Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Síða 94
94
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37
hlutverki í myndun og þroska æxla. Einnig get-
ur eðli breytinganna bent á líklega atburðarás í
þróun æxlanna. Niðurstöður litningagreininga
undanfarinna ára á frumum úr brjóstakrabba-
meinsvef gefa til kynna töluverðan óstöðug-
leika á litningum 1, 3, 8, 11, 16 og 17.
Þegar æxli stækkar minnkar ildisþrýstingur í
miðju æxlisins. Hugsanlegt er að þessi skilyrði
henti frekar frumum með afbrigðilega litninga-
gerð (stökkbreyttum frumum). Markmið þess-
arar rannsóknar var því að kanna hvort mis-
munandi súrefnisstyrkur hefði áhrif á vöxt af-
brigðilegra og eðlilegra frumna. Frumur úr
góðkynja brjóstahnútum (n=6) og illkynja
brjóstaæxlisvef (n=39) voru ræktaðar við 20%,
5% og 0% ildisþrýsting. Með því að hirða stak-
ar kólóníur fannst greinileg fylgni á milli útlits
frumna í ræktunarglösum og litningagerðar.
Klónal litningabreytingar fundust í þremur
góðkynja hnútum og 11 illkynja æxlum. Fimm
sýni voru fjölklóna. Vaxtarhraði frumna við
lágan ildisþrýsting var mun minni en við
venjuleg skilyrði, en hlutfall frumna með af-
brigðilega litningagerð var hærra, og bar þar
mest á litningatapi. Algengustu litningar með
byggingarbeytingar voru nr. 1,3, 16 og 17.
Við teljum því hugsanlegt að lækkaður ildis-
þrýstingur líki að einhverju leyti eftir in vivo
aðstæðum í æxlinu sem örva framgang þess.
V-18. Non-Hodgkins eitlaæxli og Hodg-
kins sjúkdómur á íslandi 1989-1997. Tíðni
og dreifing æxla
Bjarni A. Agnarsson
Frá rannsóknastofu HI í meinafrœði
Inngangur og efniviður: Tíðni non-Hodgkins
eitlaæxla (lymphoma) hefur um það bil þrefald-
ast frá 1956 en tíðni Hodgkins sjúkdóms hefur
hins vegar lítið breyst á sama tíma. Safnað hef-
ur verið upplýsingum um eitlaæxli á Islandi frá
1989 og eru frumniðurstöður um fjölda og
dreifingu þessara æxla birtar hér og bornar sam-
an við niðurstöður úr fyrri rannsókn sem gerð
varhérlendis um eitlaæxli greind 1955-1981.
Niðurstöður: Non-Hodgkins eitilæxli voru
207 (kk:kvk=l,5). Meðalaldur við greiningu
var 61 ár. Um það bil helmingur þessara æxla
greindist í eitlum en um helmingur var utan
eitla (extranodal), þar af meira en þriðjungur í
meltingarvegi. Af B-frumu uppruna voru um
70% æxla en af T-frumu uppruna um 10%.
Æxlin voru flokkuð samkvæmt Working Form-
ulation og eru diffuse large cell og immuno-
blastic algengustu flokkarnir. Litlar breytingar
hafa orðið í innbyrðis flokkun æxla samanbor-
ið við rannsóknina frá 1955-1981. Hodgkins
sjúkdómur greindist í 52 sjúklingum (kk:kvk=
2,25). Meðalaldur við greiningu var 34 ár. Af
þessum æxlum falla 65% í nodular sclerosis
flokkinn, 13% í mixed cellularity og 8% eru af
lymphocyte predominance gerð en lymphocyte
depletion greindist aðeins í einum sjúklingi á
tímabilinu (2%). Miðað við rannsóknina 1955-
1981 hefur orðið veruleg breyting á undir-
flokkum og hefur einkum orðið fjölgun í nod-
ular sclerosis flokknum.
Alyktanir: Þrátt fyrir það að tíðni non-
Hodgkins eitilæxla hafi farið vaxandi á síðustu
fjórum áratugum hafa innbyrðis hlutföll hinna
ýmsu tegunda lítið breytst, einkum ef diffuse
large cell og large cell immunoblastic gerðirnar
eru sameinaðar í einn flokk eins og gert er í
hinni nýju REAL flokkun. Enda þótt litlar breyt-
ingar hafi orðið á nýgengi Hodgkins sjúkdóms
hafa orðið umtalsverðar breytingar á undir-
flokkum. Þannig hefur orðið aukning á tíðni
nodular sclerosis en fækkun á öðrum undir-
flokkum.
V-19. Tjáning vefjaflokkasameinda í
brjóstakrabbameinsæxlum. Áhrif á sam-
skipti við ónæmiskerfið og sjúkdóms-
horfur
Ingibjörg Guðmundsdóttir'-21, Jón Gunnlaugur
Jónasson21, Helgi Sigurðsson", Kristrún Olafs-
dóttir21, Laufey Tryggvadóttir", Trausti Sigur-
vinsson", Helga M. Ögmundsdóttir"
Frá "Krabbameinsfélagi Islands, 2lrannsókna-
stofu HI í meinafrœði, "krabbameinslœkninga-
deild Landspítalans
Inngangur: íferð eitilfrumna er algeng í
brjóstakrabbameinsæxlum. Margt er þó enn á
huldu um samskipti ónæmiskerfísins við brjósta-
krabbamein. í þeim samskiptum skipta vefja-
flokkasameindir meginmáli en ræsing sértækra
T-drápsfrumna krefst þess að æxlisfrumurnar
tjái vefjaflokkasameindir. Aftur á móti eru við-
brögð NK-frumna vakin af frumum sem skortir
ákveðnar vefjaflokkasameindir.
Efniviður og aðferðir: Um er að ræða þrjár
rannsóknir. Fyrst voru könnuð áhrif eitilfrumna
á vöxt brjóstakrabbameinsfrumna í prímer
ræktum og notuð fersk vefjasýni frá 24 sjúk-
lingum. Næst var könnuð tjáning vefjaflokka-
sameinda MHC-class I í þessum sýnum og 24 í
viðbót. Loks var þetta endurtekið á 195 sjúk-