Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Page 92

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Page 92
92 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 V-13. Mæling á raunfjölda CD34+ frumna í blóði fullorðinna og í naflastrengsblóði Kristbjörn Orri Guðmundsson'>, Ólafur Ey- steinn Sigurjónsson'1, Asgeir Haraldsson21, Sveinn Guðmundsson" Frá 11Blóðbankanum, 2>Barnaspítala Hringsins Inngangur: Við stofnfrumuvinnslu er nauð- synlegt að geta metið fjölda stofnfrumna með öruggum og stöðluðum aðferðum. Stofnfrumur eru vinnanlegar úr beinmerg, blóði og nafla- strengsblóði. Ákvörðun á fjölda CD34+ frumna hefur verið nauðsynlegur þáttur í gæðaeftirliti stofnfrumugræðlings. Fyrri aðferðir hafa byggst á óbeinni ákvörðun út frá hlutfalli CD34+ frumna og magni hvítkorna. Nýlega hafa kom- ið fram aðferðir til að mæla raunfjölda CD34+ frumna í frumuflæðisjá (flow cytometer) þar sem flúrljómandi latex kúlur gegna hlutverki innra viðmiðs (internal control). Tilgangur þessa verkefnis var að mæla raunfjölda CD34+ frumna í blóði fullorðinna og bera saman við raunfjölda þessara frumna f naflastrengsblóði. Efniviður og aðferðir: Blóð var fengið úr 20 heilbrigðum blóðgjöfum og úr naflastrengs- blóði 20 nýfæddra. Nákvæmt rúmmál sýnis var blandað við nákvæman fjölda af flúrljómandi latex kúlum. Hvítfrumur voru merktar með flúrljómandi inótefnum gegn CD34 og CD45 og einnig litaðar með kjarnsýrulit. Notuð var þriggja lita frumuflæðisjá til að greina stofn- frumur frá öðrum einkjarna frumum og niður- stöður reiknaðar með ProCOUNT hugbúnaði. Niðurstöður: Raunfjöldi CD34+ frumna í blóði fullorðinna var að meðaltali 1,53/jal en 49,29/nl í naflastrengsblóði. Ályktanir: Notkun flúrljómandi latex kúlna og frumuflæðisjár til mælinga á raunfjölda CD34+ frumna í naflastrengsblóði og blóði full- orðinna er afar nákvæm og örugg aðferð. Raunfjöldi CD34+ frumna er margfalt meiri í naflastrengsblóði en í blóði fullorðinna. V-14. Mat á hlutfalli blóðmyndandi stofn- frumna með hæfileika til myndunar megakarýócýta in vitro Olafur Eysteinn Sigurjónsson, Kristbjörn Orri Guðmundsson, Sveinn Guðmundsson Frá Blóðbankanum. Inngangur: Allar frumur blóðsins eru upp- runnar frá stofnfrumum sem í fullorðnum ein- staklingum eiga aðsetur í beinmerg. Meðal þessara frumna eru megakarýócýtar, móður- frumur blóðflagna. Komið hafa fram aðferðir til að rækta mega- karýócýta frá blóðmyndandi stofnfrumum in vitro sem byggja á vaxtarþættinum thrombó- póietín (TPO; MPL-ligand). TPO hefur bein áhrif á þroskun megakarýócýta, bæði hvað varðar skiptingu og sérhæfingu forvera þeirra. Hægt er að meta hlutfall forverafrumna mega- karýócýta með kólóníuræktunum (CFU-MK). Markmið þessarar rannsóknar var að meta in vitro fjölda forvera megakarýócýta (CFU-MK) í nýburum (naflastrengsblóði) og bera fjölda þeirra saman við CFU-MK í heilbrigðum blóð- gjöfum. Efniviður og aðferðir: Einkjarna hvítfrumur voru einangraðar úr blóði fullorðinna (n=16) og naflastrengsblóði (n=6). Kólóníufjöldi var ákvarðaður með því að rækta frumurnar í hlaupkenndu sermis-fríu æti sem innihélt koll- agen og vaxtarþætti, þar með talið TPO. Niðurstöður: CFU-MK kólóníur ræktaðar úr naflastrengsblóði reyndust marktækt fleiri en úr blóði fullorðinna (p=0,005). Úr blóði fengust að meðaltali 0,81 ±0,81 CFU-MK kól- óníur/5xl05 frumur en úr naflastrengsblóði 471_,7±144,5/5x10’ frumur. Ályktanir: Með klónógenískum aðferðum sem byggja á hlaupkenndu sermis-fríu æti er mögulegt að meta hlutfall forvera megakarýó- cýta í naflastrengsblóði og blóði fullorðinna. Aðferðirnar geta komið að gagni við að meta hlutfall forvera megakarýócýta í in vitro rækt- unum stofnfrumna til meðferðar sjúklinga. Nýlega höfum við byrjað á ræktun CFU-MK kólónía úr beinmerg og sett upp vökvaræktir til að rækta megakarýócýta frá stofnfrumum. I þeim ræktum verður fylgst með breytingum á tjáningu yfirborðssameinda í frumuflæðisjá. V-15. Mismunandi boðleiðir til losunar á arachidonsýru og prostacýklín myndun- ar í æðaþeli Kristín Magnúsdóttir, Haraldur Halldórsson, John Van Den Hout, Mattías Kjeld, Guðmund- ur Þorgeirsson Frá rannsóknastofu H1 í lyfjafrœði, lyflœkn- ingadeild Landspítalans Ýmis áverkunarefni örva æðaþelsfrumur til losunar á arachidonsýru og myndunar prosta- glandína sem hafa víðtæk áhrif á æðar og önnur líffæri.Viðtakaörvun leiðir til virkjunar á fos- fólípasa C sem leiðir til Ca++ hækkunar og fos- fórunar á prótínum, meðal annars MAP kínös- um og cPLA2, en hið síðartalda er talið lykil-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.