
lungna þeirra. Hraða má lungnaþroska fósturs
með því að gefa móðurinni barkstera á með-
göngunni. Jafnframt auka fóstur undir álagi
framleiðslu eigin barkstera. Sá sjúkdómur
móður sem oftast veldur slíku er meðgöngu-
eitrun og sýnt hefur verið fram á aukið magn
barkstera í naflastrengsblóði barna þeirra. Ættu
þau því að hafa þroskaðri lungu en börn mæðra
sem ekki eru með meðgöngueitrun. Hins vegar
hefur komið í ljós að svo er ekki. Því er mögu-
legt að áhrif barkstera á lungnaþroska fósturs
séu minni eða engin ef móðirin er með með-
göngueitrun. Eftirfarandi tilgáta var því sett
fram: Gjöf barkstera að minnsta kosti 48 klukku-
stundum fyrir fæðingu minnkar ekki líkurnar á
að barnið fái glærhimnusjúkdóm ef móðirin er
með meðgöngueitrun.
Efniviður og aðferðir: Þetta var afturskyggn
tilfella-viðmiðunarrannsókn. Efniviður voru
börn mæðra sem greinst höfðu með meðgöngu-
eitrun á árunum 1982-1997 og fæddu fyrir 35
vikna meðgöngulengd. Þeim var skipt í tvo
hópa: a) börn mæðra sem fengu barkstera >48
klukkustundum fyrir fæðingu og b) börn mæðra
sem fengu ekki barkstera eða fengu barkstera
<48 klukkustundum fyrir fæðinguna. Börnin í
hópunum tveimur voru pöruð saman með tilliti
til meðgöngulengdar og vaxtarskerðingar.
Þannig náðist að para saman 72 börn.
Jafnframt voru könnuð áhrif barksteragjafar
á lungnaþroska barna mæðra sem ekki voru
með meðgöngueitrun. Fundinn var viðmiðun-
arhópur barna mæðra sem ekki voru með með-
göngueitrun. Þessi börn voru valin með því að
para þau við börnin í tilfellahópnum með tilliti
til steragjafar móður og meðgöngulengdar.
Niðurstöður: Meðal barna mæðra með
meðgöngueitrun var enginn munur á tíðni
glærhimnusjúkdóms hvort sem móðirin hafði
fengið stera >48 klukkustundum fyrir fæðingu
eða ekki. Tíðni glærhimnusjúkdóms var 36,1%
hjá báðum hópunum. Meðal barna mæðra sem
ekki voru með meðgöngueitrun var tíðni glær-
himnusjúkdóms hins vegar mun lægri ef móð-
irin hafði fengið stera >48 stundum fyrir fæð-
inguna (13,9% vs. 33,3%; p<0,05).
Ályktanir: Niðurstöður þessar styðja þá til-
gátu að gjöf barkstera á meðgöngu minnki ekki
líkurnar á glærhimnusjúkdómi hjá börnum
mæðra með meðgöngueitrun. Jafnframt sýna
þær verndandi áhrif barksteragjafar ef móðirin
er ekki með meðgöngueitrun.
E-29. Forspárgildi TNF-a og TGF-þ
mælinga fyrir illvígri liðagigt hjá sjúk-
lingum með nýtilkomna iktsýki
Þóra Víkingsdóttir", Amór Víkingsson'-2', Erla
Gunnarsdóttir", Valdís Manfreðsdóttir", Árni
J. Geirsson2', Þorbjörn Jónsson", Helgi
Valdimarsson"
Frá "rannsóknastofu HI í ónœmisfrœði, 2,gigt-
arskor Landspítalans
Inngangur: Iktsýki getur verið alvarlegur
sjúkdómur, leitt til mikilla liðskemmda og jafn-
vel ótímabærra dauðsfalla. Mikilvægt er að
greina fljótt þá sjúklinga sem hafa illvígan
sjúkdómsgang svo beita megi kröftugri lyfja-
meðferð snemma, en vegna takmarkaðrar vitn-
eskju um áhættuþætti sem spá fyrir um illvígan
sjúkdómsgang getur stundum dregist að æski-
leg meðferð hefjist. I þessari rannsókn var
kannað hvort mælingar á TNF-a og TGF-p í
upphafi sjúkdóms hefðu forspárgildi fyrir ill-
vígri iktsýki.
Efniviður og aðferðir: Einstaklingum með
nýtilkomna fjölliðagigt var boðin þátttaka í
rannsókninni. Þátttakendur voru skoðaðir við
upphaf lyfjameðferðar og sex mánuðum síðar,