Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 80

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 80
80 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 vinna heilablóðþurrð, þótt það sé ekki tölfræði- lega marktækt. Þessi áhættuaukning á krans- æðasjúkdómi (hjartadrepi og hjartadauða) er þó ntinni en hjá sjúklingum nteð hjartaöng. Þessi rannsókn gefur mikilvæga vísbendingu um að veruleg fylgni sé milli skammvinnrar heilablóð- þurrðar og kransæðasjúkdóma. E-lll. Athyglisbrestur og ofvirkni eru áhættuþættir fyrir flogaveiki í börnum W. Allert Hauser, Pétur Lúðvígsson, Dale Hes- dorjfer, Elías Ólafsson, Ólafur Kjartansson, Gunnar Guðmundsson Inngangur: Margir hafa talið að börn með flogaveiki eigi frekar við hegðunar- og náms- örðugleika að stríða en almennt gerist. Aðeins fáar rannsóknir á þessu sviði hafa notað saman- burðarhóp og engin rannsókn hefur rannsakað þessi tengsl í tíma. Efniviður og aðferðir: Um er að ræða til- fellasamanburðarrannsókn (case control study). Tilfellin voru öll börn yngri en 15 ára á Islandi sem greindust í fyrsta sinn með óvakin flog (unprovoked seizure) á tveggja ára tímabili. Samanburðarhópurinn var jafngamlir einstak- lingar af sama kyni sem ekki höfðu sögu um óvakin flog. Staðlað greiningarviðtal (byggt á DSM-4) hvað varðar athyglisbrest og ofvirkni var haft í síma við náinn ættingja barnsins skömmu eftir að flog greindist. Niðurstöður: Viðtal var tekið við 74 sjúk- linga og 138 samanburðartilfelli. Algengi at- hyglisbrests fyrir flogagreiningu var 37,3% meðal sjúklinga og 12,4% í samanburðarhópi (p=0,001). Áhættuhlutfall (odds ratio) fyrir óvöktum flogum afrétt (adjusted) fyrir kyni og aldri í börnum með athyglisbrest var 4,1 (95% öryggismörk 1,8-8,9). Algengi ofvirkni var 29,9% í börnum með flog og 12,5% í samanburð- arhópnum (p=0,01). Áhættuhlutfall fyrir óvakin flog afrétt fyrir aldri og kyni hjá börnum með ofvirkni var 3,1 (95% öryggismörk 1,4-7,9). Umræða: Rannsóknin sýnir ekki aðeins aukna tíðni athyglisbrests og ofvirkni meðal barna með nýgreind óvakin flog, heldur sýnir hún einnig fram á að athyglisbrestur 0£ ofvirkni eru áhættuþættir fyrir óvakin flog. Olíklegt er að athyglisbrestur og ofvirkni valdi flogum, en líklegra er að þessir þættir tengist sameigin- legri orsök sem enn er óþekkt. Einnig að at- hyglisbrestur og ofvirkni verði ekki eingöngu rakin til floga eða flogalyfjameðferðar. Við munum kynna frekari niðurstöður, meðal ann- ars tengsl við tegundir floga, flogaveikiheil- kenni og aðrar breytur. E-112. Verndandi áhrif mótefna gegn pneumókokkum iu vitro og in vivo Eiríkur Sœland", Gestur Viðarsson21, Ingileif Jónsdóttir" Frá "Rannsóknastofu HI í ónœmisfrœði Land- spítalanum, 2>ónœmisfrœðideild Háskóla- sjúkrahússins í Utrecht Hollandi Mat á gagnsemi tilraunabóluefna gegn pneumókokkum felst í mælingum sértækra mótefna og hvort þau verndi gegn sýkingum. Mótefni gegn fjölsykruhjúp pneumókokka ops- ónera bakteríuna ásamt komplímentum og stuðla að upptöku af völdum átfrumna. Opsón- ínvirkni mótefna má meta in vitro og vemdandi áhrif þeirra í sýkingarlíkönum í dýrum. Mark- mið rannsóknarinnar var að þróa lungnabólgu- og blóðsýkingarlíkön í músum og kanna áhrif og sértækni verndandi mótefna til samanburðar við opsónínvirkni in vitro. Mótefni voru mæld í ELISA. Opsónínvirkni var metin sem upptaka kleyfkjarna átfrumna á geislamerktum pneumókokkum. Mýs voru sýktar um nasir með pneumókokkum og sýking í blóði og lungum ákvörðuð með talningu á pneumókokkum (colony forming units, CFU). Til að meta sértækni verndandi mótefna var hjúp- eða veggfjölsykrum bætt út í sermi til hlutieysingar áður en því var sprautað í kvið. Fimm pneumókokkastofnar (hjúpgerðir 1, 3, 6A, 6B og 8) af 19 leiddu til lungnabólgu og blóðsýkingar í músum. Passíf bólusetning með manna- IgG mótefnum eða sermi úr bólusettum einstaklingum verndaði mýsnar gegn blóðsýk- ingu af völdum hjúpgerða 1, 6A, 6B og 8 og vernd var háð magni fjölsykrusértækra mót- efna. Verndandi mörk hjúpsértækra IgG mót- efna voru á bilinu 0,2-1,0 pg fyrir mús gegn hjúpgerðum 6A, 6B og 8 en 3,0-6,0 pg fyrir hjúpgerð 1. Hlutleysing hjúpsértækra mótefna, en ekki mótefna gegn veggfjölsykrum, dró verulega úr verndandi áhrifum. Einnig var sýnt fram á að bólusetning manna með hjúpgerð 6B stuðlar að myndun mótefna sem veita vemd gegn hjúpgerð 6A. Samband var á milli IgG mótefnamagns í sermi 10 fullorðinna einstak- linga, opsónínvirkni in vitro og verndar in vivo. Lungna- og blóðsýkingarlíkanið býður upp á möguleika til þess að ákvarða magn og eiginleika verndandi mótefna og spá fyrir um gagnsemi nýrra tilraunabóluefna gegn pneumókokkum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.