Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Qupperneq 52

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Qupperneq 52
52 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIR1T 37 með vota hrörnun höfðu 81% sjón <0,1 en 25% augna með þurra hrörnun á háu stigi. Alyktanir: Þurr ellihrörnun á byrjunarstigi hefur ekki áhrif á sjónskerpu sem bendir til að breytingarnar séu fremur í litþekju en sjón- himnu. Þurr ellihrörnun á háu stigi og vot elli- hrörnun í augnbotnum eru algengustu orsakir blindu og alvarlegra sjónskerðinga á Islandi í dag. Þessir sjúkdómar hafa þó ekki veruleg áhrif á sjónskerpu Reykvíkinga fyrr en eftir sjötugt. E-59. Áhrif metazólamíðs í sýklódextrín- lausn á augnþrýsting Elínborg Guðmundsdóttir, Þorsteinn Loftsson, Gyða Bjarnadóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Einar Stefánsson Frá lœknadeild og lyfjafrœði lyfsala HI, augn- deild Landspítalans Inngangur: A síðustu árum hefur verið unnið að rannsóknum á augnlyfjum sem innihalda sýklódextrín. Sýklódextrín er hringlaga sykur- sameind sem er vatnssækin hið ytra og fitusæk- in hið innra og er því hægt að auka vatnsleys- anleika fitusækinna lyfja með því að koma þeim fyrir í miðju sameindarinnar. Karbóan- hýdrasablokkarar hafa verið notaðir í fjölda ára til að lækka augnþrýsting en þeir eru torleystir í vatni. Metazólamíð er karbóanhýdrasablokk- ari sem hefur verið notaður í töfluformi en aldrei í formi augndropa. Búnir voru til augn- dropar sem innihéldu metazólamíð 1% í sýkló- dextrínlausn og áhrif þeirra til lækkunar á augnþrýsting skoðuð og jafnframt borin saman við dorzólamíð 2% (Trusopt) sem er karbóan- hýdrasablokkari sem er til á markaðnum í formi augndropa. Efniviður og aðferðir: Prófaðir voru 16 ein- staklingar sem uppfylltu skilyrði um hækkaðan augnþrýsting (oculer hypertensio) eða augn- þrýsting hærri en 21 mm Hg og voru ekki á meðferð. Hver einstaklingur fékk augndropa til að setja í annað augað þrisvar á dag í eina viku. Rannsóknin var tvíblind og helmingur einstak- linga fékk metazólamíð augndropa og helm- ingur fékk Trusopt (dorzólamíð) og réð tilvilj- un röðun í hópa. Augnþrýstingur var mældur í báðum augum klukkan 9.00 og 15.00 fyrir meðferð og síðan á degi 1, 3 og eftir eina viku. Niðurstaða: Eftir viku meðferð hafði augn- þrýstingur hjá þeim átta einstaklingum sem fengu metazólamíð augndropana lækkað að meðaltali um 12% en hjá þeim sem fengu dorzólamíð hafði hann lækkað að meðaltali um 26%. Ályktun: Augndropar sem innihalda meta- zólamíð í cýklódextrínlausn virka til lækkunar á augnþrýstingi í mönnum. Virkni þeirra er þó ekki eins mikil og dorzólamíðs (Trusopt) sem er sá karbóanhýdrasablokkari sem er á markaði í dag í formi augndropa. E-60. Lífeðlisfræðileg verkun laser-með- ferðar á stífluðum bláæðagreinum í sjón- himnu og sjónhimnubjúg Arsœll Arnarsson, Einar Stefánsson Frá lœknadeild HI, augndeild Landspítalans Inngangur: Markmið rannsóknarinnar er að reyna tilgátu byggða á lögmáli Starlings um meinalífeðlisfræði sjónhimnubjúgs. Sýnt hefur verið fram á, að hjá sjúklingum með stíflaðar bláæðagreinar í sjónhimnu (BRVO) hverfur bjúgurinn í kjölfar laser-meðferðar. Okkai' til- gáta spáir því að samhliða því, að bjúgurinn hverfi í kjölfar laser-meðferðar sjáist æðarnar sjálfar þrengjast og styttast. Efniviður og aðferðir: Gerð var afturvirk at- hugun á augnbotnamyndum 12 einstaklinga, 10 karla og tveggja kvenna, sem höfðu verið með- höndluð með argon laser vegna stíflaðra bláæða- greina og sjónhimnubjúgs. Augnbotnamyndir sem teknar voru við greiningu og síðan eftir laser-meðferð voru settar yfir á stafrænt form og síðan var lengd og breidd æða í sjónhimnunni mæld með aðstoð NlH-lmage forritsins. Niðurstöður: Sjónhimnubjúgurinn hvarf í öllum tilvikum eftir laser-meðferð. Að auki minnkaði breidd bláæðlinga niður í 0,813± 0,015 (p=0,019) af því sem var fyrir meðferð og breidd slagæðlinga sem liggja samhliða blá- æðunum þrengdist í 0,780±0,014 (p=0,008). Þessar æðar styttust einnig; lengd bláæðlinga eftir laser-meðferð varð 0,951 ±0,165 (p=0,005) af því sem hún var fyrir meðferð og samsvar- andi gildi fyrir slagæðlinga var 0,952±0,143 (p=0,008). Samanburðaræðar í sömu augn- botnum, breyttust ekkert. Ályktanir: Þessar niðurstöður eru í sam- ræmi við þá kenningu okkar að hvarf sjón- himnubjúgs í kringum stíflaðar bláæðagreinar megi rekja til áhrifa laser-meðferðarinnar á súrefnisbúskap sjónhimnunnar. Aukið framboð súrefnis leiðir til þrengingar slagæðlinga og lækkaðs þrýstings inni í æðunum, sem aftur dregur úr bjúgmyndun samkvæmt lögmáli Starlings.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.