Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 65

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 65
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLG1RIT 37 65 með niótefnum frá Statens Seruminsitut, Dan- mörku. Tekin voru sýni frá 81 bólusettu og 40 sam- anburðarbörnum í 924 skipti (meðaltal 7,6 sýni/ungbarn). Berahlutfall bólusettra barna var 41% en 47% hjá samanburðarhópnum (p=0,06) og hlutfall bólusettra barna sem báru sömu hjúpgerðir og voru í bóluefninu var 15%, en 25% hjá samanburðarhópnum (p=0,0007). Beratíðni jókst með vaxandi aldri bæði hjá bólusettum og óbólusettum (samanburðarhóp), og átti það líka við urn bóluefnishjúpgerðirnar. A meðan á frumbólusetningunni stóð (aldur <6 mánuðir), var hlutfall þeirra sem báru bóluefn- ishjúpgerðirnar 13% í bólusetta hópnum en 19% í þeim óbólusetta. Eftir það (aldur >7 mánuðir), var þetta hlutfall marktækt lægra í bólusetta hópnum en í samanburðarhópnum (17% vs. 29%; p=0,002). Af algengustu hjúp- gerðunum hafði bólusetningin mest áhrif á hlutfall þeirra sem báru hjúpgerð 19F. Bólusetning með prótíntengdu pneumókokka- bóluefnunum, PncT og PncD, lækkar hlutfall þeirra ungbama sem bera bóluefnishjúpgerðimar. E-84. Erfðafræðilegur breytileiki í sænskum pneumókokkum Sigurður E. Vilhelmsson", Alexander Tomasz21, Carl Kamme3', Karl G. Kristinsson" Frá "sýklafræðideild Landspítalans, 2)Rocke- feller University New York, NY, "Lund Univer- sity Hospital Lundi Inngangur: í ljósi hinnar stöðugu útbreiðslu sýklalyfjaónæmra pneumókokka um heiminn, hefur aukin áhersla verið lögð á að rannsaka hvernig þeir breiðast út. Einnig er mikilvægt að rannsaka náttúrulega, næma flóru pneumó- kokka þar sem ónæmir klónar ná fótfestu. I þessari rannsókn voru athugaðir jafnt næmir sem ónæmir stofnar af hjúpgerðum níu og 15 frá Suður-Svíþjóð. Þessir stofnar voru einangr- aðir á mismunandi tíma, og markmiðið var að meta erfðafræðilegan fjölbreytileika innan hjúpgerða. Efniviður og aðferðir: Litnings DNA var melt með Smal skerðiensími. Skerðibútarnir voru svo aðgreindir á agarósageli með pulsed-field gel electrophoresis (PFGE) og mynstrin sem fengust notuð til að meta skyldleika milli stofna. Niðurstöður: Alls var athugaður 181 stofn af hjúpgerðum 9 og 15. Um 20 stofnar af hvorri hjúpgerð voru penicillín næmir og var helming- urinn einangraður 1982, en hinn helmingurinn 1993. Allir ónæmu stofnarnir voru frá 1996 og 1997, og nokkrir af hjúpgerð 15 fjölónæmir. Allir ónæmu stofnarnir af hjúpgerð 9 reyndust tilheyra einum klóni sem var óaðgreinanlegur frá þekktum klóni sem er útbreiddur í Evrópu og S-Ameríku. Hægt var að skipta ónæmu stofnunum af hjúpgerð 15 í tvo hópa, annars vegar fjölónæma stofna sem voru nær allir sami klónninn, og hins vegar hóp breytilegri stofna sem voru ólíkir þeim fjölónæmu. Meirihluti næmu stofnanna af hjúpgerð 9 reyndust vera náskyldir, og lítill munur var á stofnum frá 1982 og 1993. Næmu stofnarnir af hjúpgerð 15 voru einnig mjög einsleitir yfir tímabilið. Engin samsvörun fannst milli ónæmu og næmu stofnanna. Alyktanir: Alþjóðlegur klónn af hjúpgerð 9V hefur borist til S-Svíþjóðar og breiðst þar út. Einnig hefur fjölónæmur klónn af hjúpgerð 15 breiðst út, en uppruni hans er enn óþekktur. Það sem kom mest á óvart var þó hversu einsleitir og stöðugir næmir klónar voru yfir 11 ára tímabil. E-85. Náttúrulegur flutningur á PBP 2X úr ónæmum klóni Streptococcus pneum- oniae af hjúpgerð 19A í nænian klón af hjúpgerð 6A Sigurður E. VHhelmsson", Alexander Tomasz2I, Karl G. Kristinsson" Frá "sýklafrœðideild Landspítalans, 21Rocke- feller University, New York, NY Inngangur: Hin hraða útbreiðsla penicillín- ónæmra pneumókokka á íslandi hefur aðallega verið rakin til eins klóns af hjúpgerð 6B (spænsk- íslenska klónsins). Auk þess að fylgjast með út- breiðslu og þróun þessa klóns hafa allir ónæmir stofnar verið athugaðir til að fylgjast með breytingum á þekktum klónum, og tilkomu nýrra ónæmra klóna á íslandi. Árið 1996 fannst nýr klónn af hjúpgerð 6A með penicillín MIC 0,06 pg/mL. Markmið okkar var að ákvarða uppruna hans og tengsl við aðra klóna, jafnt næma sem ónæma. Að auki vildum við finna hvort penicillínónæmið myndaðist með stökk- breytingum í klóninum sjálfum, eða hvort það hefði flust frá öðrum ónæmum klóni. Efniviður og aðferðir: Notað var pulsed- field gel electrophoresis (PFGE) til að greina stofnana. Litnings DNA var steypt í agarósa, melt með Smal skerðiensími og skerðibútarnir voru aðgreindir á agarósageli. Staðlaðar að- ferðir voru notaðar til að flokka stofnana eftir skerðibútamynstrinu og greina skyldleika
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.