Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Page 58
58
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37
Ályktanir: Sterkust fylgni fannst við örmerki
á litningi 15 og í raun var það eini staðurinn
sem nálgaðist marktækan fylgnistuðul fyrir
genamengisleit með svo mörgum örmerkjum
(empírískt viðmið 3,3)- Athyglisvert er að há-
markslodstuðull er á sama litningi (15) en langt
frá fíbrillín geni sem þekkt er að valdi Marfans
sjúkdómi. Osæðarvíkkun er sjaldgæf í þeim
sjúkdómi en vel þekkt. Rannsóknin staðfestir
því fyrri athuganir á fjölskyldunni (1). Hugsan-
legt er að á þessum litningi sé annað gen sem
mikilvægt er fyrir eðlilega myndun bandvefs
og æðaveggjar. Við framhaldsrannsóknir verð-
ur einnig að taka tillit til annarra beina- og
bandvefseinkenna fjölskyldumeðlima en ekki
eingöngu æðabreytinga.
HEIMILD
Jón Þ. Sverrisson, Reynir Arngrímsson, Ragnheiður Elísdóttir,
Ragnar Danielsen. Ósæðargúlpur í brjóstholi sem ekki
tengist fibrillin genum á litningi 15, 5 og 3 [ágrip]. Lækna-
blaðið 1996; 82: Fylgirit 34: 70.
E-71. MODY á íslandi. Tvær fjölskyldur
og tveir einstaklingar
Sigurður Yngvi Kristinsson, Reynir Arngríms-
son, Astráður B. Hreiðarsson, Þórir Helgason
Frá lœknadeild HI, göngudeild sykursjúkra
Landspítálanum
Inngangur: Maturity-onset diabetes of the
young (MODY) er skilgreind sem insúlínóháð
sykursýki sem byrjar fyrir 25 ára aldur hjá að
minnsta kosti einum fjölskyldumeðlimi og hægt
er að meðhöndla í minnst tvö ár án insúlíns.
Sjúkdómurinn er nánast alltaf fjölskyldubund-
inn og erfist ókynbundið ríkjandi. Þegar er
þremur tegundum MODY lýst (MODY 1, 2 og
3) og hafa verið tengdar stökkbreytingum í
genum á litningi 7, 12 og 20. Ætlunin er að
kanna útbreiðslu og tegundir MODY á íslandi.
Efniviður og aðferðir: Leitað var upplýsinga
um greinda einstaklinga með MODY á göngu-
deild sykursjúkra og ættartengsl þeirra könnuð.
Úr fastandi sermi veikra einstaklinga og nán-
ustu ættingja þeirra svo og ættingja látinna
sjúklinga var var mælt kreatínín, HDL, kólest-
eról, þríglýseríð, ínsúlín, C-peptíð og ICA
(briskirtilseyjamótefni). Fastandi blóðsykur og
HbAlc var mælt úr háræðablóði. DNA var
einangrað úr blóðfrumum. Blóðþrýstingur,
mjaðma- og mittismál, hæð, þyngd og titrings-
þröskuldur var mældur. Heilbrigðum einstak-
lingum var boðið sykurþolspróf, sérstaklega ef
grunur um sykursýki vaknaði. Skoðaðir voru
DNA örmerki fyrir genin þrjú sem þekkt eru að
valda MODY. Arfgerðargreining var gerð með
PCR-aðferð og flúrmerkingu, rafdrætti í rað-
greini og úrlestri.
Niðurstöður: Athugun á ættartengslum
greindra sykursýkisjúklinga sýndi tvær fjöl-
skyldur (A og B) og samrýmdist dreifing sjúk-
dómsins ókynbundnu ríkjandi erfðamynstri.
Tveir einstaklingar höfðu enga fjölskyldusögu.
Unnið er að könnun á hugsanlegum fjarskyld-
leika þeirra við fjölskyldurnar tvær og hugsan-
legum tengslum þeirra á milli. Rannsóknir á
fjölskyldu A sýna að meðalaldur sjúklinga
(n= 12) er 46,6 ár en heilbrigðra (n=27) 49,6 ár.
Fastandi blóðsykur reyndist hærri hjá sykur-
sjúkum (8,85 mmól/L) á móti 4,81 hjá heil-
brigðum (p<0,01) og HbAlc 7,79 á móti 5,17
(p<0,001). Einn mældist með vægt jákvætt
ICA en aðrir ekki. Sykursjúkir voru að meðal-
tali 1,3 kg yfir kjörþyngd. Meðalaldur við
greiningu 33,8 ár, þar af fimm fyrir 25 ára ald-
ur. Einn heilbrigður einstaklingur greindist
með skert sykurþol. Einn sjúklingur hefur
fengið sýrueitrun (DKA) og tveir hafa vægar
breytingar í augnbotnum og þrír með hugsan-
legan úttaugaskaða. Klínísk mynd sjúkdómsins
líkist því einna helst MODY 3 en arfgerða-
greining útilokar MODY 3 genasvæðið á litn-
ingi 12 (á 12-15 cM umhverfis genið) í þessari
fjölskyldu.
Ályktanir: Þessar niðurstöður staðfesta að
MODY sykursýki er sjaldgæf en vel þekkt á ís-
landi og finnst fyrst og fremst í fjölskyldu-
bundnu formi en þó ekki eingöngu. Rannsóknir
eru lengra komnar í annarri fjölskyldunni og
gætir misræmis á milli sjúkdómsmyndar og
þeirrar arfgerðar sem búast hefði mátt við frá
fyrri lýsingum á sjúkdómnum.
E-72. Þrjár nýjar stökkbreytingar í Mitf
Jón Hallsteinn Hallsson, Eiríkur Steingríms-
son
Frá lífefna- og sameindalíffrœði HI
Inngangur: Umritunarþátturinn Mitf gegnir
mikilvægu hlutverki í þroskun litfrumna í húð,
augnmyndun og við þroskun heyrnar. Auk þess
hefur hann áhrif á beinmyndun. Umritunarþátt-
ur þessi er af gerð basic-helix-loop-helix leuc-
ine zipper prótína og binst DNA röð sem nefn-
ist E-box (CACGTG), annað hvort sem homo-
dimer eða sem heterodimer með skyldu prótín-
unum, TFE3, TFEB og TFEC. Stökkbreytingar
í Mitf geninu í músum sýna marga áhugaverða