Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Page 65
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLG1RIT 37
65
með niótefnum frá Statens Seruminsitut, Dan-
mörku.
Tekin voru sýni frá 81 bólusettu og 40 sam-
anburðarbörnum í 924 skipti (meðaltal 7,6
sýni/ungbarn). Berahlutfall bólusettra barna
var 41% en 47% hjá samanburðarhópnum
(p=0,06) og hlutfall bólusettra barna sem báru
sömu hjúpgerðir og voru í bóluefninu var 15%,
en 25% hjá samanburðarhópnum (p=0,0007).
Beratíðni jókst með vaxandi aldri bæði hjá
bólusettum og óbólusettum (samanburðarhóp),
og átti það líka við urn bóluefnishjúpgerðirnar.
A meðan á frumbólusetningunni stóð (aldur <6
mánuðir), var hlutfall þeirra sem báru bóluefn-
ishjúpgerðirnar 13% í bólusetta hópnum en
19% í þeim óbólusetta. Eftir það (aldur >7
mánuðir), var þetta hlutfall marktækt lægra í
bólusetta hópnum en í samanburðarhópnum
(17% vs. 29%; p=0,002). Af algengustu hjúp-
gerðunum hafði bólusetningin mest áhrif á
hlutfall þeirra sem báru hjúpgerð 19F.
Bólusetning með prótíntengdu pneumókokka-
bóluefnunum, PncT og PncD, lækkar hlutfall
þeirra ungbama sem bera bóluefnishjúpgerðimar.
E-84. Erfðafræðilegur breytileiki í
sænskum pneumókokkum
Sigurður E. Vilhelmsson", Alexander Tomasz21,
Carl Kamme3', Karl G. Kristinsson"
Frá "sýklafræðideild Landspítalans, 2)Rocke-
feller University New York, NY, "Lund Univer-
sity Hospital Lundi
Inngangur: í ljósi hinnar stöðugu útbreiðslu
sýklalyfjaónæmra pneumókokka um heiminn,
hefur aukin áhersla verið lögð á að rannsaka
hvernig þeir breiðast út. Einnig er mikilvægt að
rannsaka náttúrulega, næma flóru pneumó-
kokka þar sem ónæmir klónar ná fótfestu. I
þessari rannsókn voru athugaðir jafnt næmir
sem ónæmir stofnar af hjúpgerðum níu og 15
frá Suður-Svíþjóð. Þessir stofnar voru einangr-
aðir á mismunandi tíma, og markmiðið var að
meta erfðafræðilegan fjölbreytileika innan
hjúpgerða.
Efniviður og aðferðir: Litnings DNA var melt
með Smal skerðiensími. Skerðibútarnir voru svo
aðgreindir á agarósageli með pulsed-field gel
electrophoresis (PFGE) og mynstrin sem fengust
notuð til að meta skyldleika milli stofna.
Niðurstöður: Alls var athugaður 181 stofn
af hjúpgerðum 9 og 15. Um 20 stofnar af hvorri
hjúpgerð voru penicillín næmir og var helming-
urinn einangraður 1982, en hinn helmingurinn
1993. Allir ónæmu stofnarnir voru frá 1996 og
1997, og nokkrir af hjúpgerð 15 fjölónæmir.
Allir ónæmu stofnarnir af hjúpgerð 9 reyndust
tilheyra einum klóni sem var óaðgreinanlegur
frá þekktum klóni sem er útbreiddur í Evrópu
og S-Ameríku. Hægt var að skipta ónæmu
stofnunum af hjúpgerð 15 í tvo hópa, annars
vegar fjölónæma stofna sem voru nær allir
sami klónninn, og hins vegar hóp breytilegri
stofna sem voru ólíkir þeim fjölónæmu.
Meirihluti næmu stofnanna af hjúpgerð 9
reyndust vera náskyldir, og lítill munur var á
stofnum frá 1982 og 1993. Næmu stofnarnir af
hjúpgerð 15 voru einnig mjög einsleitir yfir
tímabilið. Engin samsvörun fannst milli ónæmu
og næmu stofnanna.
Alyktanir: Alþjóðlegur klónn af hjúpgerð 9V
hefur borist til S-Svíþjóðar og breiðst þar út.
Einnig hefur fjölónæmur klónn af hjúpgerð 15
breiðst út, en uppruni hans er enn óþekktur. Það
sem kom mest á óvart var þó hversu einsleitir og
stöðugir næmir klónar voru yfir 11 ára tímabil.
E-85. Náttúrulegur flutningur á PBP 2X
úr ónæmum klóni Streptococcus pneum-
oniae af hjúpgerð 19A í nænian klón af
hjúpgerð 6A
Sigurður E. VHhelmsson", Alexander Tomasz2I,
Karl G. Kristinsson"
Frá "sýklafrœðideild Landspítalans, 21Rocke-
feller University, New York, NY
Inngangur: Hin hraða útbreiðsla penicillín-
ónæmra pneumókokka á íslandi hefur aðallega
verið rakin til eins klóns af hjúpgerð 6B (spænsk-
íslenska klónsins). Auk þess að fylgjast með út-
breiðslu og þróun þessa klóns hafa allir ónæmir
stofnar verið athugaðir til að fylgjast með
breytingum á þekktum klónum, og tilkomu
nýrra ónæmra klóna á íslandi. Árið 1996 fannst
nýr klónn af hjúpgerð 6A með penicillín MIC
0,06 pg/mL. Markmið okkar var að ákvarða
uppruna hans og tengsl við aðra klóna, jafnt
næma sem ónæma. Að auki vildum við finna
hvort penicillínónæmið myndaðist með stökk-
breytingum í klóninum sjálfum, eða hvort það
hefði flust frá öðrum ónæmum klóni.
Efniviður og aðferðir: Notað var pulsed-
field gel electrophoresis (PFGE) til að greina
stofnana. Litnings DNA var steypt í agarósa,
melt með Smal skerðiensími og skerðibútarnir
voru aðgreindir á agarósageli. Staðlaðar að-
ferðir voru notaðar til að flokka stofnana eftir
skerðibútamynstrinu og greina skyldleika