Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Page 94

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Page 94
94 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 hlutverki í myndun og þroska æxla. Einnig get- ur eðli breytinganna bent á líklega atburðarás í þróun æxlanna. Niðurstöður litningagreininga undanfarinna ára á frumum úr brjóstakrabba- meinsvef gefa til kynna töluverðan óstöðug- leika á litningum 1, 3, 8, 11, 16 og 17. Þegar æxli stækkar minnkar ildisþrýstingur í miðju æxlisins. Hugsanlegt er að þessi skilyrði henti frekar frumum með afbrigðilega litninga- gerð (stökkbreyttum frumum). Markmið þess- arar rannsóknar var því að kanna hvort mis- munandi súrefnisstyrkur hefði áhrif á vöxt af- brigðilegra og eðlilegra frumna. Frumur úr góðkynja brjóstahnútum (n=6) og illkynja brjóstaæxlisvef (n=39) voru ræktaðar við 20%, 5% og 0% ildisþrýsting. Með því að hirða stak- ar kólóníur fannst greinileg fylgni á milli útlits frumna í ræktunarglösum og litningagerðar. Klónal litningabreytingar fundust í þremur góðkynja hnútum og 11 illkynja æxlum. Fimm sýni voru fjölklóna. Vaxtarhraði frumna við lágan ildisþrýsting var mun minni en við venjuleg skilyrði, en hlutfall frumna með af- brigðilega litningagerð var hærra, og bar þar mest á litningatapi. Algengustu litningar með byggingarbeytingar voru nr. 1,3, 16 og 17. Við teljum því hugsanlegt að lækkaður ildis- þrýstingur líki að einhverju leyti eftir in vivo aðstæðum í æxlinu sem örva framgang þess. V-18. Non-Hodgkins eitlaæxli og Hodg- kins sjúkdómur á íslandi 1989-1997. Tíðni og dreifing æxla Bjarni A. Agnarsson Frá rannsóknastofu HI í meinafrœði Inngangur og efniviður: Tíðni non-Hodgkins eitlaæxla (lymphoma) hefur um það bil þrefald- ast frá 1956 en tíðni Hodgkins sjúkdóms hefur hins vegar lítið breyst á sama tíma. Safnað hef- ur verið upplýsingum um eitlaæxli á Islandi frá 1989 og eru frumniðurstöður um fjölda og dreifingu þessara æxla birtar hér og bornar sam- an við niðurstöður úr fyrri rannsókn sem gerð varhérlendis um eitlaæxli greind 1955-1981. Niðurstöður: Non-Hodgkins eitilæxli voru 207 (kk:kvk=l,5). Meðalaldur við greiningu var 61 ár. Um það bil helmingur þessara æxla greindist í eitlum en um helmingur var utan eitla (extranodal), þar af meira en þriðjungur í meltingarvegi. Af B-frumu uppruna voru um 70% æxla en af T-frumu uppruna um 10%. Æxlin voru flokkuð samkvæmt Working Form- ulation og eru diffuse large cell og immuno- blastic algengustu flokkarnir. Litlar breytingar hafa orðið í innbyrðis flokkun æxla samanbor- ið við rannsóknina frá 1955-1981. Hodgkins sjúkdómur greindist í 52 sjúklingum (kk:kvk= 2,25). Meðalaldur við greiningu var 34 ár. Af þessum æxlum falla 65% í nodular sclerosis flokkinn, 13% í mixed cellularity og 8% eru af lymphocyte predominance gerð en lymphocyte depletion greindist aðeins í einum sjúklingi á tímabilinu (2%). Miðað við rannsóknina 1955- 1981 hefur orðið veruleg breyting á undir- flokkum og hefur einkum orðið fjölgun í nod- ular sclerosis flokknum. Alyktanir: Þrátt fyrir það að tíðni non- Hodgkins eitilæxla hafi farið vaxandi á síðustu fjórum áratugum hafa innbyrðis hlutföll hinna ýmsu tegunda lítið breytst, einkum ef diffuse large cell og large cell immunoblastic gerðirnar eru sameinaðar í einn flokk eins og gert er í hinni nýju REAL flokkun. Enda þótt litlar breyt- ingar hafi orðið á nýgengi Hodgkins sjúkdóms hafa orðið umtalsverðar breytingar á undir- flokkum. Þannig hefur orðið aukning á tíðni nodular sclerosis en fækkun á öðrum undir- flokkum. V-19. Tjáning vefjaflokkasameinda í brjóstakrabbameinsæxlum. Áhrif á sam- skipti við ónæmiskerfið og sjúkdóms- horfur Ingibjörg Guðmundsdóttir'-21, Jón Gunnlaugur Jónasson21, Helgi Sigurðsson", Kristrún Olafs- dóttir21, Laufey Tryggvadóttir", Trausti Sigur- vinsson", Helga M. Ögmundsdóttir" Frá "Krabbameinsfélagi Islands, 2lrannsókna- stofu HI í meinafrœði, "krabbameinslœkninga- deild Landspítalans Inngangur: íferð eitilfrumna er algeng í brjóstakrabbameinsæxlum. Margt er þó enn á huldu um samskipti ónæmiskerfísins við brjósta- krabbamein. í þeim samskiptum skipta vefja- flokkasameindir meginmáli en ræsing sértækra T-drápsfrumna krefst þess að æxlisfrumurnar tjái vefjaflokkasameindir. Aftur á móti eru við- brögð NK-frumna vakin af frumum sem skortir ákveðnar vefjaflokkasameindir. Efniviður og aðferðir: Um er að ræða þrjár rannsóknir. Fyrst voru könnuð áhrif eitilfrumna á vöxt brjóstakrabbameinsfrumna í prímer ræktum og notuð fersk vefjasýni frá 24 sjúk- lingum. Næst var könnuð tjáning vefjaflokka- sameinda MHC-class I í þessum sýnum og 24 í viðbót. Loks var þetta endurtekið á 195 sjúk-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.