Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Síða 59

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Síða 59
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLG1RIT 37 59 eiginleika og hafa veitt ómetanlegar upplýsing- ar um starfsemi bHLHzip prótína in vivo. Auk þess þjóna mýs þessar sem líkan fyrir Waard- enburg heilkenni af gerð 2A í mönnum en það lýsir sér meðal annars sem heyrnarleysi og lit- frumugalli. Til er 21 mismunandi stökkbreyting í Mitf geni músarinnar og hafa þær mismunandi áhrif á svipgerðina. Nýlega hafa fundist þrjár nýjar stökkbreytingar með áhugaverð áhrif á svip- gerð þeirra. Til að skilja hegðun og áhrif þeirra á svipgerðina var sameindalíffræðilegur galli stökkbreytinganna greindur. Efniviður og aðferðir: Breytingarnar þrjár nefnast MitfI,ibws, Mitf"iENUI9S og Mitf"'5” og fundust hjá Jackson Laboratory og á rannsókn- arstofu í Þýskalandi. Svipgerð þeirra var greind og borin saman við þekktar stökkbreytingar í geninu. Auk þess var sameindalíffræðilegur galli greindur með RT-PCR, southern blot, northern blot og raðgreiningaraðferðum. Niðurstöður: Niðurstöður verkefnisins voru þær að allar þrjár stökkbreytingarnar reyndust punktbreytingar sem höfðu áhrif á eðlilega snyrtingu (splicing) Mitf m R NA sameindarinn- ar. Þetta leiðir til framleiðslu afbrigðilegra af- urða sem vantar mikilvæga hluta prótínsins. Niðurstöður þessar passa við þá staðreynd að stökkbreytingarnar þrjár eru víkjandi. Breytingum þessum verður lýst nánar og grein gerð fyrir áhrifum þeirra á Mitf genið og starfsemi þess í músum og samanburður gerður við stökkbreytingar í Mitf geni mannsins. E-73. Sundmannakláði staðfestur á ís- landi Karl Skírnisson", Jens Magnússon21, Þorbjörg Kristjánsdóttir'', Libuse Kolarova41 Frá "Tilraunastöð HI í meinafrœði að Keldum, 21Heilsugœslustöðinni Grafarvogi, "Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík, J,Dept. of Tropical Medicine Charles University, Prague, Tékklandi Inngangur: Síðsumars árin 1995-1997 bár- ust starfsfólki Fjölskyldugarðsins í Reykjavík stundum upplýsingar um að börn hefðu fengið kláðabólur á fætur eftir að hafa vaðið í grunnri tjörn sem staðsett er í garðinum. Ovenju mikið bar á þessum útbrotum haustið 1997 og nokkuð var um að börn leituðu læknis. Jafnframt var þá óskað eftir aðstoð sníkjudýrafræðinga við hugs- anlegar skýringar á kláðabólunum. Þar sem lýsingar bentu til að hér gæti verið á ferðinni svonefndur sundmannakláði (swimmers itch) var ákveðið að rannsaka hvort sú væri raunin. Orsakavaldar sundmannakláða eru sundlirfur (cercariae) Schistosoma agða (Trematoda) sem fullorðnar lifa sníkjulífi í blóðrás vatnafugla svo sem gæsum, öndum eða máfum. Lífsferillinn er flókinn. Fullorðnu blóðögðurnar verpa eggjum sem brjóta sér leið inn í meltingarveg fuglsins og berast þaðan út í umhverfið með driti. f vatni klekst lirfa úr egginu. Lirfan leitar uppi vatna- snigil og borar sig inn í hann. í hönd fer kynlaus fjölgun og ógrynni af sundlirfum myndast í sniglunum. Fullþroskaðar berast sundlirfurnar út í vatnið og leit hefst að lokhýslinum. Finnist hann bora lirfurnar sér inn í gegn um húðina, berast inn í blóðrás fuglsins og taka sér bólfestu í bláæðum nálægt meltingarveginum þar sem ögðurnar vaxa og verða kynþroska. Iðulega freista sundlirfur fuglablóðagða inngöngu í spendýr (meðal annars menn) þótt þær geti hvorki lifað í þeim né þroskast. Engu að síður myndast kláðabólur þar sem lirfurnar reyna inngöngu og sé mikið af lirfum í vatninu geta útbrotin verið all svæsin. Efniviður og aðferðir: Alls var 162 vatna- bobbum (Radix peregra) safnað úr vaðtjörn Fjölskyldugarðsins í Reykjavík og athugað hvort þar væri að finna lirfustig Schistosoma agða. Niðurstöður: Sundlirfur óþekktrar Schisto- soma tegundar fundust í 7,9% sniglanna. Alyktanir: Onæmisviðbrögð á húð barna sem höfðu verið að vaða í tjörn Fjölskyldu- garðsins eru rakin til ofangreindra sundlirfa sem mikið var af í tjöminni haustið 1997. Er þetta í fyrsta sinn sem sundmannakláði er stað- festur hér á landi. Útlit og ýmis einkenni íslensku sundlirfanna voru rannsökuð ítarlega í Prag. Kom í ljós að ýmis einkenni eru frábrugðin öllum þeim teg- undum sem áður hefur verið lýst í heiminum. Því er talið að um áður óþekkta tegund sé að ræða, væntanlega þó fulltrúa ættkvíslarinnar Trichobilharziaa. Hefur tegundinni þegar verið lýst og grein um efnið send erlendu vísinda- tímariti til birtingar. E-74. S. aureus blóðsýkingar, lyfhrif dí- kloxacillíns og tengsl við árangur sýkla- lyfjameðferðar Þórður Ægir Bjarnason, Helga Erlendsdóttir, Sigurður Guðmundsson Frá lœknadeild Hl, sýklafrœðideild og lyflœkn- ingadeild Landspítalans
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.