Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 38

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 38
38 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLG1RIT 37 um það bil 20% þeirra fá að halda áfram námi eftir prófin. Gögnum var safnað fyrst í upphafi misseris og síðan aftur rétt fyrir prófin. I fyrstu atrennu tókst að ná til 13 af þeim 25 nemendum í árganginum sem komu til greina. Jafnframt voru sex einstaklingar mældir til viðmiðunar. Auk MSA beindust mælingar að ýmsum sál- rænum og lífeðlisfræðilegum þáttum tengdum streitu og starfsemi hjarta og blóðrásar (STAI og BDI spurningalistar, blóðþrýstingur, hjarta- starfsemi, nóradrenalín, adrenalín, kortisól og testósterón í plasma), bæði í hvíld og í skamm- tímaviðbrögðum við streituáreitum (upplestur, word color conflict test, cold pressor test). Urvinnsla gagna stendur yfir og einnig er á áætlun að stækka hópana. Bráðabirgðaniður- stöður sýna aukið s-anxiety og hækkaðan hvíldarhlébilsþrýsting í stúdentunum en engar breytingar fengust í hvíldar-MSA þótt plasma- nóradrenalín hafi aukist í báðum hópunum. Aðrir þættir, sem þegar hafa verið greindir, sýna ekki breytingu (svo sem kortisól, testó- sterón, adrenalín, púls, hlébilsþrýstingur). Erfitt er að draga miklar ályktanir þar sem hóparnir eru enn litlir og misstórir, en þó má ætla að líkanið geti gefið áhugaverðar niður- stöður. E-32. Stjórnun og virkni cytosolic fosfór- lípasa A2 í æðaþeli Ingibjörg J. Guðmundsdóttir, Haraldur Hall- dórsson, Kristín Magnúsdóttir, Guðmundur Þorgeirsson Frá rannsóknastofu HI í lyfjafrœði, lyflœkn- ingadeild Landspítalans Inngangur: Æðaþel er virkur vefur sem svarar örvun með myndun ýmissa efna sem hafa áhrif á æðar og önnur líffæri. Æðaþelið er því þýðingarmikið fyrir stjórn blóðflagna, segavörn og blóðstorku. Skerðing á starfsemi æðaþels er mikilvæg í meinmyndun ýmissa sjúkdóma til dæmis æðakölkunar, segamynd- unar og háþrýstings. Niðurbrotsefni arachidonsýru, prostaglandín og leukotríen, gegna veigamiklu hlutverki í stjórnun æðaþels auk þess að hafa víðtæk áhrif í öðrum vefjum. Það er því afar áhugavert að reyna að greina þær boðleiðir sem koma við sögu í myndun þeirra. Cytosolic fosfórlípasi A2, cPLA2, er álitið lykilensím í losun ara- chidonsýru. Talið er að losun Ca++ í í'rumum sé mikilvæg fyrir virkjun ensímsins þar sem hún valdi færslu að himnum. Fosfórun virðist einnig valda aukinni virkni. Ekki er ljóst hvaða kínasar miðli þessari fosfórun en mismunandi MAP-kínasar hafa gjarnan verið nefndir í því sambandi. Efniviður og aðferðir: Við könnuðum áhrif MAP-kínasa hindrana PD98059 sem hindrar örvun ERK, og SB203580 sem hindrar virkni p38, á arachidonsýrulosun (geislamerkt arachi- donsýra), virkni cPLA2 (virknimæling) og fos- fórun cPLA2 (rafdráttur og western blot) í ræktuðum æðaþelsfrumum úr bláæðum nafla- strengja. Niðurstöður: Niðurstöður okkar sýna meðal annars að cPLA2 er virkjaður að tilstuðlan ým- issa örvunarefna svo sem trombíns, epidermal growth factors, histamíns og pervanadats. Enn- fremur að bæði p38 og ERK kínasar eigi þátt í að virkja cPLA2. E-33. Rannsóknir á boðflutningi um integrin í eðlilegum brjóstavef Hilmar Viðarsson, Þórunn Rafnar, Helga M. Ögmundsdóttir Frá rannóknastofu í sameinda- og frumulíf- frœði Krabbameinsfélagi Islands Integrin eru fjölskylda ap misleitra tvennda sem stjómar að hluta tengslum frumna við þeirra nánasta umhverfi. Integrin tengjast inn- anfrumuboðflutningi og spila mjög þýðingar- mikið hlutverk í stjórnun svipgerðar frumna í þroskun og sérhæfingu. Breytingar á eðlilegri tjáningu integrina finnast oft í krabbameinum og eru ein orsök þess að frumurnar fara að vaxa óháð tengingu við millifrumuefni. Meginmark- mið rannsóknarinnar er að athuga boðflutning í gegnum ákveðin integrin í eðlilegum brjósta- þekjuvef með það langtímamarkmið fyrir aug- um að bera þessa ferla saman við ástand inte- grinboðflutningssameinda í illkynja æxlis- frumum. Þekjufrumur úr ferskum eðlilegum brjósta- vef og tvær frumulínur af brjóstaþekju upp- runa, MCF-10A og MCF-7, voru ræktaðar á mismunandi undirlagi, kollageni eða grunn- himnuefni. Þekjufrumur voru einnig ræktaðar í þrívíðum hlauparæktum. Til að meta tjáningu integrina var notuð immunó-peroxíðasa mót- efnalitun. Frumurnar voru örvaðar með því að sá þeim á viðeigandi undirlag eða með örvandi mótefnum, sprengdar og innanfrumuprótín skoðuð með western blotting. Fyrsta skref rannsóknarinnar var að athuga hvort tjáning integrina héldist óbreytt á yfir-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.