Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Síða 79
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37
79
miðað við upphaf einkenna fyrir 1965 og 1965
og síðar:
Grciningarár 1900-1995 Fyrir 1965 1965eðasíðar
N=358 N=141 N=217
Ar frá upphafi einkenna 5 15 30 5 15 30 5 15 30
Góðkynja MS (%) 85 62 38 81 51 34 88 72 58
Slæmur MS (%) 3 16 38 5 19 42 2 14 20
3. Metin var versnun fötlunar í tveimur mis-
munandi myndum MS sjúkdómsins, það er pri-
mary relapsing remitting (RR) og relapsing/
chronic progressive (RP/CP).
RR RP/CP
N=266 N=92
Ar frá upphafi einkenna 10 20 30 5 10 15
Góðkynja MS (%) 92 80 63 63 37 20
Slæmur MS (%) 1 9 17 9 30 40
Umræða: Veruleg fjölgun hefur orðið á
greindum tilfellum af heila- og mænusiggi á Is-
landi. Fjölgunin tengist sennilega vaxandi
þekkingu á tilvist sjúkdómsins og bættri grein-
ingartækni. Fjölgunin hefur fyrst og fremst
orðið á vægum tilfellum („góðkynja“ MS).
Væg tilfelli er aðeins hægt að greina eftir á.
Niðurstöðurnar benda til þess að MS-sjúkdóm-
urinn versni jafnt og þétt. Mikilvægt er að
þekkja náttúrulega sögu sjúkdómsins til þess
að hægt sé að meta þá meðferð sem í boði er.
Island býður upp á einstæðar aðstæður fyrir
rannsókn af þessu tagi.
E-110. Skammvinn heilablóðþurrð hjá
körlum. Er tíðni kransæðasjúkdóma
aukin?
Berglind G. Libungan, Elías Ólafsson, Gunnar
Guðmundsson, Nikulás Sigfússon, Þórður
Harðarson, John E.G. Benedikz
Frá Háskóla Islands, taugalœkningadeild Land-
spítalans, Hjartavemd, hjartadeild Landspítalans
Inngangur: Vitað er að sjúklingar með
skammvinna heilablóðþurrð (transient ischem-
ic attack, TIA) eru í aukinni áhættu að fá slag.
Margt bendir til að þeir séu einnig í aukinni
áhættu að fá kransæðasjúkdóm. Tilgangur
rannsóknarinnar var að meta áhættu sjúklinga
með skammvinna heilablóðþurrð að fá krans-
æðasjúkdóm, það er hjartadrep eða hjarta-
dauða. Til samanburðar var annars vegar hópur
einstaklinga með sögu um hjartaöng og hins
vegar hópur sem hvorki hafði sögu um skamm-
vinna heilablóðþurrð né kransæðasjúkdóm.
Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru
karlmenn sem komu í hóprannsókn Hjarta-
verndar á árunum 1974-1977. Alls svöruðu
4.433 karlmenn spurningum sem ætlað var að
kemba út (screen) þá sem líklega höfðu fengið
skammvinna heilablóðþurrð. Allir sem svöruðu
spurningum jákvætt komu í skoðun hjá sér-
fræðingi í taugalæknisfræði. Þannig fundust 79
(2%) einstaklingar með sögu um skammvinna
heilablóðþurrð. Hjartaöng var greind með hjálp
Rose spurningalista, sjúkraskýrslum, hjartaraf-
riti og læknisskoðun. Alls greindust 240 (5%)
af 4.433 með hjartaöng.
Einstaklingum var síðan skipt í þrjá hópa. I.
Með sögu um skammvinna heilablóðþurrð, en
útilokaðir voru þeir sem höfðu þekkta sögu um
hjartasjúkdóm (n=61). II. Með sögu um hjarta-
öng, en útilokaðir voru þeir sem greinst höfðu
með skammvinna heilablóðþurrð eða hjarta-
drep (n=210). III. Viðmiðunarhópur sem hvorki
hafði sögu um skammvinna heilablóðþurrð né
kransæðasjúkdóm (hjartaöng eða hjartadrep)
(n=4003).
Fjöldi þeirra sem höfðu greinst með hjarta-
drep og þeirra sem sem höfðu látist vegna krans-
æðasjúkdóms var ákvarðaður í báðum hópun-
um. Þessum einstaklingum var fylgt eftir til
1996 eða þar til þeir létust (meðaltal 17,8 ár).
Cox tölfræðilíkanið var notað til samanburð-
ar á lifun hópanna (survival analysis) þar sem
leiðrétt var fyrir aldri.
Niðurstöður: a) Kransæðadauði: Átta af 61
(13%) einstaklingi með skammvinna heila-
blóðþurrð létust úr kransæðasjúkdómi miðað
við 9% (368/4.003) í viðmiðunarhópi (III).
Áhætta var ekki marktækt aukin, áhættuhlutfall
1,3 (95% öryggismörk 0,6-2,5). Áhætta fyrir
kransæðadauða hjá hópnum með hjartaöng var
verulega aukin, áhættuhlutfall 3,4 (95% örygg-
ismörk 2,6-4,4).
b) Hjartadrep: Alls fengu 30% (18/61) ein-
staklinga með skammvinna heilablóðþurrð
hjartadrep á tímabilinu, miðað við 17% (696/
4.003) úr viðmiðunarhópnum (III), áhættuhlut-
fall 1,7 (95% öryggismörk 1,1-2,7).
Áhætta fyrir hjartadrepi hjá hópnum með
hjartaöng var aukin í samanburði við viðmið-
unarhópinn (III), áhættuhlutfall 2,6 (95% ör-
yg^ismörk 2,1-3,3).
Ályktanir: Tíðni hjartadreps er hærri hjá ein-
staklingum með skammvinna heilablóðþurrð en
í viðmiðunarhópnum og tíðni kransæðadauða er
einnig aukin hjá einstaklingum með skamm-