Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 52
52
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIR1T 37
með vota hrörnun höfðu 81% sjón <0,1 en 25%
augna með þurra hrörnun á háu stigi.
Alyktanir: Þurr ellihrörnun á byrjunarstigi
hefur ekki áhrif á sjónskerpu sem bendir til að
breytingarnar séu fremur í litþekju en sjón-
himnu. Þurr ellihrörnun á háu stigi og vot elli-
hrörnun í augnbotnum eru algengustu orsakir
blindu og alvarlegra sjónskerðinga á Islandi í
dag. Þessir sjúkdómar hafa þó ekki veruleg
áhrif á sjónskerpu Reykvíkinga fyrr en eftir
sjötugt.
E-59. Áhrif metazólamíðs í sýklódextrín-
lausn á augnþrýsting
Elínborg Guðmundsdóttir, Þorsteinn Loftsson,
Gyða Bjarnadóttir, Guðrún Guðmundsdóttir,
Einar Stefánsson
Frá lœknadeild og lyfjafrœði lyfsala HI, augn-
deild Landspítalans
Inngangur: A síðustu árum hefur verið unnið
að rannsóknum á augnlyfjum sem innihalda
sýklódextrín. Sýklódextrín er hringlaga sykur-
sameind sem er vatnssækin hið ytra og fitusæk-
in hið innra og er því hægt að auka vatnsleys-
anleika fitusækinna lyfja með því að koma
þeim fyrir í miðju sameindarinnar. Karbóan-
hýdrasablokkarar hafa verið notaðir í fjölda ára
til að lækka augnþrýsting en þeir eru torleystir
í vatni. Metazólamíð er karbóanhýdrasablokk-
ari sem hefur verið notaður í töfluformi en
aldrei í formi augndropa. Búnir voru til augn-
dropar sem innihéldu metazólamíð 1% í sýkló-
dextrínlausn og áhrif þeirra til lækkunar á
augnþrýsting skoðuð og jafnframt borin saman
við dorzólamíð 2% (Trusopt) sem er karbóan-
hýdrasablokkari sem er til á markaðnum í
formi augndropa.
Efniviður og aðferðir: Prófaðir voru 16 ein-
staklingar sem uppfylltu skilyrði um hækkaðan
augnþrýsting (oculer hypertensio) eða augn-
þrýsting hærri en 21 mm Hg og voru ekki á
meðferð. Hver einstaklingur fékk augndropa til
að setja í annað augað þrisvar á dag í eina viku.
Rannsóknin var tvíblind og helmingur einstak-
linga fékk metazólamíð augndropa og helm-
ingur fékk Trusopt (dorzólamíð) og réð tilvilj-
un röðun í hópa. Augnþrýstingur var mældur í
báðum augum klukkan 9.00 og 15.00 fyrir
meðferð og síðan á degi 1, 3 og eftir eina viku.
Niðurstaða: Eftir viku meðferð hafði augn-
þrýstingur hjá þeim átta einstaklingum sem
fengu metazólamíð augndropana lækkað að
meðaltali um 12% en hjá þeim sem fengu
dorzólamíð hafði hann lækkað að meðaltali um
26%.
Ályktun: Augndropar sem innihalda meta-
zólamíð í cýklódextrínlausn virka til lækkunar
á augnþrýstingi í mönnum. Virkni þeirra er þó
ekki eins mikil og dorzólamíðs (Trusopt) sem
er sá karbóanhýdrasablokkari sem er á markaði
í dag í formi augndropa.
E-60. Lífeðlisfræðileg verkun laser-með-
ferðar á stífluðum bláæðagreinum í sjón-
himnu og sjónhimnubjúg
Arsœll Arnarsson, Einar Stefánsson
Frá lœknadeild HI, augndeild Landspítalans
Inngangur: Markmið rannsóknarinnar er að
reyna tilgátu byggða á lögmáli Starlings um
meinalífeðlisfræði sjónhimnubjúgs. Sýnt hefur
verið fram á, að hjá sjúklingum með stíflaðar
bláæðagreinar í sjónhimnu (BRVO) hverfur
bjúgurinn í kjölfar laser-meðferðar. Okkai' til-
gáta spáir því að samhliða því, að bjúgurinn
hverfi í kjölfar laser-meðferðar sjáist æðarnar
sjálfar þrengjast og styttast.
Efniviður og aðferðir: Gerð var afturvirk at-
hugun á augnbotnamyndum 12 einstaklinga, 10
karla og tveggja kvenna, sem höfðu verið með-
höndluð með argon laser vegna stíflaðra bláæða-
greina og sjónhimnubjúgs. Augnbotnamyndir
sem teknar voru við greiningu og síðan eftir
laser-meðferð voru settar yfir á stafrænt form og
síðan var lengd og breidd æða í sjónhimnunni
mæld með aðstoð NlH-lmage forritsins.
Niðurstöður: Sjónhimnubjúgurinn hvarf í
öllum tilvikum eftir laser-meðferð. Að auki
minnkaði breidd bláæðlinga niður í 0,813±
0,015 (p=0,019) af því sem var fyrir meðferð
og breidd slagæðlinga sem liggja samhliða blá-
æðunum þrengdist í 0,780±0,014 (p=0,008).
Þessar æðar styttust einnig; lengd bláæðlinga
eftir laser-meðferð varð 0,951 ±0,165 (p=0,005)
af því sem hún var fyrir meðferð og samsvar-
andi gildi fyrir slagæðlinga var 0,952±0,143
(p=0,008). Samanburðaræðar í sömu augn-
botnum, breyttust ekkert.
Ályktanir: Þessar niðurstöður eru í sam-
ræmi við þá kenningu okkar að hvarf sjón-
himnubjúgs í kringum stíflaðar bláæðagreinar
megi rekja til áhrifa laser-meðferðarinnar á
súrefnisbúskap sjónhimnunnar. Aukið framboð
súrefnis leiðir til þrengingar slagæðlinga og
lækkaðs þrýstings inni í æðunum, sem aftur
dregur úr bjúgmyndun samkvæmt lögmáli
Starlings.