Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 56

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 56
56 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 voru kvenkyns og 10 karlkyns. Ellefu sjúkling- ar höfðu steina í þvagvegum við greiningu og að auki höfðu þrír þeirra skerta nýrnastarfsemi. Einn sjúklingur hafði svæsna nýrnabilun án þess að hafa greinanlega nýrnasteina og þurfti að framkvæma blóðskilun. Eftir tveggja vikna meðferð með allopúrinóli hafði nýrnastarfsemi batnað að því marki að blóðskilunar var ekki lengur þörf. Fjórir sjúklingar greindust fyrir tilviljun þegar 2,8-DHA kristallar fundust við þvagskoðun sem gerð var sem hluti af almennri læknisskoðun. Fimm einstaklingar greindust við rannsókn á systkinum sjúklinga og reyndist einn þeirra hafa alvarlega nýrnabilun og sögu um endurtekna nýrnasteina sem taldir voru myndaðir úr þvagsýru. Sjúkdómsgreining tafð- ist í nokkrum tilvikum þrátt fyrir smásjárskoð- un á þvagi en dæmigerðir 2,8-DHA kristallar fundust hjá öllum sjúklingum þegar þvag var skoðað af einstaklingum með mikla reynslu á því sviði. Allopúrinólmeðferð og púrínsnautt fæði hafa komið í veg fyrir frekari myndun nýrnasteina og hjá öllum sjúklingum með nýrnabilun hefur nýrnastarfsemi batnað veru- lega og jafnvel orðið eðlileg. Það vakti athygli okkar að 15 sjúklingar (71%) voru rauðhærðir. Allir sjúklingarnir reyndust arfhreinir fyrir sömu stökkbreytinguna, D65V. APRT skortur er algengari hér á landi en áður hefur verið talið og kann þessi sjúkdómur að vera vangreindur víða um heim. Án meðferðar leiðir sjúkdómurinn til endurtekinna nýmasteinakasta og jafnvel alvarlegrar nýrnabilunar. Mikilvægasta aðferðin til greiningar er smásjárskoðun á þvagi og verður það aldrei áréttað um of. E-68. Stökkbreytingar í cystathionine- beta-synthase (CBS) geni í íslenskum sjúklingi með hómócystínmigu Guðrún Sch. Thorsteinsson1-21, Þröstur Lax- dal3>, Sœvar Halldórsson31, Vilmundur Guðna- son'■2JI Frá "Division of Cardiovascular Genetics Uni- versity College London,2>Hjartavernd, 3)barna- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur, 4>læknadeild H1 Inngangur: Hómócystein er amínósýra sem myndast í líkamanum við niðurbrot á amínó- sýrunni meþíónín. Hómócystein hefur ekki líf- eðlisfræðilegt hlutverk í líkamanum, heldur er stödd á krossgötum efnaskipta. Henni getur ýmist verið breytt í meþíónín með hjálp MTHFR ensímsins eða verið brotin niður í smærri brennisteinssambönd fyrir tilstuðlan CBS ensímsins. Verði brestir í öðru hvoru ferl- inu, hækkar hómócystein í blóði. Vægt hækkað hómócýstein í plasma er sjálfstæður áhættu- þáttur hjarta- og æðasjúkdóma. Mikið hækkað hómócystein í sjúkdómum eins og hómócystín- niigu getur haft í för með sér vangefni, los á augasteini, og mikið aukna tíðni æðakölkunar og blóðsegamyndana. Helsta dánarorsök þess- ara sjúklinga eru snemmkomnir hjarta- og æða- sjúkdómar. Algengasta orsök hómócystínmigu er algjört tap á virkni CBS ensímsins, með til- heyrandi hækkun á hómócysteini. Efniviður og aðferðir: CBS genið var rann- sakað í DNA úr íslenskum sjúklingi með hómócystínmigu. Aðferðirnar sem voru notað- ar voru PCR, single strand confornration poly- morphism (SSCP) og raðgreining. Niðurstöður: SSCP fannst í exonum/intron- um 6, 3 og 10. Raðgreining leiddi í ljós þekktan breytileika í exon 10. í exon/intron 3 PCR kom í ljós basabreyting átta basa inn í intron 3. Exon 6 er verið að raðgreina. Útbúið hefur verið PCR próf til að greina breytinguna í intron 3 og verið er að athuga tíðnina á henni í almennu ís- lensku þýði sem og í hópi einstaklinga sem hafa fengið kransæðastíllu. Ályktanir: Fundist hafa breytingar í DNA íslensks einstaklings með hómocystínmigu. Frekari athugun á þýðingu þessara breytinga á ensímvirkni CBS eru því mögulegar. Einnig er nú mögulegt að kanna tíðni stökkbreytinganna í íslensku þýði og í einstaklingum með krans- æðasjúkdóm og svara þannig spurningum um framlag þessa gens í kransæðasjúkdóm. E-69. MHC haplótýpur í íslenskum fjöl- skyldum með mörg tilfelli af rauðum úlf- um Helga Kristjánsdóttir", Kristjana Bjarnadótt- ir21, Ina Björg Hjáhnarsdóttir21, Gerður Grön- dal", Alfreð Arnason21, Kristján Steinsson" Frá "rannsóknastofa í gigtsjúkdómum og gigt- ardeild Landspítalanum,21Blóðbankanum Inngangur: I nýlegri rannsókn á einstökum (sporadic) tilfellum sjúklinga á Islandi kom fram hækkuð tíðni á C4AQ0. I kjölfar hennar voru rannsakaðar íslenskar fjölskyldur þar sem greinst hafa fleiri en eitt tilfelli af rauðum úlf- um (systemic lupus erythematosus, SLE). Skoðuð voru allel/allótýpur fyrir major histo- compatibility complex (MHC) af gerð I og II sameindir og C4 allótýpur og haplótýpur þess- ara sameinda greindar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.