Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 90
90
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37
staðfesta að meðal íslendinga er afmörkuð
(tannlækna-) fælni algengari meðal kvenna en
karla. Tíðni tannlæknafælni er einnig meiri
meðal fráskildra, ekkla/ekkna, öryrkja, atvinnu-
lausra og húsmæðra. Flestir svarenda geta
tengt upphaf fælninnar við afmarkaðan sárs-
aukafullan eða ógnvekjandi atburð.
Á undangengnu hálfu ári sögðu 96 svarendur
að þeir hefðu forðast tannlæknameðferð og 48
sögðu að tannlæknaótti þeirra hefði truflandi
áhrif á líf þeirra almennt. Tuttugu og einn svar-
andi uppfyllti skilmerki DSM-IV greiningar-
kvarðans fyrir afmarkaða (tannlækna-) fælni,
en 75 sýndi mörg einkenni tannlæknahræðslu.
Marktækur munur fannst milli heildarfjölda
(96) þeirra sem voru hræddir við tannlækna og
hinna (1096) sem viðurkenndu lítinn eða engan
tannlæknaótta hvað varðar kyn (fleiri konur
hræddust tannlækna) og hjúskaparstöðu (fleiri
fráskildir/-ar eða ekklar/ekkjur hræddust tann-
lækna). Hópurinn sem hræddist tannlækna var
með marktækt færri tennur en hópurinn sem
viðurkenndi lítinn eða engan tannlæknaótta og
fór einnig marktækt sjaldnar til tannlæknis.
V-10. Óvænt niðurstaða rannsókna á tíðni
skammdegisþunglyndis á Islandi
Högni Óskarsson", Andrés Magnússon2>, Mik-
ael M. Karlsson3>, Jóhann Axelsson31
Frá "Þerapeiu, 2>rannsóknarstofnun við geð-
deild Ulleval sykhus Osló 3>rannsóknastofhun í
lífeðlisfrœði HÍ
Inngangur: Tíðni skammdegisþunglyndis
hefur reynst vera óvenju lág á Islandi þegar
beitt hefur verið rannsóknum með Seasonal
Pattern Assessment Scale (SPAQ). Rannsókn
sú, sem hér er kynnt studdist við aðra aðferð,
það er að meta árstíðasveiflur með röð þver-
sniðsrannsókna sem studdust við Hospital
Anxiety and Depression Scale (HAD) og þann-
ig að þátttakendur áttu að meta ástand sitt strax,
en ekki að styðjast við eigið mat á undanfar-
andi ári.
Efniviður og aðferðir: Valin voru fjögur
1000 manna slembiúrtök úr þjóðskrá. Hverju
úrtaki var sendur HAD-spurningalisti, fylgi-
bréf og frímerkt umslag, eitt úrtak fyrir hverja
árstíð, í janúar, apríl, júlí og október. Aðeins
var stuðst við svör, sem bárust innan fjögurra
vikna frá útsendingu.
Niðurstöður: Meðaltalsskor var ekki hærra
að vetri en að sumri, hvorki fyrir kvíða né
þunglyndi, óháð kyni. Ekki var tölfræðilegur
munur á algengi kvíða og þunglyndis eftir árs-
tíðum, hvorki þegar tekið var tillit til sjúkratil-
fella, jaðartilfella eða að þeim tveimur flokkum
sameinuðum.
Ályktanir: Þessar niðurstöður stangast á við
niðurstöður annarra rannsókna, þar sem tíðni
þunglyndis hefur mælst marktækt hærri að
vetrarlagi. Á þetta við um innlendar rannsóknir
með SPAQ jafnt sem erlendar, sem hafa verið
framkvæmdar á suðlægari breiddargráðum. Is-
lensk þýði hafa þó mælst með lægri tíðni en
sambærileg erlend þýði. Þessi munur kann að
stafa af því að HAD og SPAQ séu misnæmir
fyrir ýmsum einkennum þunglyndis eða að
minnisþátturinn hafi áhrif, því SPAQ-aðferðin
felur í sér upprifjun einkenna til lengri tíma.
Eins kann það að vera að þessar niðurstöður
gefi vísbendingu um að íslenska þjóðin sé búin
sérstökum eiginleikum til að svara skammdeg-
inu. Höfundar vinna að frekari rannsóknum til
að kanna þetta.
V-11. Faraldsfræðileg rannsókn á iðra-
ólgu hjá Islendingum
Linda Björk Ólafsdóttir", Hallgrímur Guð-
jónsson2', Bjarni Þjóðleifsson21, Rúnar Vilhjálms-
son31
Frá "GlaxoWellcome ehf, 2>lyflœkningadeild
Landspítalans, 3>námsbraut í hjúkrun
Inngangur: Faraldsfræðilegar rannsóknir á
algengi iðraólgu á stóru úrtaki Islendinga hafa
ekki verið gerðar hér á landi áður. Með þessari
rannsókn fæst góð yfirsýn yfir algengi iðraólgu
og ýmis önnur einkenni í meltingarfærunum
sem tengjast henni. Fyrri rannsókn bendir til
þess að iðraólga hjá ungu fólki á Islandi sé al-
gengari en annars staðar. Markmið rannsóknar-
innar er að kanna algengi iðraólgu, með sér-
stöku tilliti til annarra einkenna í meltingarfær-
um. Einnig að kanna tengsl milli iðraólgu og
tíðaverkja hjá konum.
Efniviður og aðferðir: Spurningalisti, stað-
færður fyrir ísland, var sendur út til 2000 ein-
staklinga á aldrinum 18-75 ára. Spurningalist-
inn samanstendur af 74 spurningum ásamt ein-
kennalista til útfyllingar. Um 40 spurningar
tengjast iðraólgu. Greiningaraðferð Mannings
og einkennaskor voru notuð til að greina iðra-
ólgu. Úrtak var fengið hjá Hagstofu Islands
með heimild Tölvunefndar. Framkvæmd rann-
sóknarinnar byggði á hinni svokölluðu heildar-
aðferð (Dillman, 1978).
Niðurstöður: Alls bárust 1336 marktæk svör