Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 83

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 83
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 83 uðust ekki frá þeim. Óbólusettu tvílembingarn- ir í þessum pörum voru mótefnalausir þegar þeir bólusettu dóu. Því eru þessi tvö pör ekki talin með. Eftir þrjú og hálft til fjögur ár í sambýlinu höfðu fimm af sex óbólusettu tvílembingunum sýkst og myndað mótefni gegn visnu-mæði. Pörunum fimm var þá slátrað og gerðar rækt- unartilraunir. Niðurstöður þeirra staðfestu sýk- ingu í öllum fimm óbólusettu tvílembingunum en aðeins í tveimur af þeim bólusettu. Þrír bólusettir tvílembingar sýktust ekki. Eitt par er enn á lífi. Niðurstöðurnar sýna að bólusetning ver gegn hæggengri veirusýkingu í langvarandi smithættu bólusettra. E-117. Samband milli arfgerða príon- gensins í íslensku fé og næmi fyrir riðu- smiti Stefanía Þorgeirsdóttir, Sigurður Sigurðarson, Guðmundur Georgsson, Astríður Pálsdóttir Frá Tilraunastöð HÍ í meinafrœði að Keldum Inngangur: Riða í sauðfé telst til príonsjúk- dóma eins og kúariða og Creutzfeldt-Jakob sjúkdómur í mönnum. Príongenið, sem finnst í erfðamengi allra spendýra og nokkurra lægri dýrategunda, skráir fyrir príonprótíninu, sem á umbreyttu formi er talið valda sjúkdómnum. Riða er enn landlæg í nokkrum landshlutum, þrátt fyrir stórfelldan niðurskurð og hreinsun- araðgerðir síðasta áratug. Sem hluti af leit að nýjum baráttuaðferðum gegn riðu var erfða- breytileiki í príongeni íslensks sauðfjár rann- sakaður sem og hugsanleg áhrif hans á næmi fyrir riðusmiti. Aðferðir: DNA var einangrað úr blóði eða vefjasýnum og príongenið magnað upp með PCR. Breytileiki príongensins var rannsakaður með skerðibútameltu, bræðslugeli (denaturing gradient gel electrophoresis; DGGE) og DNA raðgreiningu. Fé sem greinst hefur með riðu var borið saman við heilbrigt fé, bæði úr riðu- hjörðum og frá riðufríum bæjum á svæðum þar sem riða hefur greinst og svo einnig frá algjör- lega riðulausum svæðum. Niðurstöður: Breytileiki fannst á fimm stöð- um í príongeninu, meðal annars á tveimur nýjum stöðum (S138N og R151C). Alls fundust 16 mismunandi arfgerðir í príongeni íslensks sauðfjár. Þegar riðuféð var borið saman við heilbrigt fé fannst marktækur munur á tíðni ákveðinna arfgerða. I tákna 136 er amínósýran valín (V) mun algengari í riðufé (36%) en í heil- brigða fénu (7-15%), og virðist hún auka næmi fjárins fyrir riðusmiti. Arfgerðin v^6r154 Q111 hefur því verið skilgreind sem áhættuarf- gerð í íslensku fé. I tákna 154 hins vegar er ávallt arginín (R) í riðufé, en í heilbrigðu fé finnst einnig histidín í litlum mæli (2-5%). Þessi munur, sem er tölfræðilega marktækur, bendir til að það að hafa histidín í tákna 154 minnki áhættu á riðusmiti. Arfgerðin a^^H^4q171 hefur verið skilgreind sem hugsanlega vernd- andi arfgerð eða arfgerð með litla áhættu. í tákna 171 fannst enginn breytileiki, það er eingöngu amínósýran glútamín (Q), sem er ólíkt því sem gerist annars staðar í Evrópu. Alyktanir: Upplýsingar um arfgerð fjár með tilliti til næmis fyrir riðusmiti má nota við kyn- bætur á þann hátt að velja ekki fé með áhættu- arfgerðir til undaneldis, en reyna þess í stað að fjölga því fé sem er ekki eins næmt fyrir smiti. Þegar er byrjað að nýta þessar niðurstöður við sauðfjárrækt hér á landi, meðal annars með arf- gerðagreiningum á hrútum frá sæðingarstöðvum. E-118. Leit að einkennalausum smitber- um riðu. Samanburður á arfgerðum príongensins (PrP), vefjameinafræði og ónæmislitun fyrir PrPsc í riðuhjörð Stefanía Þorgeirsdóttir, Hjalti Már Þórissoit, Sigurður Sigurðarson, Guðmundur Georgsson, Ástríður Pálsdóttir Frá Tilraunastöð HÍ í meinafrœði að Keldum Inngangur: Arfgerðagreining príongensins (PrP) í íslensku sauðfé hefur sýnt að VRQ arf- gerðin er tengd auknu næmi fyrir riðusmiti, en AHQ arfgerðin virðist bera í sér lága áhættu á riðusmiti. Þessi vitneskja býður upp á þann möguleika að velja gegn áhættuarfgerðinni við val á fé til undaneldis, en fyrir arfgerðinni með minna næmi. Þeirri spurningu hefur hins vegar verið varpað fram að sauðfé með minna næmi geti verið einkennalausir smitberar og gætu því smitað annað fé. Efniviður og aðferðir: Til að reyna að svara ofangreindri spurningu söfnuðum við heilasýn- um úr heilli riðuhjörð sem samanstóð af 65 kindum (meðalaldur 51 mánuður), en líklega hafði sjúkdómurinn herjað á hjörðina í nokkur ár áður en hún var felld. Til að meta hvort ein- kennalaus riðusýking væri á ferðinni, voru heilasýnin skoðuð með tilliti til vefjaskemmda og ónæmislituð fyrir PrP“ (riðuform PrP). Arf- gerðir príongensins voru greindar með skerði-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.