Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Síða 58

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Síða 58
58 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 Ályktanir: Sterkust fylgni fannst við örmerki á litningi 15 og í raun var það eini staðurinn sem nálgaðist marktækan fylgnistuðul fyrir genamengisleit með svo mörgum örmerkjum (empírískt viðmið 3,3)- Athyglisvert er að há- markslodstuðull er á sama litningi (15) en langt frá fíbrillín geni sem þekkt er að valdi Marfans sjúkdómi. Osæðarvíkkun er sjaldgæf í þeim sjúkdómi en vel þekkt. Rannsóknin staðfestir því fyrri athuganir á fjölskyldunni (1). Hugsan- legt er að á þessum litningi sé annað gen sem mikilvægt er fyrir eðlilega myndun bandvefs og æðaveggjar. Við framhaldsrannsóknir verð- ur einnig að taka tillit til annarra beina- og bandvefseinkenna fjölskyldumeðlima en ekki eingöngu æðabreytinga. HEIMILD Jón Þ. Sverrisson, Reynir Arngrímsson, Ragnheiður Elísdóttir, Ragnar Danielsen. Ósæðargúlpur í brjóstholi sem ekki tengist fibrillin genum á litningi 15, 5 og 3 [ágrip]. Lækna- blaðið 1996; 82: Fylgirit 34: 70. E-71. MODY á íslandi. Tvær fjölskyldur og tveir einstaklingar Sigurður Yngvi Kristinsson, Reynir Arngríms- son, Astráður B. Hreiðarsson, Þórir Helgason Frá lœknadeild HI, göngudeild sykursjúkra Landspítálanum Inngangur: Maturity-onset diabetes of the young (MODY) er skilgreind sem insúlínóháð sykursýki sem byrjar fyrir 25 ára aldur hjá að minnsta kosti einum fjölskyldumeðlimi og hægt er að meðhöndla í minnst tvö ár án insúlíns. Sjúkdómurinn er nánast alltaf fjölskyldubund- inn og erfist ókynbundið ríkjandi. Þegar er þremur tegundum MODY lýst (MODY 1, 2 og 3) og hafa verið tengdar stökkbreytingum í genum á litningi 7, 12 og 20. Ætlunin er að kanna útbreiðslu og tegundir MODY á íslandi. Efniviður og aðferðir: Leitað var upplýsinga um greinda einstaklinga með MODY á göngu- deild sykursjúkra og ættartengsl þeirra könnuð. Úr fastandi sermi veikra einstaklinga og nán- ustu ættingja þeirra svo og ættingja látinna sjúklinga var var mælt kreatínín, HDL, kólest- eról, þríglýseríð, ínsúlín, C-peptíð og ICA (briskirtilseyjamótefni). Fastandi blóðsykur og HbAlc var mælt úr háræðablóði. DNA var einangrað úr blóðfrumum. Blóðþrýstingur, mjaðma- og mittismál, hæð, þyngd og titrings- þröskuldur var mældur. Heilbrigðum einstak- lingum var boðið sykurþolspróf, sérstaklega ef grunur um sykursýki vaknaði. Skoðaðir voru DNA örmerki fyrir genin þrjú sem þekkt eru að valda MODY. Arfgerðargreining var gerð með PCR-aðferð og flúrmerkingu, rafdrætti í rað- greini og úrlestri. Niðurstöður: Athugun á ættartengslum greindra sykursýkisjúklinga sýndi tvær fjöl- skyldur (A og B) og samrýmdist dreifing sjúk- dómsins ókynbundnu ríkjandi erfðamynstri. Tveir einstaklingar höfðu enga fjölskyldusögu. Unnið er að könnun á hugsanlegum fjarskyld- leika þeirra við fjölskyldurnar tvær og hugsan- legum tengslum þeirra á milli. Rannsóknir á fjölskyldu A sýna að meðalaldur sjúklinga (n= 12) er 46,6 ár en heilbrigðra (n=27) 49,6 ár. Fastandi blóðsykur reyndist hærri hjá sykur- sjúkum (8,85 mmól/L) á móti 4,81 hjá heil- brigðum (p<0,01) og HbAlc 7,79 á móti 5,17 (p<0,001). Einn mældist með vægt jákvætt ICA en aðrir ekki. Sykursjúkir voru að meðal- tali 1,3 kg yfir kjörþyngd. Meðalaldur við greiningu 33,8 ár, þar af fimm fyrir 25 ára ald- ur. Einn heilbrigður einstaklingur greindist með skert sykurþol. Einn sjúklingur hefur fengið sýrueitrun (DKA) og tveir hafa vægar breytingar í augnbotnum og þrír með hugsan- legan úttaugaskaða. Klínísk mynd sjúkdómsins líkist því einna helst MODY 3 en arfgerða- greining útilokar MODY 3 genasvæðið á litn- ingi 12 (á 12-15 cM umhverfis genið) í þessari fjölskyldu. Ályktanir: Þessar niðurstöður staðfesta að MODY sykursýki er sjaldgæf en vel þekkt á ís- landi og finnst fyrst og fremst í fjölskyldu- bundnu formi en þó ekki eingöngu. Rannsóknir eru lengra komnar í annarri fjölskyldunni og gætir misræmis á milli sjúkdómsmyndar og þeirrar arfgerðar sem búast hefði mátt við frá fyrri lýsingum á sjúkdómnum. E-72. Þrjár nýjar stökkbreytingar í Mitf Jón Hallsteinn Hallsson, Eiríkur Steingríms- son Frá lífefna- og sameindalíffrœði HI Inngangur: Umritunarþátturinn Mitf gegnir mikilvægu hlutverki í þroskun litfrumna í húð, augnmyndun og við þroskun heyrnar. Auk þess hefur hann áhrif á beinmyndun. Umritunarþátt- ur þessi er af gerð basic-helix-loop-helix leuc- ine zipper prótína og binst DNA röð sem nefn- ist E-box (CACGTG), annað hvort sem homo- dimer eða sem heterodimer með skyldu prótín- unum, TFE3, TFEB og TFEC. Stökkbreytingar í Mitf geninu í músum sýna marga áhugaverða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.