Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Page 77

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Page 77
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 77 Niðurstöður og ályktanir: Allir þeir sem skoðaðir voru höfðu verið lengur en sex mán- uði að jafna sig af veikindum sínum ef þeir gerðu það yfirleitt. Aðeins 12% þeirra sem veiktust töldu sig hafa náð sér að fullu. Batinn tók eitt til tvö ár. Af þeim sem skoðaðir voru töldu 64% sig aldrei hafa náð sér að fullu. Fyrst og fremst var um það að ræða að þeir þreyttust óeðlilega fljótt en höfðu fá önnur einkenni sem máli skiptu og 24% kannaðra telja sig aldrei hafa náð heilsu að nýju. Einkenni þeirra eru óeðlilegur lúi, miklir vöðvaverkir, hiti samfara áreynslu og röskun á svefni og skerðing á and- legu úthaldi og jafnlyndi. Önnur einkenni mun fágætari. Við klíníska neurólógíska skoðun var ekki að finna óeðlileg einkenni frá taugakerfi og ber þar sérstaklega að nefna: ekkert viðvarandi skyntap eða slappt máttleysi eða viðbragðs- breytingar (þessu var í nokkrum tilfellanna lýst við frum- og fyrri skoðanir). Mikilvæg undan- tekning var þó að í hinum kannaða hópi höfðu átta fengið Parkinsonsveiki, þar af fjórar yngri en 35 ára. Að auki höfðu tveir einstaklingar (systkini) komið sér upp heilkenni lamariðu (parkinsonismus) með áberandi hvarmakrampa (blepharospasm) jafnframt. Enn er til viðbótar að nefna tvær konur með svonefnt Meiges heil- kenni og enn hina þriðju með útbreiddan vöðva- rykkjakrampa (myoclonus). Ekki var sýnt fram á tilhneigingu til annarra taugasjúkdóma. Við almenna klíníska skoðun komu fram hjá þeim sem ekki höfðu jafnað sig áberandi vefja- gigtareinkenni en ekki annað og ekki var sýnt fram á tilhneigingu til sérstakra almennra sjúk- dóma þar á meðal ekki til liðagigtar- eða (ann- arra) sjálfsónæmissjúkdóma. Rannsóknir veittu enga þá ótvíræða niður- stöðu er draga mætti af skýringu. Margir sjúk- linganna höfðu lágt kortisól síðari hluta dags; það er undir eðlilegu gildi. Þá voru eyður í súr- efnisupptöku í heila hjá mörgum sjúklinganna. Þýðing þessa hvoru tveggja er óviss. Svefnrann- sóknarmynstur kom best heim og saman við það sem sést hjá vefjagigtarsjúklingum. Geðpróf leiddu ekki í Ijós neitt frávik frá samanburðar- hópi með tilliti til alvarlegra geðsjúkdóma. Orsök Akureyrarveikinnar er enn óþekkt. Sennilegast hefur verið um veirusjúkdóm að ræða, líklegast af völdum enteróveiru skyldri lömunarveikiveirunni og faraldrar líkir Akur- eyrarveikinni hafa ekki komið upp eftir að far- ið var að bólusetja gegn lömunarveiki. Veru- legur munur er þó á klínískum einkennum og framvindu sjúkdómanna. Af sjúklingunum hafa 24% búið við ævilanga síþreytu. Þeir hafa einnig vefjagigt á misháu stigi. Á hvorugu eru skýringar. Athyglisvert er hversu margir hafa fengið Parkinsonsveiki, heilkenni lamariðu og misútbreidda vöðvarykkjakrampa. Álykta má að það bendi til að heilabólga hafi verið hluti af sjúkdómsmyndinni. Til hennar megi einnig rekja orsakir síþreytunnar og þá jafnt andlega sem líkamlega þætti þessa heilkennis. Tekur það þá einnig til þróunar vefjagigtar vegna breyttrar verkjaskynjunar og álagsþols. Vert er að árétta að þrír af hverjum fjórum sem Akureyrarveikina fengu hafa náð fullri eða nánast ásættanlegri heilsu. Að Akureyrarveikin var ekki ímyndunarsjúkdómur og að þeir sem bera menjar hennar alla ævi í mynd síþreytu hafa ekki alvarlegri röskun á geðheilsu en aðrir Islendingar. E-106. Akureyrarveikin. Sálfræðileg ein- kenni þeirra sem hafa verið veikir í 50 ár Eiríkur Líndal", Sverrir Bergmann2I, Sigurður Thorlacius31, Jón G. Stefánsson" Frá "geðdeild og 21taugasjúkdómadeild Land- spítalans, 31Tryggingastofnun ríkisins Inngangur: í því augnamiði að athuga lík- urnar á því að sálfræðileg einkenni kæmu í kjölfar Akureyrarveikinnar var leitað til ein- staklinga sem höfðu sannanlega fengið veikina á sínum tíma og eru enn með einkenni hennar. Efniviður og aðferðir: Leitað var til 55 einstaklinga sem fengu Akureyrarveikina á sín- um tíma og eru enn með einkenni hennar. Tekið var viðtal við alla þátttakendur og þeir skoðaðir taugalæknisfræðilega. Þátttakendur svöruðu allir stöðluðu greiningarviðtali (DIS). Grein- ingarviðtalið gefur möguleika á að flokka sál- fræðileg einkenni samkvæmt skilgreiningum DSM-III og að fá fram geðgreiningu ef full- nægjandi einkenni eru til staðar. Niðurstöður: I úrtakinu voru 53 konur og tveir karlar. Kynjahlutfallið var svipað og var þegar faraldurinn geisaði. Meðalaldur var 67,7 ár. Af þeim sem rannsakaðir voru fengu 73% lífstíðar- geðsjúkdómsgreiningu. Algengustu geðgreining- amar voru: víðáttufælni án kvíðakasta 21,8% (p<0,0001); einföld fælni 18,1% (p<0,05); fé- lagsfælni 14,5% (p<0,001); víðáttufælni með kvíðaköstum 12,7% (p<0,0001); háðir áfengi 5,4% (p<0,05) og geðklofi 3,6% (p<0,01). Ályktanir: Langvarandi síþreyta virðist fyrst
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.