Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Qupperneq 80
80
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37
vinna heilablóðþurrð, þótt það sé ekki tölfræði-
lega marktækt. Þessi áhættuaukning á krans-
æðasjúkdómi (hjartadrepi og hjartadauða) er þó
ntinni en hjá sjúklingum nteð hjartaöng. Þessi
rannsókn gefur mikilvæga vísbendingu um að
veruleg fylgni sé milli skammvinnrar heilablóð-
þurrðar og kransæðasjúkdóma.
E-lll. Athyglisbrestur og ofvirkni eru
áhættuþættir fyrir flogaveiki í börnum
W. Allert Hauser, Pétur Lúðvígsson, Dale Hes-
dorjfer, Elías Ólafsson, Ólafur Kjartansson,
Gunnar Guðmundsson
Inngangur: Margir hafa talið að börn með
flogaveiki eigi frekar við hegðunar- og náms-
örðugleika að stríða en almennt gerist. Aðeins
fáar rannsóknir á þessu sviði hafa notað saman-
burðarhóp og engin rannsókn hefur rannsakað
þessi tengsl í tíma.
Efniviður og aðferðir: Um er að ræða til-
fellasamanburðarrannsókn (case control study).
Tilfellin voru öll börn yngri en 15 ára á Islandi
sem greindust í fyrsta sinn með óvakin flog
(unprovoked seizure) á tveggja ára tímabili.
Samanburðarhópurinn var jafngamlir einstak-
lingar af sama kyni sem ekki höfðu sögu um
óvakin flog. Staðlað greiningarviðtal (byggt á
DSM-4) hvað varðar athyglisbrest og ofvirkni
var haft í síma við náinn ættingja barnsins
skömmu eftir að flog greindist.
Niðurstöður: Viðtal var tekið við 74 sjúk-
linga og 138 samanburðartilfelli. Algengi at-
hyglisbrests fyrir flogagreiningu var 37,3%
meðal sjúklinga og 12,4% í samanburðarhópi
(p=0,001). Áhættuhlutfall (odds ratio) fyrir
óvöktum flogum afrétt (adjusted) fyrir kyni og
aldri í börnum með athyglisbrest var 4,1 (95%
öryggismörk 1,8-8,9). Algengi ofvirkni var 29,9%
í börnum með flog og 12,5% í samanburð-
arhópnum (p=0,01). Áhættuhlutfall fyrir óvakin
flog afrétt fyrir aldri og kyni hjá börnum með
ofvirkni var 3,1 (95% öryggismörk 1,4-7,9).
Umræða: Rannsóknin sýnir ekki aðeins aukna
tíðni athyglisbrests og ofvirkni meðal barna
með nýgreind óvakin flog, heldur sýnir hún
einnig fram á að athyglisbrestur 0£ ofvirkni eru
áhættuþættir fyrir óvakin flog. Olíklegt er að
athyglisbrestur og ofvirkni valdi flogum, en
líklegra er að þessir þættir tengist sameigin-
legri orsök sem enn er óþekkt. Einnig að at-
hyglisbrestur og ofvirkni verði ekki eingöngu
rakin til floga eða flogalyfjameðferðar. Við
munum kynna frekari niðurstöður, meðal ann-
ars tengsl við tegundir floga, flogaveikiheil-
kenni og aðrar breytur.
E-112. Verndandi áhrif mótefna gegn
pneumókokkum iu vitro og in vivo
Eiríkur Sœland", Gestur Viðarsson21, Ingileif
Jónsdóttir"
Frá "Rannsóknastofu HI í ónœmisfrœði Land-
spítalanum, 2>ónœmisfrœðideild Háskóla-
sjúkrahússins í Utrecht Hollandi
Mat á gagnsemi tilraunabóluefna gegn
pneumókokkum felst í mælingum sértækra
mótefna og hvort þau verndi gegn sýkingum.
Mótefni gegn fjölsykruhjúp pneumókokka ops-
ónera bakteríuna ásamt komplímentum og
stuðla að upptöku af völdum átfrumna. Opsón-
ínvirkni mótefna má meta in vitro og vemdandi
áhrif þeirra í sýkingarlíkönum í dýrum. Mark-
mið rannsóknarinnar var að þróa lungnabólgu-
og blóðsýkingarlíkön í músum og kanna áhrif
og sértækni verndandi mótefna til samanburðar
við opsónínvirkni in vitro.
Mótefni voru mæld í ELISA. Opsónínvirkni
var metin sem upptaka kleyfkjarna átfrumna á
geislamerktum pneumókokkum. Mýs voru
sýktar um nasir með pneumókokkum og sýking
í blóði og lungum ákvörðuð með talningu á
pneumókokkum (colony forming units, CFU).
Til að meta sértækni verndandi mótefna var
hjúp- eða veggfjölsykrum bætt út í sermi til
hlutieysingar áður en því var sprautað í kvið.
Fimm pneumókokkastofnar (hjúpgerðir 1, 3,
6A, 6B og 8) af 19 leiddu til lungnabólgu og
blóðsýkingar í músum. Passíf bólusetning með
manna- IgG mótefnum eða sermi úr bólusettum
einstaklingum verndaði mýsnar gegn blóðsýk-
ingu af völdum hjúpgerða 1, 6A, 6B og 8 og
vernd var háð magni fjölsykrusértækra mót-
efna. Verndandi mörk hjúpsértækra IgG mót-
efna voru á bilinu 0,2-1,0 pg fyrir mús gegn
hjúpgerðum 6A, 6B og 8 en 3,0-6,0 pg fyrir
hjúpgerð 1. Hlutleysing hjúpsértækra mótefna,
en ekki mótefna gegn veggfjölsykrum, dró
verulega úr verndandi áhrifum. Einnig var sýnt
fram á að bólusetning manna með hjúpgerð 6B
stuðlar að myndun mótefna sem veita vemd
gegn hjúpgerð 6A. Samband var á milli IgG
mótefnamagns í sermi 10 fullorðinna einstak-
linga, opsónínvirkni in vitro og verndar in vivo.
Lungna- og blóðsýkingarlíkanið býður upp á
möguleika til þess að ákvarða magn og eiginleika
verndandi mótefna og spá fyrir um gagnsemi
nýrra tilraunabóluefna gegn pneumókokkum.