Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 48

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 48
48 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLG1RIT 37 E-52. Áhrif Cyclooxigenasa 1/Cycloox- igenasa 2 henilunar á maga og þarma. Samanburður á nímesúlíði og naproxen Hallgrímur Guðjóiisson'1, Bjarni Þjóðleifsson", Einar Oddsson", D. Fitzgerald2', F. Murray2', A. Shah2', Ingvar Bjarnason" Frá "Landspítalanum, 21Beumont Hospital Dublin, "King 's College Hospital London Inngangur: Aukaverkanir gigtarlyfja í melt- ingarvegi stafa aðallega af blokkun á cyclo- oxigenasa. Tvö ísóform eru til af CycloOXi- genasa COX, annars vegar COX 1 sem er í flestum vefjum líkamans og hins vegar COX 2 sem er í þeim frumum ónæmiskerfisins sem framkalla bólgu. Lækningavirkni gigtarlyfja stafar fyrst og fremst af COX 2 blokkun en aukaverkanir af COX 1 blokkun. Nímesúlíð er nýtt gigtarlyf sem talið er hafa ríkjandi COX 2 blokkun. Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman áhrif nímesúlíðs og naproxen á maga og þarma hjá mönnum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var með tvíblindu krossuðu sniði. Naproxen var gefið 500 mg x 2 og nímesúlíð 100 mg x 2 í 14 daga með 14 daga hléi á milli. Þátttakendur voru 36 heilbrigðir einstaklingar, 23 íslendingar og 13 Irar, 24 karlar og 12 konur á aldrinum 45-65 ára. Áverki á maga og skeifugörn var metinn með magaspeglun á meðferðardegi 0 og 14. Slímhúðarbreytingar (roði, blæðingar, fleiður og sár) voru mældar með visual analogue scale (VAS) 0-150 mm. Áverki á mjógirni var metinn á meðferðar- degi 0 og 14 með mælingu á kalprótektíni í hægðum og einnig með gegndræpnisprófi þar sem notaðar voru fjórar tegundir sykrunga. Niðurstöður: Áverki á maga og skeifugörn var marktækt minni (p<0,001 Mann Whitney próf) hjá nímesúlíðhópi en naproxenhópi. Fleiðursár eru talinn veigamesti áverkinn og þar var mæling á VAS kvarða 10 mm í ním- esúlíðhópi en 65 mm í naproxenhópi. Kalpró- tektín hækkaði úr 5,5 mg/L í 12,1 mg/L hjá naproxenhópi (p<0,001) en engin breyting var hjá nímesúlíðhópi. Naproxen eykur gegn- dræpni í mjógirni en ekki nímesúlíð. Ályktanir: Nímesúlíð hefur mun minni auka- verkanir á maga og þarma heldur en naproxen. Tíðni aukaverkana virðist vera í hlutfalli við COX 1 blokkun. E-53. Lyfjahlaup með sýkladrepandi virkni gegn herpes simplex veiru, alnæm- isveifu (HIV-1), Chlamydia trachomatis og Neisseria gonorrhoeae Halldór Þormar", Guðmundur Bergsson", Eggert Gunnarsson2', Guðmundur Georgsson21, Olafur Steingrímsson", Þórdís Kristmunds- dóttir" Frá "Líffrœðistofnun HÍ, 21Tilraunastöð HÍ í meinafrœði að Keldum, "sýklafrœðideild Land- spítalans, 41Lyfjafrœðistofnun HÍ Áhugi hefur verið á því undanfarin ár að þróa sýkladrepandi lyfjaform til að fyrirbyggja smit gegnum slímhimnur, til dæmis slímhimn- ur kynfæra. Þetta er talið brýnt, meðal annars vegna þess að enn eru ekki til bóluefni gegn veirum og bakteríum sem valda kynfærasmiti, svo sem herpes simplex veiru af tegund 2 (HSV-2), alnæmisveirunni (HIV-1) og Chlam- ydia trachomatis. Nokkur lyfjaform með virk- um efnum af ýmsu tagi hafa þegar verið hönn- uð og sum þeirra prófuð í fasa 1 og II tilraunum í fólki. Flest þessi efni eru tilbúin hreinsiefni (detergents) eða sótthreinsandi efni og sum þeirra, til dæmis nonoxynol-9, valda ertingu í slímhimnum. Við höfum þróað lyfjahlaup sem innihalda náttúrulegt fituefni, mónókaprín, með breiða sýkladrepandi virkni. In vitro próf voru gerð á slíkum lyfjahlaupum með því að blanda þeim við sýni af bakteríum eða veirum í eina til fimm mínútur og mæla síðan lækkun á títer borið saman við viðmiðunarsýni. Þessi próf sýndu að lyfjahlaup með 20 mM mónókapríni ollu meira en 100.000-faldri lækkun á títer HSV-2 og Neisseria gonorrhoeae á einni mín- útu og 10.000- faldri lækkun á títer HIV-1 í sæði á einni mínútu. Það tók hins vegar heldur lengri tíma að drepa Chlamydia í sama mæli, eða fimm mínútur við 37°C. Auk þess að drepa þessa sýkla hratt og í miklu magni drápu lyfja- hlaupin hvít blóðkorn í sæði á innan við einni mínútu, en sýkt blóðkorn eru talin virk við kyn- færasmit á HIV-1. Ertandi áhrif lyfjahlaupanna á slímhimnur voru prófuð í kanínum með því að sprauta hlaupunum inn í leggöng dýranna daglega í 10 daga. Dýrunum var því næst lógað og slímhimnan rannsökuð. Engin merki um skaðleg áhrif á slímhimnuna voru sýnileg og engar sjúklegar breytingar sáust við smásjár- skoðun á lituðum sneiðum. Lyfjahlaupin uppfylla því þær kröfur sem gera þarf til fyrstu tilrauna í fólki, það er þau eru
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.