Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Page 74

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Page 74
74 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 1. Tvö- til þreföld hækkuðu kólesteróli í blóði. 2. Sjúkdómurinn erfist ríkjandi ókynbundið. 3. Hjarta- og æðasjúkdómar snemma á ævinni. 4. Útfellingar á kólesteróli í sinum (xanthom- ata tendinosum ), húð (xanthelasma), augum (arcus senilis). Markmið rannsóknarinnar eru: 1. Leita með ættrakningu að skyldleika milli fjölskyldna með arfbundna kólesterólhækkun. 2. Leita með kólesterólmælingu að arfbundinni kólesterólhækkun hjá afkomendum þeirra forfeðra sem rekjast saman og beita DNA prófi til að meta næmi kólesterólmælinga sem greiningartæki í skyldmennum sjúk- linga með arfbundna kólesterólhækkun. 3. Leita að stökkbreytingum hjá nýjum sjúk- lingum með arfbundna kólesterólhækkun. 4. Kanna algengi arfbundinnar kólesterólhækk- unar á Islandi. Efniviður og aðferðir: Ættir einstaklinga með arfbundna kólesterólhækkun. Ættir voru raktar af erfðafræðinefnd. Ef sameiginlegur forfaðir sjúklinga með arfbundna kólesteról- hækkun fannst við ættrakningu og stökkbreyt- ingin reyndist sú sama í ættunum var leitað að arfbundinni kólesterólhækkun í öllum afkom- enduin þessa sameiginlega forföður. Nauðsyn- legt er að þekkja stökkbreytinguna áður en prófun er gerð því oft finnast sameiginlegir for- feður sem ekki bera sömu stökkbreytinguna. Niðurstöður: Við höfum rannsakað um 30 íslenskar fjölskyldur með arfbundna kólester- ólhækkun. Fimm stökkbreytingar hafa fundist í LDL viðtakageninu á Islandi og er ein langal- gengust (í intron 4). Intron 4 stökkbreytingin fannst hjá sjö fjölskyldum. Prófa þarf 411 manns í þessum ættum. Þegar hafa 311 eða 76% verið athugaðir. Sjötíu og fimm áður ógreindir einstaklingar með arfbundna kólest- erólhækkun hafa fundist með kólesterólmæl- ingu eða 24% af þeim sem athugaðir hafa ver- ið. Greining var staðfest með DNA prófi. Ályktanir: Leit að arfbundinni kólesteról- hækkun í ættum, þar sem sameiginlegur forfað- ir er fundinn með ættrakningu, margfaldar fjölda þeirra einstaklinga sem finnast með arf- bundna kólesterólhækkun. Mikill ávinningur er af leit sem þessari ef einstaklingar greinast áð- ur en einkenni æðasjúkdóma koma fram. Stefnt er að því að greina alla sjúklinga með arf- bundna kólesterólhækkun á Islandi fyrir lok ársins 2000. E-101. Tíðni breytileika í genum sem hafa áhrif á styrk háþéttni fituprótíns í blóði kransæðasjúklinga og í eðlilegu viðmiðunarþýði Ottar Már Bergmann'2', Manjeet K. Bolla", Guðný Eiríksdóttir", Gunnar Sigurðsson2J), Vilmundur Guðnason1-21 Frá "Rannsóknarstöð Hjartaverndar, 2,lœkna- deild HÍ, "Sjúkrahúsi Reykjavíkur Inngangur: Lækkað háþéttni fituprótín (HDL) er einn af áhættuþáttum kransæðasjúk- dóma. Bæði erfðir og umhverfi ákvarða styrk þess í blóði. Prótín sem hafa áhrif á styrk há- þéttni fituprótíns í blóði eru til dæmis Hepatic Lipase (HL) og Cholesteryl Ester Transfer Protein (CETP). Þekktir eru breytileikar (poly- morphism) í genum þessara prótína sem eru tengdir magni þeirra í blóði. Markmið rann- sóknarinnar var að athuga tíðni breytileika í þessum genum hjá kransæðasjúklingum borið saman við fólk úr almennu þýði. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarhópurinn samanstóð af 496 sjúklingum sem komu í Hjartavernd og fengið höfðu kransæðastíflu. Viðmiðunarhópurinn var 324 einstaklingar úr almennu þýði. Breytileikarnir voru kannaðir með PCR á C-T skiptum í stöðu -480 í prómóter í Hepatic Lipase geninu, TaqlB, C-T skiptum í intron 1 í CETP geninu og 1405V í exon 14 í CETP geninu. Tölfræðilegur samanburður á hópunum var gerður með kí-kvaðratsprófi. Niðurstöður: Allir breytileikarnir voru í Hardy-Weinberg jafnvægi. Tíðni HL breyti- leikans (-480T) var 0,18 í rannsóknarhópnum og 0,20 í almennu þýði sem er ekki marktækur munur. Tíðni CETP breytileikans (405V) var 0,34 í rannsóknarhópnum og 0,31 í almennu þýði sem er ekki marktækur munur. Tíðni Cetp TaqlB breytileikans (B2-T) var 0,43 í rannsóknarhópnum og 0,49 í almennu þýði sem er marktækur munur (p<0,05). Ályktanir: CETP TaqlB breytileikinn hefur veruleg áhrif á styrk háþéttni fituprótíns í blóði og þess vegna hugsanleg áhrif á áhættu á kransæðastíflu. Niðurstöður okkar styðja þessa kenningu þar sem tíðni þess sets sem hefur áhrif til hækkunar á háþéttni fituprótín er lægri í einstaklingum sem fengið hafa kransæðastíflu. E-102. Áhrif apoE gens á kólesteról, hjartaáföll og vitræna starfsemi Vilmundur Guðnason", Björn Einarsson1-21, Manjeet K. Bolla", Guðrún Karlsdóttir31, Hall-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.