Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 53

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 53
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 53 E-61. Faraldsfræði og greining gláku á Islandi. Reykjavíkuraugnrannsóknin Friðbert Jónasson, K. Sasaki, Þórður Sverris- son, Einar Stefánsson, Arsœll Amarsson, Vé- steinn Jónsson, Gyða Bjarnadóttir, Olafur 01- afsson, Laufey Tryggvadóttir og samstaifs- hópur japanskra og íslenskra augnlækna Frá lœknadeild Hl, augndeild Landspítalans, Kanasawa Medical University, landlœknis- embœttinu, Krabbameinsfélaginu Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að ákveða algengi, aldurs- og kynjaskiptingu einstaklinga með gleiðhornagláku og tengsl hennar við tálflögnun á augasteinshýði (pseudoexfoliation syndrome). Efniviður og aðferðir: Sautjánhundruð Reykvíkingar 50 ára og eldri voru valdir með slembiúrtaki og 1635 uppfylltu skilgreiningu rannsóknarinnar. Allir 45 þátttakendur sem höfðu sögu um gláku og 39 aðrir einstaklingar með verulega áhættuþætti, það er augnþrýsting >24 og/eða bolla/sjóntaugaróshlutfall >0,7 eða mismunur þessa milli augna >0,2, voru endur- skoðaðir með tilliti til gláku, þar með talin þröskulds tölvustýrð sjónsvið, innan þriggja og 12 mánaða frá rannsókninni. Niðurstöður: Eittþúsund fjörutíu og fimm einstaklingar tóku þátt í rannsókninni eða 68,2% boðaðra 50-79 ára og 35,8% þeirra sem voru 80 ára og eldri. Tveir einstaklingar höfðu þröngvinkilsgláku (bráðagláku). Tuttugu og ein kona og 22 karlar höfðu áður verið greind með gleiðhornagláku og 63% þeirra höfðu sjónsviðsskemmd. I aldurshópunum 50-59 ára, 60-69 ára, 70-79 ára og 80 ára og eldri var al- gengi gleiðhornagláku 0,8%, 3,3%, 8,0% og 11,5% (aldurshópar í sömu röð). Af augum með tálflögnun höfðu 15,2% einnig gláku en 1,9% augna án tálflögnunar. Af 39 áðurnefnd- um einstaklingum sem grunaðir voru um gláku á byrjunarstigi vegna augnþrýstings eða útlits sjóntaugar voru þrír settir á glákumeðferð inn- an þriggja mánaða frá rannsókn og aðrir tveir innan 12 mánaða frá rannsókn. Alyktanir: Algengi gleiðhomagláku, þar með talin gláka með tálflögnun, eykst með aldri, OR 2,4 (CI 1,7-3,3) fyrir hver 10 ár sem fólk eldist (p<0,001). Það er ekki tölfræðilega mark- tækur kynjamunur. Tálflysjun augasteinshýðis eykur stórlega áhættuna á gleiðhornagláku OR=4,l eða er sérstakur sjúkdómur. Af þátttak- endum sögðust 88,9% hafa komið til augnlækn- is minnst einu sinni síðustu fjögur ár. Hið lága algengi ógreindrar gláku í þessari rannsókn samanborið við allar erlendar rannsóknir ber væntanlega vitni góðu augnheilsueftirliti á ís- landi þar sem fólk kemur til gleraugnamælinga til augnlækna en ekki til sjóntækjafræðinga. E-62. Algengi skýmyndunar á augasteini. Reykjavíkuraugnrannsóknin Arsœll Arnarsson, Friðbert Jónasson, Vésteinn Jónsson, Hiroshi Sasaki, Einar Stefánsson, Gyða Bjarnadóttir, Þórir Harðarson, Ólafur Ólafsson og samstarfshópur íslenskra og jap- anskra augnlœkna Frá læknadeild HI, augndeild Landspítalans, Kanazawa Medical University, landlæknis- embættinu Inngangur: Skýmyndun á augasteini er al- gengasta ástæða nýrrar blindu í heiminum, en sjaldgæf í hinum vestræna heimi sem hefur haft fjárhagslegt bolmagn til að bjóða þeim sem þurfa augasteinsskipti. Um helmingur augnaðgerða á Islandi eru framkvæmdar vegna þessa eina sjúkdóms. Tilgangur rannsóknarinn- ar var að kanna algengi, aldurs- og kyndreif- ingu skýmyndunar á augsteinum. Mismunandi orsakir eru taldar valda skýmyndun í berki, kjarna eða við afturhýði og var því flokkað eft- ir staðsetningu. Einnig var metið á hve háu stigi sjúkdómurinn var. Efniviður og aðferðir: Sautjánhundruð Reykvíkingar 50 ára og eldri voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og boðið að taka þátt í yfirgripsmikilli augnrannsókn. Valið var sama hlutfall og kynhlutfall hvers árgangs. Auga- steinar voru skoðaðir í raufsmásjá af tveimur reyndum augnlæknum og flokkaðir eftir nýja kerfi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Niðurstöður: Sextánhundruð þrjátíu og fimm einstaklingar uppfylltu skilyrði rannsóknarinnar og til skoðunar mættu 1.045, 461 karl og 584 konur. Úr aldurshópnum 50-79 ára mættu 68,2% boðaðra en 35,8% 80 ára og eldri. Hlutfall þeirra sem höfðu tæran augastein fór hratt lækkandi með vaxandi aldri: í aldurshópnum 50-59 ára höfðu 45% engar skýmyndanir, 28% fólks 60-69 ára, 6% 70-79 ára og enginn sem var 80 ára eða eldri hafði tæran augastein. Samhliða þessari aukningu jókst styrkleikastig skýmyndunar. Algengast var ský í berki augsteins og voru 67% þátttakenda með slíkar breytingar. Langalgeng- ast var að fólk hefði sams konar skýmyndanir á báðum augum og var það hjá 84% þátttakenda. Konur höfðu frekar skýmyndanir (77%) en karl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.