Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Page 48
48
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLG1RIT 37
E-52. Áhrif Cyclooxigenasa 1/Cycloox-
igenasa 2 henilunar á maga og þarma.
Samanburður á nímesúlíði og naproxen
Hallgrímur Guðjóiisson'1, Bjarni Þjóðleifsson",
Einar Oddsson", D. Fitzgerald2', F. Murray2',
A. Shah2', Ingvar Bjarnason"
Frá "Landspítalanum, 21Beumont Hospital
Dublin, "King 's College Hospital London
Inngangur: Aukaverkanir gigtarlyfja í melt-
ingarvegi stafa aðallega af blokkun á cyclo-
oxigenasa. Tvö ísóform eru til af CycloOXi-
genasa COX, annars vegar COX 1 sem er í
flestum vefjum líkamans og hins vegar COX 2
sem er í þeim frumum ónæmiskerfisins sem
framkalla bólgu. Lækningavirkni gigtarlyfja
stafar fyrst og fremst af COX 2 blokkun en
aukaverkanir af COX 1 blokkun. Nímesúlíð er
nýtt gigtarlyf sem talið er hafa ríkjandi COX 2
blokkun. Tilgangur rannsóknarinnar var að
bera saman áhrif nímesúlíðs og naproxen á
maga og þarma hjá mönnum.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var með
tvíblindu krossuðu sniði. Naproxen var gefið
500 mg x 2 og nímesúlíð 100 mg x 2 í 14 daga
með 14 daga hléi á milli. Þátttakendur voru 36
heilbrigðir einstaklingar, 23 íslendingar og 13
Irar, 24 karlar og 12 konur á aldrinum 45-65
ára.
Áverki á maga og skeifugörn var metinn
með magaspeglun á meðferðardegi 0 og 14.
Slímhúðarbreytingar (roði, blæðingar, fleiður
og sár) voru mældar með visual analogue scale
(VAS) 0-150 mm.
Áverki á mjógirni var metinn á meðferðar-
degi 0 og 14 með mælingu á kalprótektíni í
hægðum og einnig með gegndræpnisprófi þar
sem notaðar voru fjórar tegundir sykrunga.
Niðurstöður: Áverki á maga og skeifugörn
var marktækt minni (p<0,001 Mann Whitney
próf) hjá nímesúlíðhópi en naproxenhópi.
Fleiðursár eru talinn veigamesti áverkinn og
þar var mæling á VAS kvarða 10 mm í ním-
esúlíðhópi en 65 mm í naproxenhópi. Kalpró-
tektín hækkaði úr 5,5 mg/L í 12,1 mg/L hjá
naproxenhópi (p<0,001) en engin breyting var
hjá nímesúlíðhópi. Naproxen eykur gegn-
dræpni í mjógirni en ekki nímesúlíð.
Ályktanir: Nímesúlíð hefur mun minni auka-
verkanir á maga og þarma heldur en naproxen.
Tíðni aukaverkana virðist vera í hlutfalli við
COX 1 blokkun.
E-53. Lyfjahlaup með sýkladrepandi
virkni gegn herpes simplex veiru, alnæm-
isveifu (HIV-1), Chlamydia trachomatis
og Neisseria gonorrhoeae
Halldór Þormar", Guðmundur Bergsson",
Eggert Gunnarsson2', Guðmundur Georgsson21,
Olafur Steingrímsson", Þórdís Kristmunds-
dóttir"
Frá "Líffrœðistofnun HÍ, 21Tilraunastöð HÍ í
meinafrœði að Keldum, "sýklafrœðideild Land-
spítalans, 41Lyfjafrœðistofnun HÍ
Áhugi hefur verið á því undanfarin ár að
þróa sýkladrepandi lyfjaform til að fyrirbyggja
smit gegnum slímhimnur, til dæmis slímhimn-
ur kynfæra. Þetta er talið brýnt, meðal annars
vegna þess að enn eru ekki til bóluefni gegn
veirum og bakteríum sem valda kynfærasmiti,
svo sem herpes simplex veiru af tegund 2
(HSV-2), alnæmisveirunni (HIV-1) og Chlam-
ydia trachomatis. Nokkur lyfjaform með virk-
um efnum af ýmsu tagi hafa þegar verið hönn-
uð og sum þeirra prófuð í fasa 1 og II tilraunum
í fólki. Flest þessi efni eru tilbúin hreinsiefni
(detergents) eða sótthreinsandi efni og sum
þeirra, til dæmis nonoxynol-9, valda ertingu í
slímhimnum.
Við höfum þróað lyfjahlaup sem innihalda
náttúrulegt fituefni, mónókaprín, með breiða
sýkladrepandi virkni. In vitro próf voru gerð á
slíkum lyfjahlaupum með því að blanda þeim
við sýni af bakteríum eða veirum í eina til
fimm mínútur og mæla síðan lækkun á títer
borið saman við viðmiðunarsýni. Þessi próf
sýndu að lyfjahlaup með 20 mM mónókapríni
ollu meira en 100.000-faldri lækkun á títer
HSV-2 og Neisseria gonorrhoeae á einni mín-
útu og 10.000- faldri lækkun á títer HIV-1 í
sæði á einni mínútu. Það tók hins vegar heldur
lengri tíma að drepa Chlamydia í sama mæli,
eða fimm mínútur við 37°C. Auk þess að drepa
þessa sýkla hratt og í miklu magni drápu lyfja-
hlaupin hvít blóðkorn í sæði á innan við einni
mínútu, en sýkt blóðkorn eru talin virk við kyn-
færasmit á HIV-1. Ertandi áhrif lyfjahlaupanna
á slímhimnur voru prófuð í kanínum með því
að sprauta hlaupunum inn í leggöng dýranna
daglega í 10 daga. Dýrunum var því næst lógað
og slímhimnan rannsökuð. Engin merki um
skaðleg áhrif á slímhimnuna voru sýnileg og
engar sjúklegar breytingar sáust við smásjár-
skoðun á lituðum sneiðum.
Lyfjahlaupin uppfylla því þær kröfur sem
gera þarf til fyrstu tilrauna í fólki, það er þau eru