Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 54
54
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37
ar (73%) og skipt hafði verið um augastein í tvö-
falt fleiri konum en körlum.
Alyktanir: Skýmyndanir á augasteinum eru
aldurstengdar og afar algengar eftir sjötugt.
Gera má ráð fyrir að þörfin á augasteinsaðgerð-
um aukist mikið á næstu árum vegna fjölgunar
í elstu aldurshópum.
E-63. Alvarieg augnslys á íslandi fyrir og
eftir lögleiðingu sætisbelta
Haraldur Sigurðsson, Guðmundur Viggósson
Frá augndeild Landspítalans, Háskóla Islands
Inngangur: Þegar lög um sætisbelti voru sett
víða um lönd var það einkum til að draga úr
tíðni framrúðuslysa, þá einkum augnskaða sem
oft var orsök að algjörri blindu. A Islandi voru
fyrst sett lög árið 1969 þar sem þess var krafist
að sætisbelti væru í öllum innfluttum bílum. I
lögum nr. 55 frá árinu 1981 var kveðið á um
skyldunotkun sætisbelta í framsæti bifreiða án
refsiviðurlaga. I lögum nr. 50 frá 1987 er enn
kveðið á um skyldunotkunina að viðbættum
refsiviðurlögum.
Efniviður og aðferðir: Borin eru saman tvö
jafnlöng tímabil, annars vegar árin 1971-1979
og hins vegar 1987-1995, og tíðni alvarlegra
augnskaða tengda umferðarslysum fundin. Far-
ið var yfir sjúkraskrár þeirra sjúklinga sem
lögðust inn á augndeild Landakotsspítala á
þessum árabilum og höfðu slasast í umferðinni.
Niðurstöður: Á árunum 1971-1979 vom þetta
22 sjúklingar með alvarlega augnskaða í um-
ferðarslysum, 11 konur og 11 karlar, en á árun-
um 1987-1995 voru sjúklingarnir átta.
Þegar þessi átta slys áranna 1987-1995 eru
skoðuð nánar kemur í ljós að allir nema einn
hinna slösuðu voru farþegar eða ökumenn í bif-
reiðum. Af þessum sjö farþegum eða öku-
mönnum, voru þrír í sætisbeltum, þrír ekki og í
einu tilfelli er það ekki nefnt í sjúkraskrá, þar
var ökumaðurinn drukkinn.
Ályktanir: Löggjöfin um sætisbelti í bif-
reiðum hefur dregið úr tíðni alvarlegra augn-
áverka á íslandi. Það er þó áhyggjuefni að nær
helmingur alvarlegra augnlysa í umferðinni á
undanförum árum er hjá einstaklingum sem
ekki nota sætisbelti.
E-64. Augnskaðar vegna gleraugna sem
brotna
Haraldur Sigurðsson, Birna Guðmundsdóttir,
Harpa Hauksdóttir
Frá augndeild Landspítalans, Háskóla Islands
Inngangur: Notkun gleraugna er mikil í nú-
tímaþjóðfélagi, trúlega hafa flestir þeir sem eru
komnif við aldur notað gleraugu einhvern tím-
ann á lífsleiðinni. Það er vel þekkt að við það
að gleraugu brotna getur orðið augnskaði, gler-
brotin skemma undirliggjandi vef. Þessu hefur
þó lítill gaumur verið gefinn í augnlækningum.
Efniviður og aðferðir: Sjúkraskrár þeirra
einstaklinga, sem fengu augnskaða vegna brot-
inna gleraugna og þurftu innlögn vegna þess á
augndeild Landakotsspítala, voru kannaðar.
Rannsóknin náði til áranna 1987-1995.
Niðurstöður: Samtals voru þetta 10 sjúk-
lingar, níu karlar og ein kona. Hjá sex einstak-
lingum varð slysið við vinnu, hjá tveimur í
fþróttum og öðrum tveimur eftir ofbeldi. Hjá
átta einstaklingum voru það þeirra eigin gler
sem brotnuðu, en hjá tveimur var um að ræða
sérstök hlífðargler. Þetta voru alvarlegir augn-
skaðar, hjá sjö kom gat á augað, hjá tveimur
djúpir skurðir á hornhimnu og einn fékk marga
skurði í andlit og augnlok.
Ályktanir: Brotin gleraugu valda alvarlegum
augnsköðum. Itarlegri umræða og leiðbeining-
ar um notkun mismunandi glerjategunda þess-
um sköðum til varnar eru við hæfi.
E-65. Tálflögnun og formfræði fremri hluta
augans. Reykjavíkuraugnrannsóknin
Þórður Sverrisson, Friðbert Jónasson, H. Sas-
aki, M. Kojima, Ársœll Arnarsson, Vésteinn
Jónsson, Einar Stefánsson, K. Sasaki, og ís-
lensk japanski samstarfshópurinn
Frá lœknadeild HI, augndeild Landspítalans,
Kanazawa Medical University í Japan
Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var
að kanna tíðni og kyndreifingu tálfögnunar.
Einnig að kanna samband hennar við aðrar
formfræðilegar (morphological) breytingar í
fremri hluta augans með notkun Scheimpflug
myndatöku (Nidek EAS 1000).
Efniviður og aðferðir: Sautjánhundruð
Reykvíkingar yfir fimmtugt voru valdir með
slembivali. Af þeim uppfylltu 1.635 inntöku-
skilyrði og 1.045 tóku þátt í rannsókninni, 461
karl og 584 konur. I rannsókninni var fremri
hluti augans skoðaður nákvæmlega í raufar-
smásjá og einnig myndaður með Scheimpflug
tækni fyrir og eftir útvíkkun ljósops. Þannig
var dýpt forhólfs og vinkilopnun metin á
grundvelli þeirra mynda. Þá var litið eftir tál-
flögnun á yfirborði augasteins.
Niðurstöður: Alls reyndust 145 einstaklingar