Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 79

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 79
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 79 miðað við upphaf einkenna fyrir 1965 og 1965 og síðar: Grciningarár 1900-1995 Fyrir 1965 1965eðasíðar N=358 N=141 N=217 Ar frá upphafi einkenna 5 15 30 5 15 30 5 15 30 Góðkynja MS (%) 85 62 38 81 51 34 88 72 58 Slæmur MS (%) 3 16 38 5 19 42 2 14 20 3. Metin var versnun fötlunar í tveimur mis- munandi myndum MS sjúkdómsins, það er pri- mary relapsing remitting (RR) og relapsing/ chronic progressive (RP/CP). RR RP/CP N=266 N=92 Ar frá upphafi einkenna 10 20 30 5 10 15 Góðkynja MS (%) 92 80 63 63 37 20 Slæmur MS (%) 1 9 17 9 30 40 Umræða: Veruleg fjölgun hefur orðið á greindum tilfellum af heila- og mænusiggi á Is- landi. Fjölgunin tengist sennilega vaxandi þekkingu á tilvist sjúkdómsins og bættri grein- ingartækni. Fjölgunin hefur fyrst og fremst orðið á vægum tilfellum („góðkynja“ MS). Væg tilfelli er aðeins hægt að greina eftir á. Niðurstöðurnar benda til þess að MS-sjúkdóm- urinn versni jafnt og þétt. Mikilvægt er að þekkja náttúrulega sögu sjúkdómsins til þess að hægt sé að meta þá meðferð sem í boði er. Island býður upp á einstæðar aðstæður fyrir rannsókn af þessu tagi. E-110. Skammvinn heilablóðþurrð hjá körlum. Er tíðni kransæðasjúkdóma aukin? Berglind G. Libungan, Elías Ólafsson, Gunnar Guðmundsson, Nikulás Sigfússon, Þórður Harðarson, John E.G. Benedikz Frá Háskóla Islands, taugalœkningadeild Land- spítalans, Hjartavemd, hjartadeild Landspítalans Inngangur: Vitað er að sjúklingar með skammvinna heilablóðþurrð (transient ischem- ic attack, TIA) eru í aukinni áhættu að fá slag. Margt bendir til að þeir séu einnig í aukinni áhættu að fá kransæðasjúkdóm. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta áhættu sjúklinga með skammvinna heilablóðþurrð að fá krans- æðasjúkdóm, það er hjartadrep eða hjarta- dauða. Til samanburðar var annars vegar hópur einstaklinga með sögu um hjartaöng og hins vegar hópur sem hvorki hafði sögu um skamm- vinna heilablóðþurrð né kransæðasjúkdóm. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru karlmenn sem komu í hóprannsókn Hjarta- verndar á árunum 1974-1977. Alls svöruðu 4.433 karlmenn spurningum sem ætlað var að kemba út (screen) þá sem líklega höfðu fengið skammvinna heilablóðþurrð. Allir sem svöruðu spurningum jákvætt komu í skoðun hjá sér- fræðingi í taugalæknisfræði. Þannig fundust 79 (2%) einstaklingar með sögu um skammvinna heilablóðþurrð. Hjartaöng var greind með hjálp Rose spurningalista, sjúkraskýrslum, hjartaraf- riti og læknisskoðun. Alls greindust 240 (5%) af 4.433 með hjartaöng. Einstaklingum var síðan skipt í þrjá hópa. I. Með sögu um skammvinna heilablóðþurrð, en útilokaðir voru þeir sem höfðu þekkta sögu um hjartasjúkdóm (n=61). II. Með sögu um hjarta- öng, en útilokaðir voru þeir sem greinst höfðu með skammvinna heilablóðþurrð eða hjarta- drep (n=210). III. Viðmiðunarhópur sem hvorki hafði sögu um skammvinna heilablóðþurrð né kransæðasjúkdóm (hjartaöng eða hjartadrep) (n=4003). Fjöldi þeirra sem höfðu greinst með hjarta- drep og þeirra sem sem höfðu látist vegna krans- æðasjúkdóms var ákvarðaður í báðum hópun- um. Þessum einstaklingum var fylgt eftir til 1996 eða þar til þeir létust (meðaltal 17,8 ár). Cox tölfræðilíkanið var notað til samanburð- ar á lifun hópanna (survival analysis) þar sem leiðrétt var fyrir aldri. Niðurstöður: a) Kransæðadauði: Átta af 61 (13%) einstaklingi með skammvinna heila- blóðþurrð létust úr kransæðasjúkdómi miðað við 9% (368/4.003) í viðmiðunarhópi (III). Áhætta var ekki marktækt aukin, áhættuhlutfall 1,3 (95% öryggismörk 0,6-2,5). Áhætta fyrir kransæðadauða hjá hópnum með hjartaöng var verulega aukin, áhættuhlutfall 3,4 (95% örygg- ismörk 2,6-4,4). b) Hjartadrep: Alls fengu 30% (18/61) ein- staklinga með skammvinna heilablóðþurrð hjartadrep á tímabilinu, miðað við 17% (696/ 4.003) úr viðmiðunarhópnum (III), áhættuhlut- fall 1,7 (95% öryggismörk 1,1-2,7). Áhætta fyrir hjartadrepi hjá hópnum með hjartaöng var aukin í samanburði við viðmið- unarhópinn (III), áhættuhlutfall 2,6 (95% ör- yg^ismörk 2,1-3,3). Ályktanir: Tíðni hjartadreps er hærri hjá ein- staklingum með skammvinna heilablóðþurrð en í viðmiðunarhópnum og tíðni kransæðadauða er einnig aukin hjá einstaklingum með skamm-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.