Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 99

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 99
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 99 hámarkssamdrætti. Flestar frumnanna slökuðu síðan á ef acetylcholine var fjarlægt úr um- hverfinu og náðu þær að meðaltali um 60% af upphafslengd. Allar frumurnar drógust saman ef styrkur K+ var aukinn nægilega í umhverf- inu þannig að fruman afskautaðist. Skýringa er leitað á því af hverju allar frumurnar drógust ekki saman í nærveru acetylcholine sem veldur kröftugum samdrætti í portæð. Það gæti stafað af skemmdum á ach-viðtökum frumnanna eða að einungis um þriðjungur frumnanna hefði viðtaka fyrir acetylcholine. Niðurstaða okkar er því að þær frumur sem við notum til patch- clamp rannsókna séu vel lifandi og bregðist við á svipaðan hátt og frumur í vef. V-28. Kuldavirkur alkalískur fosfatasi úr Vibrio tegund Jónas B. Hauksson", Ólafur S. Andrésson21, Bjarni Asgeirsson" Frá "Raunvísindastofnun HI, 21Tilraunastöð Hl í meinafrœði að Keldum Markmið þessarar rannsóknar var að finna örverustofn sem framleiðir kuldavirkan alkal- ískan fosfatasa, hreinsa ensímið og skilgreina eðliseiginleika og hvötunargetu þess. Nokkur hundruð bakteríustofnum var safnað úr sjó við strendur íslands og þeir skimaðir fyrir utanfrumuvirkni alkalísks fosfatasa. Kulda- virkur alkalískur fosfatasi var einangraður úr einum stofnanna. Stofninn var skilgreindur sem Vibrio tegund með raðgreiningu á hluta af 16S rRNA geni og samanburði við þekktar rað- ir. Ensímið var hreinsað í einu skrefi með því að binda það á súlu með L-histidyldíazóbenz- ýlfosfónik sýru og það losað af með 100 mM púls af ólífrænu fosfati. Til að staðfesta að um alkalískan fosfatasa væri að ræða var gerð N- enda amínósýruraðgreining. Ensímið var hita- næmt, helmingunartími við 40°C var einungis sex mínútur. Ymsir eðliseiginleikar og hraða- fræðilegir fastar hafa verið ákvarðaðir fyrir ensímið. Hraðafastinn kcal var 23 s ' við 25°C í 1 M Tris pH 8,0, sem er fjórum sinnum hærri tala en fékkst fyrir sambærilegt ensím úr E. coli (6 s1)- Km var 0,17 mM fyrir alkalískan fosfat- asa úr Vibrio tegundinni samanborið við 0,06 mM fyrir alkalískan fosfatasa úr E. coli. Búið er að finna genið fyrir fosfatasanum í gena- mengi Vibrio örverunnar og raðgreina það að hluta. Ostöðugleiki alkalíska fosfatasans við hitun og hlutfallslega hár hraðafasti (kcat) sýna að ensímið er kuldavirkt og vel fallið til rann- sókna á stökkbrigðum til að kortleggja hvaða amínósýrur eru mikilvægar fyrir kuldavirkni. V-29. Ómega-3 fítusýran DHA. Blóð móður og vöðvi nýbura Guðrún V. Skúladóttir", Vera Guðmundsdótt- ir21, Stefán B. Sigurðsson", Jóhann Axelsson", Ólafur Ólafsson31 Frá "Lífeðlisfrœðistofnun HÍ, 2)rannsóknastofu í lyfjafrœði lyfsala, 3>landlœknisembœttinu Inngangur: Ómega-3 fitusýran dókósa- hexaensýran (DHA) er eitt aðal byggingarefni í fituefnum himna í frumum miðtaugakerfisins og í stöfum sjónhimnu. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt að magn DHA eykst töluvert í þess- um líffærum á þriðja trímestri meðgöngu, þeg- ar vöxtur og þroski fósturs er mestur. Ómega-3 fitusýrur eru ríkjandi í sjávarfangi og þar sem mannslíkaminn getur ekki búið þær til verður DHA að berast úr fæðu barnshafandi konu í blóð hennar, yfir fylgju og þaðan til fóstursins. Niðurstöður rannsókna gefa til kynna að DHA gegni mikilvægu hlutverki í þroska fósturs og ungbarna. Einnig er talið að ómega-3 fitusýrur séu verndandi gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna, að hve miklu leyti ómega-3 fitusýrur í fæðu á meðgöngu hafa áhrif á hlut ómega-3 fitusýra í vefjum afkvæmis. Efniviður og aðferðir: í byrjun meðgöngu var 22 ám skipt niður í tvo fæðuhópa. Annar hópurinn fékk eingöngu hey alla meðgönguna en hinn hópurinn fékk hey og 80 g fiskimjöl daglega fram að burði. Blóðsýni voru tekin úr ánum eftir eins og fjögurra mánaða meðgöngu til fitusýrugreiningar. Vöðvasýni voru tekin úr nýbornu lömbunum til fitusýrugreiningar. Niðurstöður: Hlutur ómega-3 fitusýra í blóði áa, sem fengu daglega fiskimjöl á meðgöng- unni, var marktækt hærri og óbreyttur alla með- gönguna borið saman við ær sem fengu ein- göngu hey alla meðgönguna. í lok meðgöngu jókst aftur á móti hlutur ómega-3 fitusýra í blóði áa, sem fengu eingöngu hey. DHA í blóði áa var eina fitusýran, sem endurspeglaðist í lærvöðva nýborinna lamba. Alyktanir: Niðurstöður gefa til kynna að DHA berst frá móður yfir til fósturs. V-30. Formúlering benzódíazepína í sýklodextrínlausnum Jóhanna F. Sigurjónsdóttir", Hólmfríður Guð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.