Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 63
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37
63
Niðurstöður: Sjónskerpan fer ekki að minnka
að meðaltali að ráði fyrr en eftir 70 ára aldur.
Atta einstaklingar (0,8%) voru lögblindir (sjón-
skerpa minna en 0,1) og voru sex þeirra 80 ára
eða eldri.
Algengi fjærsýni eykst með aldri og algengi
sjónskekkju eykst einnig þar sem aðallega er
um að ræða aukningu á sjónskekkju á „móti
reglunni“ (það er neikvæður cýlinder í 75-105
gráður) og sjónskekkju í „skávinkil“ (105-165
gráðureða 15-75 gráður).
Alyktanir: Sjónskerpan versnar ekki að
meðaltali marktækt fyrr en eftir 70 ára aldur.
Algengi fjærsýni og sjónskekkju eykst með
aldri. Sjónskekkja með reglunni (það er í 15-
165 gráður) er sjaldgæf í þessum aldurshópi og
því rangnefni.
E-80. Er aldursbundin hrörnun í augn-
botnum ættgengur sjúkdómur á íslandi?
Guðleif Helgadóttir'1, Kristinn P. Magnússon21,
Einar Stefánsson", Friðbert Jónasson", Guð-
mundur Viggósson", Ingimundur Gíslason",
Kári Stefánsson21, Haraldur Sigurðsson"
Frá "augndeild Landspítalans og lœknadeild
HI, 2'íslenskri erfðagreiningu, "Sjónstöð íslands
Inngangur: Aldursbundin hrörnun í augn-
botnum (age-related macular degenartion,
AMD) er sjúkdómur í litþekju augans, Bruchs
himnu og ljósnemum depils (macula). Sjóntap
af völdum aldursbundinnar hrörnunar í augn-
botnum er venjulega bundin miðhluta sjón-
sviðsins, lestrarsjón eða skarpa sjónin tapast en
hliðarsjón er óskemmd og þar með ratsjón.
Aldursbundin hrörnun í augnbotnum er í dag
algengasti blinduvaldur í hinum vestræna
heimi. Arið 1996 voru 932 einstaklingar blind-
ir á Islandi með aldursbundna hrörnun í augn-
botnum og er það urn 60% af öllum blindum Is-
lendingum. Þessi rannsókn er forkönnun á
hvernig sjúkdómurinn liggur í íslenskum ætt-
um og hvort hægt verði að nota íslenska sjúk-
linga sem efnivið til að kortleggja þau erfða-
merki eða þá erfðavísa sem tengjast eða valda
sjúkdómnum.
Aðferðir og niðurstöður: I þessari rannsókn
voru valdir einstaklingar, sem höfðu komið á
göngudeild augndeildar og Sjónstöð íslands á
árunum 1980-1997, og greinst með sjúkdóm-
inn og voru 51 árs eða eldri. Alls fundust 2.460
einstaklingar með aldursbundna hrömun í augn-
botnum, þar af voru 1.103 látnir. Þessir ein-
staklingar voru settir inn í ættfræðigagnagrunn
íslenskrar erfðagreiningar, svonefnda íslend-
ingabók, til að kanna innbyrðis skyldleika
þeirra. Alls áttu 1.272 einstaklingar sem voru
með sjúkdóminn eitt eða fleiri skyldmenni með
sjúkdóminn í eins til fjögurra ættliða fjarlægð í
213 þyrpingum (clusters).
Alyktanir: Niðurstöður sýna að full ástæða
sé til að hefja leit að meingeni eða meingenum
sem valda aldursbundinni hrörnun í augnbotn-
um. Þetta er sjúkdómur sem hrjáir æ fleiri með
ári hverju á Islandi sem og í öðrum vestrænum
löndum og við honum er ekki til nein varanleg
læknismeðferð. Hér gefst einstakt tækifæri til
að einangra erfðavísa og í framhaldi að því að
ákveða hlutverk þeirra prótína sem þeir tjá sem
er grundvöllur framtíðar lyfjameðferðar.
E-81. Helicobacter sýking veitir vernd
gegn skammtíma NSAIDs áverka á maga-
slímhúð
Bjarni Þjóðleifsson", Einar Oddsson", Hall-
grímur Guðjónsson", Ingvar Bjarnason2), Ash-
ley Price21
Frá "rannsóknarstofu í meltingarsjúkdómum
Landspítalanum, 2)King’s College Hospital
London
Inngangur: Áverki NSAIDs lyfja á maga-
slímhúð er fyrst og fremst talinn stafa af skorti
á prostaglandínum vegna blokkunar á cyclo-
oxigenasa. Helicobacter sýking veldur mikilli
bólgufrumuíferð og aukinni prostaglandín-
myndun í magaslímhúð. Tilgangur rannsóknar-
innar var að skoða hvort Helicobacter verndar
gegn NSAIDs áverka.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var með
tvíblindu krossuðu sniði. Naproxen var gefið
500 mg x 2 og nímesúlíð 100 mg x 2 í 14 daga
með 14 daga hléi á milli. Þátttakendur voru 23
heilbrigðir einstaklingar, 12karlarog 11 konur
á aldrinum 45-65 ára. Áverki á maga og skeifu-
görn var metinn með magaspeglun á meðferð-
ardegi 0 og 14. Slímhúðarbreytingar (roði,
blæðingar, fleiður og sár) voru mældar með
visual analogue scale (VAS) 0-150 mm. Tvö
sýni voru tekin í antrum og corpus til vefja-
skoðunar og eitt sýni í antrum fyrir CLO próf
(rapid urease test) fyrir Helicobacter. Vefja-
sýnin voru flokkuð af Ashley Price án vitundar
um lyfjagjöf samkvæmt Sydney skilmerkjum,
sem greinir langvinna og bráða bólgu á kvarða
0-20.
Niðurstöður: Helicobacter greindist hjá 12
einstaklingum með bæði CLO prófi og vefja-