Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Page 71

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Page 71
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 71 allega um að ræða búta úr tveimur genum. Annars vegar bútar úr nýju, óþekktu geni sem sýnir hómólógíu við áður raðgreint mannagen, dJ1409.2, sem sjálft er skylt necdíni, öðru mannageni. Necdín er talið vera vaxtarhindri (growth suppressor) í taugafrumum og tilheyrir stóruin hópi gena, MAGE (melanoma associ- ated antigens). Hitt genið er skylt nýraðgreindu mannageni, KIAA0570, og er sennilega rottu- hómólóg þess gens. Um hlutverk þess er ekkert vitað. E-95. Mitf samvirkandi prótín Gunnar J. Gunnarsson, Eiríkur Steingrímsson Frá lífefna- og sameindalíjfrœði lœknadeildar Umritunarþátturinn Mitf (Microphthalmia) tilheyrir bHLH-zip fjölskyldu stjórnprótína og er nauðsynlegur fyrir þroskun ýmissa frumuteg- unda í mús, þar á meðal litfrumur húðar (sem eiga uppruna sinn í neural crest), litfrumur aug- ans, beinátsfrumur og mastfrumur. Sum prótín í þessari fjölskyldu einkum Myc, Max og Mad mynda flókið net samvirkandi prótína við stjórn genatjáningar í frumum. In vitro tilraunir sína að Mitf prótínið getur bundist E-box DNA- röðinni CACGTG sem einstvennd, eða sem mistvennd með öðrum náskyldum bHLH-zip prótínum. Þar sem öll prótín í þessari fjölskyldu bindast sömu DNA basaröð er talið að sérhæfni þeirra sé stjórnað af mismunandi samverkun þessara prótína við mismunandi aðstæður, frek- ar en af sérhæfingu í DNA-bindingu. Við höfum notað Yeast-two-Hybrid-kerfið til að einangra 25 gen sem virðast starfa með Mitf á sérhæfðan hátt. Sumum þessara gena hefur verið lýst áður og flest þeirra ef ekki öll starfa í kjarna frumunnar eða nátengt honum. Eitt þeirra, Tfe3, er þekkt sem Mitf samvirkandi prótín bæði in vitro og in vivo og þjónar því sem jákvæður samanburður (control) í tilraun- inni. Nokkur genanna eru ný og hefur ekki ver- ið lýst áður. Starfsemi flestra þessara gena og staðsetning á litningunum er óþekkt. Ætlunin er að kortleggja genin, athuga tjáningu þeirra með northern- og in x/íw-hybridization tækn- inni og kanna frekar samstarf þeirra við Mitf með ýmsum in vitro aðferðum. Einnig er ætl- unin að skoða in vivo hlutverk þeirra í frumu- ræktum. Stökkbreytingar í Mitf geni mannsins geta valdið litar- og heymleysisheilkennunum Waard- enburg Type 2A og Tietz syndrome. Því ættu rannsóknir á samstarfsgenum Mitf að auka skilning okkar á erfðafræði þessara sjúkdóma og jafnframt á samstarfi bHLH-zip prótína og annarra stjórnþátta við stjórnun genatjáningar. E-96. Fylgni C4 arfgerða við hjarta- og æðasjúkdóma á íslandi Sigurður Böðvarsson", Judit Kramer21, Sig- urður Þór Sigurðarson", Garðar Sigurðsson", Georg Fiist2>, Guðmundur Þorgeirsson", Guð- mundur Jóhann Arason4' Frá "lyflœkningadeild Landspítalans, 21Natio- nal Institute of Haematology, Blood Transfu- sion and Immunology, Budapest, 3>slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, 4)rannsóknastofu í ónœmisfrœði Landspítalanum Inngangur: C4 prótínin (C4A og C4B) eru tjáð af tveimur samsíða genum innan MHC-III svæðis sjötta litnings. Gen á þessu svæði hafa sterka tilhneigingu til að erfast sem ein heild, án endurraðana. Við höfum áður fundið sam- svörun milli ótjáðrar samsætu C4B (C4B*Q0) og kransæðasjúkdóms í Ungverjalandi og vild- um kanna hvort hægt væri að finna áþekka samsvörun í þýði með ólíkan MHC bakgrunn. Efniviður og aðferðir: Safnað var blóðsýn- um úr 406 einstaklingum sem komu á bráða- móttöku Landspítalans eða Sjúkrahúss Reykja- víkur með brjóstverk sem aðalkvörtun. Af þeim greindust 60 með kransæðasjúkdóm og aðrir 184 höfðu fyrri sögu um slíkan sjúkdóm. Þessir sjúklingar voru bornir saman við afgang sjúk- linganna (N=95) og við 119 blóðgjafa. Niðurstöður: Tíðni C4A*Q0 (0,18) og C4B*Q0 (0,08) í blóðgjöfum var sambærileg við þá sem fundist hefur hjá öðrum þjóðum í N-Evrópu. Þessar samsætur sýndu sterka sam- svörun við kransæðasjúkdóm. Tíðni C4B*Q0 var aukin í sjúklingum með fyrri sögu um kransæðasjúkdóm (0,14; p=0,04), en eðlileg í þeim sem komu inn með bráðan sjúkdóm. Á hinn bóginn var tíðni C4A*Q0 lækkuð í sjúk- lingum sem komu inn með bráðan sjúkdóm án fyrri sögu (0,08; p=0,02). Ályktanir: Þessar niðurstöður benda til að afurðir C4 genanna geti skipt máli í meinþróun kransæðasjúkdóms. Þær gætu samrýmst þeirri hugmynd að C4A*Q0 geti virkað vemdandi fyrir tilkomu sjúkdómsins, en C4B*Q0 á hinn bóginn vemdað fyrir skaðvænum áhrifum sjúkdómsins. Ekki er hægt að útiloka hlutdeild annarra gena í nánd við C4 svæðið, en sú skýring er ólíklegri fyrir það að fylgnin hefur nú greinst í tveim þjóð- um með mismunandi MHC bakgmnn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.