Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Qupperneq 38
38
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLG1RIT 37
um það bil 20% þeirra fá að halda áfram námi
eftir prófin. Gögnum var safnað fyrst í upphafi
misseris og síðan aftur rétt fyrir prófin. I fyrstu
atrennu tókst að ná til 13 af þeim 25 nemendum
í árganginum sem komu til greina. Jafnframt
voru sex einstaklingar mældir til viðmiðunar.
Auk MSA beindust mælingar að ýmsum sál-
rænum og lífeðlisfræðilegum þáttum tengdum
streitu og starfsemi hjarta og blóðrásar (STAI
og BDI spurningalistar, blóðþrýstingur, hjarta-
starfsemi, nóradrenalín, adrenalín, kortisól og
testósterón í plasma), bæði í hvíld og í skamm-
tímaviðbrögðum við streituáreitum (upplestur,
word color conflict test, cold pressor test).
Urvinnsla gagna stendur yfir og einnig er á
áætlun að stækka hópana. Bráðabirgðaniður-
stöður sýna aukið s-anxiety og hækkaðan
hvíldarhlébilsþrýsting í stúdentunum en engar
breytingar fengust í hvíldar-MSA þótt plasma-
nóradrenalín hafi aukist í báðum hópunum.
Aðrir þættir, sem þegar hafa verið greindir,
sýna ekki breytingu (svo sem kortisól, testó-
sterón, adrenalín, púls, hlébilsþrýstingur).
Erfitt er að draga miklar ályktanir þar sem
hóparnir eru enn litlir og misstórir, en þó má
ætla að líkanið geti gefið áhugaverðar niður-
stöður.
E-32. Stjórnun og virkni cytosolic fosfór-
lípasa A2 í æðaþeli
Ingibjörg J. Guðmundsdóttir, Haraldur Hall-
dórsson, Kristín Magnúsdóttir, Guðmundur
Þorgeirsson
Frá rannsóknastofu HI í lyfjafrœði, lyflœkn-
ingadeild Landspítalans
Inngangur: Æðaþel er virkur vefur sem
svarar örvun með myndun ýmissa efna sem
hafa áhrif á æðar og önnur líffæri. Æðaþelið er
því þýðingarmikið fyrir stjórn blóðflagna,
segavörn og blóðstorku. Skerðing á starfsemi
æðaþels er mikilvæg í meinmyndun ýmissa
sjúkdóma til dæmis æðakölkunar, segamynd-
unar og háþrýstings.
Niðurbrotsefni arachidonsýru, prostaglandín
og leukotríen, gegna veigamiklu hlutverki í
stjórnun æðaþels auk þess að hafa víðtæk áhrif
í öðrum vefjum. Það er því afar áhugavert að
reyna að greina þær boðleiðir sem koma við
sögu í myndun þeirra. Cytosolic fosfórlípasi
A2, cPLA2, er álitið lykilensím í losun ara-
chidonsýru. Talið er að losun Ca++ í í'rumum
sé mikilvæg fyrir virkjun ensímsins þar sem
hún valdi færslu að himnum. Fosfórun virðist
einnig valda aukinni virkni. Ekki er ljóst hvaða
kínasar miðli þessari fosfórun en mismunandi
MAP-kínasar hafa gjarnan verið nefndir í því
sambandi.
Efniviður og aðferðir: Við könnuðum áhrif
MAP-kínasa hindrana PD98059 sem hindrar
örvun ERK, og SB203580 sem hindrar virkni
p38, á arachidonsýrulosun (geislamerkt arachi-
donsýra), virkni cPLA2 (virknimæling) og fos-
fórun cPLA2 (rafdráttur og western blot) í
ræktuðum æðaþelsfrumum úr bláæðum nafla-
strengja.
Niðurstöður: Niðurstöður okkar sýna meðal
annars að cPLA2 er virkjaður að tilstuðlan ým-
issa örvunarefna svo sem trombíns, epidermal
growth factors, histamíns og pervanadats. Enn-
fremur að bæði p38 og ERK kínasar eigi þátt í
að virkja cPLA2.
E-33. Rannsóknir á boðflutningi um
integrin í eðlilegum brjóstavef
Hilmar Viðarsson, Þórunn Rafnar, Helga M.
Ögmundsdóttir
Frá rannóknastofu í sameinda- og frumulíf-
frœði Krabbameinsfélagi Islands
Integrin eru fjölskylda ap misleitra tvennda
sem stjómar að hluta tengslum frumna við
þeirra nánasta umhverfi. Integrin tengjast inn-
anfrumuboðflutningi og spila mjög þýðingar-
mikið hlutverk í stjórnun svipgerðar frumna í
þroskun og sérhæfingu. Breytingar á eðlilegri
tjáningu integrina finnast oft í krabbameinum
og eru ein orsök þess að frumurnar fara að vaxa
óháð tengingu við millifrumuefni. Meginmark-
mið rannsóknarinnar er að athuga boðflutning í
gegnum ákveðin integrin í eðlilegum brjósta-
þekjuvef með það langtímamarkmið fyrir aug-
um að bera þessa ferla saman við ástand inte-
grinboðflutningssameinda í illkynja æxlis-
frumum.
Þekjufrumur úr ferskum eðlilegum brjósta-
vef og tvær frumulínur af brjóstaþekju upp-
runa, MCF-10A og MCF-7, voru ræktaðar á
mismunandi undirlagi, kollageni eða grunn-
himnuefni. Þekjufrumur voru einnig ræktaðar í
þrívíðum hlauparæktum. Til að meta tjáningu
integrina var notuð immunó-peroxíðasa mót-
efnalitun. Frumurnar voru örvaðar með því að
sá þeim á viðeigandi undirlag eða með örvandi
mótefnum, sprengdar og innanfrumuprótín
skoðuð með western blotting.
Fyrsta skref rannsóknarinnar var að athuga
hvort tjáning integrina héldist óbreytt á yfir-