Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 45

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 45
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 45 Frá "lyflœkningadeild Landspítalans, 2)lyf- lœkningadeild King's College School ofMedi- cine and Dentistry London, 3>Islenskri erfða- greiningu Inngangur: Það er algengt að sjúklingar með hryggikt hafi bólgu í terminal ileum sem hugs- anlega er meðvirkandi þáttur í liðasjúkdómnum. Við könnuðum þá tilgátu að náin skyldmenni sjúklinga með hryggikt hefðu truflun á gegn- dræpi mjógirnis eða bólgu í mjógirni. Efniviður og aðferðir: Tuttugu og sjö sjúk- lingar með hryggikt (úr 20 fjölskyldum) og 62 (75%) af 83 nánum skyldmennum fóru í eftir- farandi rannsóknir: 1. Mælt var kalprótektín í hægðasýni hjá öll- um. Það er mjög sérhæft próf til að mæla neutrophilbólgu í görn. 2. Frásogs-gegndræpispróf var gert hjá 42 (51%) heilbrigðum aðstandendum hryggikt- arsjúklinga (fimm klukkustunda útskilnaður á 3-0-m-D-glucose, G-xylos, L-rahmnose og lactulose). 3. Sömu rannsóknir voru gerðar hjá 40 heil- brigðum einstaklingum og voru þeir notaðir sem viðmiðunarhópur. Niðurstöður: Meðalgildi og öryggismörk fyrir kalprótektín hjá viðmiðunarhópi var 3,1 mg/L (2,2-4,0), hjá sjúklingum 61,4 mg/L (23,6-99,2) og hjá aðstandendum 40,0 mg/L (25,1-54,9). Margir sjúklinganna tóku gigtarlyf og skýrir það að hluta hækkun á kalprótektíni. Þrír (7%) af skyldmennum höfðu óeðlilegt gegndræpi og 34 (54%) höfðu bólgu í þörmum (dæmt eftir kalprótektínhækkun) sem í sumum tilfellum var jafnsvæsin og sést hjá sjúklingum með Crohns sjúkdóm. Umræða: Bólga í þörmum án truflunar á gegndræpi bendir mjög sterklega á bólgu í terminal ileum eða ristli. Erfðir bólgunnar, sem þessi rannsókn leiddi í ljós, samrýmist ríkjandi erfðum. Bólga í þörmum virðist vera teikn um leynda bólgu hjá heilbrigðum skyldmennum sjúklinga með hryggikt og getur gefið vísbend- ingu um meingerð sjúkdómsins. E-47. Þarmabólga hjá nánum aðstand- endum sjúklinga með Crohns sjúkdóm. Ríkjandi erfðir? Bjarni Þjóðleifsson'1, Einar Oddsson", Hall- grímur Guðjónssonl>, Inga Reynisdóttir’, Krist- leifur Kristjánssoiv1, Guðmundur Sigþórsson31, Matthías Kjeld41, Nick Cariglia51, Snorri Ein- arsson11, Ingvar Bjarnason31 Frá "lyjleekningadeild Landspítalans, 2,ís- lenskri erfðagreiningu, 3,King 's College Hosp- ital London, 4,rannsóknastofu HI í meinefna- frœði, "Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri Inngangur: Áhætta á að fá Crohns sjúkdóm er 10 til 20-föld hjá nánum aðstandendum sjúk- linga miðað við óvalið úrtak. Ef erfðir eiga þátt í tilurð Crohns sjúkdóms, þá er mögulegt að nánir aðstandendur hafi leynd teikn um sjúk- dóminn og líklegast að slíkt komi fram í ein- kennalausri bólgu í þörmum. Tilgangur rann- sóknarinnar var að leita að slíkum einkennum hjá heilbrigðum aðstandendum sjúklinga með Crohns sjúkdóm. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til 18 sjúklinga með Crohns sjúkdóm og 67 ná- inna skyldmenna (systkina, foreldra). Viðmið- unarhópur samanstóð af 27 heilbrigðum ein- staklingum. Gert var þarmagegndræpispróf: gefin sykrungablanda, þvagi safnað í fimm klukkustundir og sykrungar mældir í þvagi. Þarmabólgupróf var framkvæmt með mælingu á kalprótektíni í hægðum. Kalprótektín á upp- tök sín í hvítum blóðfrumum og ef það finnst í hægðum, þá er það sterk vísbending um bólgu í þörmum. Einungis þarf eitt hægðasýni (um 10 g) til að fá áreiðanlega mælingu. Mælt með ELISA. Niðurstöður: Þrír (4,5%) aðstandendur höfðu óeðlilegt gegndræpispróf, en 28 (41%) höfðu óeðlilegt þarmabólgupróf. Miðgildi og örygg- ismörk fyrir kalprótektíni í hægðum voru 2,0 (0,2-10,5) hjá heilbrigðum, 10,5 (0,2-360) hjá skyldmennum og 54 (19-540) hjá sjúklingum með Crohns sjúkdóm. Alyktanir: Leynd bólga fannst hjá 41% heilbrigðra skyldmenna sjúklinga með Crohns sjúkdóm og samrýmdist það ríkjandi erfðum fyrir leynda bólgu. Þar sem gegndræpispróf var í flestum tilfellum eðlilegt, er bólga væntan- lega staðsett í ristli eða á litlu svæði neðst í mjógirni. E-48. Algengi stökkbreytinga í HFE geni hjá Islendingum og íslenskum sjúkling- um með járnofhleðslu Jóm'na Jóhannsdóttir", Jón Jóhannes Jóns- son", Guðmundur M. Jóhannesson", Heiðdís Valbergsdóttir", Jón Gunnlaugur Jónassoir' Frá "rannsóknastofum Landspítalans í mein- efnafrœði og blóðfrceði, 2)rannsóknarstofu HÍ í meinafrœði Inngangur: Arfgeng hemókrómatósa er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.