Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Síða 62
62
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37
kvæmt PASI stigun (meðaltal 2,2 ± 2,5; p=
0,0156), en ef engir streptókokkar ræktuðust
kom slík versnun ekki fram (0,19; SD=3,83).
Alyktanir: Þessar niðurstöður gefa til kynna
að sýkingar af völdum B-hemólýtískra streptó-
kokka geti komið við sögu í skyndilegri versn-
un útbrota hjá sjúklingum með langvarandi
sóraútbrot. Rannsókninni er ekki lokið.
E-78. L. monocytogenes sýkingar í mönn-
um á íslandi 1978-1997
Einar Kr. Hjaltested", Már Kristjánsson21,
Kristín Jónsdóttir", Karl G. Kristinsson", Olaf-
ur Steingrímsson"
Frá "sýklafrceðideild Landspítalans,2>smitsjúk-
dómadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur
Inngangur: Listeria monocytogenes er mik-
ilvæg orsök sýkinga hjá fólki með skertar
ónæmisvarnir og hjá nýburum. Sýkillinn veld-
ur fyrst og fremst lífshættulegum blóðsýking-
um og heilahimnubólgu. L. monocytogenes
hefur ræktast úr matvælum og erlendis hefur
verið sýnt fram á tengsl faraldra við neyslu
ákveðinna matvæla. Síðustu ár hefur sam-
eindaerfðfræðilegum aðferðum verið beitt í
vaxandi mæli til að greina uppsprettu faraldr-
anna og hefur pulsed field gel electrophoresis
(PFGE) reynst einna best við þær rannsóknir.
Tilgangur okkar er annars vegar að taka saman
yfirlit yfir allar sýkingar af völdum L. mono-
cytogenes á íslandi frá 1978 til 1997 og hins
vegar að kanna skyldleika sýklastofnanna með
PFGE.
Efniviður og aðferðir: Safnað var upplýs-
ingum úr sjúkraskrám allra þeirra sem L.
monocytogenes hafði ræktast frá á Islandi á
tímabilinu 1978-1997. Sýklastofnarnir voru
greindir í mótefnavakahópa auk þess sem arf-
gerð þeirra var borin saman með PFGE eftir
skerðibútun með smal á erfðaefni stofnanna.
Niðurstöður: Fjörutíu og tvö tilfelli greind-
ust á tímabilinu og jókst nýgengið úr 6,1 á millj-
ón íbúa á ári á tímabilinu 1978-1982 í 12,0 á
milljón íbúa á ári á tímabilinu 1993-1997. Þessi
breyting er eingöngu tilkomin vegna aukningar
í tilfellum ótengdum þungun (nonperinatal
cases). í 18 tilfelíum af 42 (43%) átti greining
sér stað í september eða október. Allir stofnarn-
ir (7) sem greindust á árunum 1978-1982 til-
heyrðu mótefnavakahópi 4b en á árunum 1993-
1997 var eingöngu einn stofn af mótefnavaka-
hópi 4b en átta stofnar tilheyrðu mótefnavaka-
hópi 'Ab og sex stofnar tilheyrðu mótefnavaka-
hópi Aa. Alls greindust 16 mismunandi PFGE
mynstur sem skiptust í átta óskyldar stofngerð-
ir (A-H). Með samanburði á stofngerðum með
tilliti til tímasetningar tilfellanna var hægt að
greina sjö hópa af tengdum tilfellum (sama
PFGE mynstur og skemmri tími en sex mánuð-
ir á milli tilfella). Fjöldi í hverjum hópi var frá
tveimur og upp í fimm tilfelli (alls 21 tilfelli
(50%)).
Alyktanir: Þar sem engin fjölgun varð á til-
fellum tengdum þungun, drögum við þá ályktun
að tvöföldun á nýgengi listeriosis sé ekki til
komin vegna breytinga í framleiðsluháttum,
dreifingu, geymslu og neyslu matvæla. Við telj-
um líklegra að aukningin sé vegna fjölgunar í
hópi aldraðra og ónæmisbældra. Það sem virðast
vera einangraðar (sporadic) listeríusýkingar eru
hugsanlega tengd tilfelli með sameiginlega upp-
sprettu í að minnsta kosti 50% tilfellanna.
E-79. Sjónlag og sjónskerpa Reykvíkinga
50 ára og eldri. Reykjavíkuraugnrann-
sókn
Elínborg Guðmundsdóttir, Vésteinn Jónsson,
Friðbert Jónasson, Einar Stefánsson, Kazuyuki
Sasaki og íslensk-japanski samstarfshópurinn
Frá Háskóla Islands, augndeild Landspítalans,
háskólasjúkrahúsinu í Kanazawa, Uchinada
Japan
Inngangur: Reykjavíkuraugnrannsóknin er
samstarfsverkefni augndeildar Landspítalans
og augndeildar háskólasjúkrahússins í Kana-
zawa. Tilgangurinn var að skoða augnheilsu
Reykvíkinga 50 ára og eldri með tilliti til um-
hverfisþátta og augnsjúkdóma. í þessum hluta
rannsóknarinnar er gerð grein fyrir niðurstöð-
um varðandi sjónlag og sjónskerpu.
Efniviður og aðferðir: Fengið var tilviljun-
arkennt úrtak 1.700 einstaklinga 50 ára og eldri
sem voru búsettir í Reykjavík. Sextíu og fimm
voru útilokaðir vegna flutninga á lögheimili
eða höfðu látist. Af þeim 1.635 sem eftir voru
inættu 1.045 (64%) til skoðunar. Sjónlag var
mælt með Nidek ARK 900 sjálfvirkum sjón-
lagsmæli og sjónskerpan prófuð á 6 m Snellens
spjaldi með þeim styrk á glerjum sem mældist
með sjónlagsmælinum. í undantekningatilvik-
um var stuðst við eigin gler viðkomandi. Við
úrvinnslu á niðurstöðum varðandi sjónlag voru
62 einstaklingar útilokaðir þar sem þeir höfðu
gengist undir aðgerð þar sem skipt var um
augastein eða vegna annarra þátta sem hafa
áhrif á sjónlagið.