Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 63

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 63
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 63 Niðurstöður: Sjónskerpan fer ekki að minnka að meðaltali að ráði fyrr en eftir 70 ára aldur. Atta einstaklingar (0,8%) voru lögblindir (sjón- skerpa minna en 0,1) og voru sex þeirra 80 ára eða eldri. Algengi fjærsýni eykst með aldri og algengi sjónskekkju eykst einnig þar sem aðallega er um að ræða aukningu á sjónskekkju á „móti reglunni“ (það er neikvæður cýlinder í 75-105 gráður) og sjónskekkju í „skávinkil“ (105-165 gráðureða 15-75 gráður). Alyktanir: Sjónskerpan versnar ekki að meðaltali marktækt fyrr en eftir 70 ára aldur. Algengi fjærsýni og sjónskekkju eykst með aldri. Sjónskekkja með reglunni (það er í 15- 165 gráður) er sjaldgæf í þessum aldurshópi og því rangnefni. E-80. Er aldursbundin hrörnun í augn- botnum ættgengur sjúkdómur á íslandi? Guðleif Helgadóttir'1, Kristinn P. Magnússon21, Einar Stefánsson", Friðbert Jónasson", Guð- mundur Viggósson", Ingimundur Gíslason", Kári Stefánsson21, Haraldur Sigurðsson" Frá "augndeild Landspítalans og lœknadeild HI, 2'íslenskri erfðagreiningu, "Sjónstöð íslands Inngangur: Aldursbundin hrörnun í augn- botnum (age-related macular degenartion, AMD) er sjúkdómur í litþekju augans, Bruchs himnu og ljósnemum depils (macula). Sjóntap af völdum aldursbundinnar hrörnunar í augn- botnum er venjulega bundin miðhluta sjón- sviðsins, lestrarsjón eða skarpa sjónin tapast en hliðarsjón er óskemmd og þar með ratsjón. Aldursbundin hrörnun í augnbotnum er í dag algengasti blinduvaldur í hinum vestræna heimi. Arið 1996 voru 932 einstaklingar blind- ir á Islandi með aldursbundna hrörnun í augn- botnum og er það urn 60% af öllum blindum Is- lendingum. Þessi rannsókn er forkönnun á hvernig sjúkdómurinn liggur í íslenskum ætt- um og hvort hægt verði að nota íslenska sjúk- linga sem efnivið til að kortleggja þau erfða- merki eða þá erfðavísa sem tengjast eða valda sjúkdómnum. Aðferðir og niðurstöður: I þessari rannsókn voru valdir einstaklingar, sem höfðu komið á göngudeild augndeildar og Sjónstöð íslands á árunum 1980-1997, og greinst með sjúkdóm- inn og voru 51 árs eða eldri. Alls fundust 2.460 einstaklingar með aldursbundna hrömun í augn- botnum, þar af voru 1.103 látnir. Þessir ein- staklingar voru settir inn í ættfræðigagnagrunn íslenskrar erfðagreiningar, svonefnda íslend- ingabók, til að kanna innbyrðis skyldleika þeirra. Alls áttu 1.272 einstaklingar sem voru með sjúkdóminn eitt eða fleiri skyldmenni með sjúkdóminn í eins til fjögurra ættliða fjarlægð í 213 þyrpingum (clusters). Alyktanir: Niðurstöður sýna að full ástæða sé til að hefja leit að meingeni eða meingenum sem valda aldursbundinni hrörnun í augnbotn- um. Þetta er sjúkdómur sem hrjáir æ fleiri með ári hverju á Islandi sem og í öðrum vestrænum löndum og við honum er ekki til nein varanleg læknismeðferð. Hér gefst einstakt tækifæri til að einangra erfðavísa og í framhaldi að því að ákveða hlutverk þeirra prótína sem þeir tjá sem er grundvöllur framtíðar lyfjameðferðar. E-81. Helicobacter sýking veitir vernd gegn skammtíma NSAIDs áverka á maga- slímhúð Bjarni Þjóðleifsson", Einar Oddsson", Hall- grímur Guðjónsson", Ingvar Bjarnason2), Ash- ley Price21 Frá "rannsóknarstofu í meltingarsjúkdómum Landspítalanum, 2)King’s College Hospital London Inngangur: Áverki NSAIDs lyfja á maga- slímhúð er fyrst og fremst talinn stafa af skorti á prostaglandínum vegna blokkunar á cyclo- oxigenasa. Helicobacter sýking veldur mikilli bólgufrumuíferð og aukinni prostaglandín- myndun í magaslímhúð. Tilgangur rannsóknar- innar var að skoða hvort Helicobacter verndar gegn NSAIDs áverka. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var með tvíblindu krossuðu sniði. Naproxen var gefið 500 mg x 2 og nímesúlíð 100 mg x 2 í 14 daga með 14 daga hléi á milli. Þátttakendur voru 23 heilbrigðir einstaklingar, 12karlarog 11 konur á aldrinum 45-65 ára. Áverki á maga og skeifu- görn var metinn með magaspeglun á meðferð- ardegi 0 og 14. Slímhúðarbreytingar (roði, blæðingar, fleiður og sár) voru mældar með visual analogue scale (VAS) 0-150 mm. Tvö sýni voru tekin í antrum og corpus til vefja- skoðunar og eitt sýni í antrum fyrir CLO próf (rapid urease test) fyrir Helicobacter. Vefja- sýnin voru flokkuð af Ashley Price án vitundar um lyfjagjöf samkvæmt Sydney skilmerkjum, sem greinir langvinna og bráða bólgu á kvarða 0-20. Niðurstöður: Helicobacter greindist hjá 12 einstaklingum með bæði CLO prófi og vefja-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.