Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 40

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 40
40 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 aðferð, poly A RNA einangrað með olígó dT cellulósa og hlutfallslegt magn mRNA fyrir SAA ákvarðað með northern blotting. Niðurstöður: I lifur og hjarta hamstra sem fengu fæði bætt með ómega-3 fitusýrum var endótoxín örvaður styrkur mRNA fyrir SAA 50-60% meiri en í lifur og hjarta hamstra sem fengu fæði bætt með ómega-9 fitusýrum. I lifur og hjarta hamstra sem fengu ómega-6 fitusýru- bætt fæði var endótoxín örvaður styrkur mRNA fyrir SAA á milli þess sem hann var í hömstrum sem fengu ómega-3 og þeirra sem fengu ómega-9 fitusýrur í fæðinu. Svipaðar niðurstöður fengust úr milta en munur á styrk mRNA fyrir SAA í milta hamstra sem fengu ómega-3 og ómega-9 fitusýrur í fæði var ekki marktækur. Enginn munur var á styrk mRNA fyrir SAA í þörmum hamstra sem fengu mis- munandi fæði. Alyktanir: Þessar niðurstöður sýna að ómega- 3 fitusýrur í fæði geta aukið endótoxínörvað magn mRNA fyrir SAA í nokkrum vefjum hamstra. SAA er eitt af aðalbráðfasaprótínun- um og er talið gegna jákvæðu hlutverki við sýkingu. Því gæti aukið mRNA fyrir SAA í hömstrum sem fengu ómega-3 fitusýrur bent til jákvæðra áhrifa ómega-3 fitusýra í sýkingum. E-36. Reykingavenjur vélstjóra, er hægt að komast að þeim með fyrirspurnum? Vilhjálmur Rafnsson Frá rannsóknastofu í heilbrigðisfrœði HI Inngangur: Reykingar eru oft truflandi þáttur (confounding factor) í rannsóknum á krabba- meinsnýgengi meðal starfshópa. Fyrri rann- sókn á múrurum gaf vísbendingar um háa dán- artíðni vegna lungnakrabbameins og höfundur hafði oft hvatt múrara til að hætta að reykja, því reykingar og hugsanlegur krabbameins- valdur í starfsumhverfi þeirra gætu verið sam- verkandi. I ljós kom í rannsókn á reykingavenj- um múrara að þeir höfðu hætt að reykja í mun meira mæli en aðrir karlar á Islandi. Spurningin er hvort rannsakandinn hafi haft áhrif á hvernig múrarai'nir svöruðu. Nýgengi lungnakrabbameins hefur áður verið rannsakað meðal vélstjóra og þeim einnig ráðlagt að hætta að reykja. Markmið rannsóknarinnar var að kanna reykingavenjur vélstjóra en það er liður í um- fangsmeiri athugun á krabbameinsnýgengi meðal vélstjóra. Efniviður og aðferðir: Félagatal vélstjóra var fengið frá Vélstjórafélagi Islands. I júní voru sendir spurningalistar um starfs- og reyk- ingavenjur til 2.241 vélstjóra. Aminningar- og hvatnirfgarbréf um að svara var sent mánuði seinna til þeirra sem ekki höfðu þá svarað. Svörun var 73% um miðjan október. Niðurstöður: Af svarendum höfðu 30,4% aldrei reykt, 34,5% voru hættir fyrir meir en ári og þeir sem reyktu að staðaldri voru 24,1%. Miðað við kannanir tóbaksvarnarnefndar hafa fleiri vélstjórar einhvern tímann byrjað að reykja og fleiri hætt að reykja en gengur og gerist hjá íslenskum körlum. Af þeim sem svöruðu á fyrsta mánuðinum höfðu marktækt fleiri hætt að reykja og fleiri sem reyktu svöruðu á síðustu stundu. Alyktanir: Þegar krabbameinsnýgengi með- al vélstjóra verður borin saman við nýgengi meðal allra íslenskra karla mun trutlun af völd- um reykinga samkvæmt þessum niðurstöðum ekki leiða til hærra nýgengis krabbameina hjá vélstjórum heldur þess gagnstæða. Tíðari reyk- ingar meðal þeirra sem svara seint, bendir til þess að vélstjórar sem ekki hafa svarað reyki meir en aðrir. Ef til vill er ástæða þess að reyk- ingamenn draga að svara sú að þeir skammast sín fyrir reykingarnar eða þyki þær ntiður og ástæða þess að stærra hlutfall þeirra sem hættir eru að reykja svara fljótt, er ef til vill sú að þeir séu ákafir um að segja þeim sem rak áróður gegn reykingum, frá árangri sínum. E-37. Nýgengi krabbameina meðal iðn- verkakvenna Hólmfríður K. Gunnarsdóttir", Vilhjálmur Rafnsson21 Frá "atvinnusjúkdómadeild Vinnueftirlits rík- isins, 21rannsóknastofu í heilbrigðisfrœði Hl Inngangur: Rannsóknir á nýgengi krabba- meina hafa leitt í ljós mismunandi krabba- meinstíðni í mismunandi þjóðfélagshópum. Heildartíðni krabbameina er hærri meðal karla í hópum sem hafa stutta skólagöngu og vinna ósérhæfð störf. Heildartíðni krabbameina með- al kvenna með sömu kennimerkjum er á hinn bóginn lægri en meðal annarra kvenna. Tiltekin krabbamein eru þó tíðari í þessum hópi kvenna, það er krabbamein í leghálsi og lungum, en brjóstakrabbamein er á hinn bóginn algengara meðal kvenna sem betur eru settar. Starf og lífshættir eru nátengd atriði sem erfitt er að að- greina. Rannsóknir á krabbameinstíðni í ís- lenskum starfshópum hafa leitt í ljós svipað mynstur og sést hefur annars staðar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.